Neitar að funda með velferðarnefnd: „Við verðum bara að halda þetta út“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 14:24 Guðmundur Ingi Kristinsson segir að ef einhver efast um lögmæti aðgerða stjórnmála þá eigi það að fara fyrir dómstóla, ekki fyrir velferðarnefnd Alþingis. Vísir/Vilhelm Guðmundur Ingi Kristinsson, þingflokksformaður Flokks fólksins, hyggst ekki samþykkja að velferðarnefnd Alþings komi saman í páskafríi til þess að ræða um lögmæti reglugerðar um sóttkvíarhótel, líkt og kallað hefur verið eftir. Samþykki allra fulltrúa velferðarnefndar þarf til þess að af fundinum verði. „Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira
„Ég segi fyrir mitt leyti að ef einhver efast um að þetta sé löglegt, að þá á þetta bara að fara fyrir dómstóla, ekki velferðarnefnd,“ segir Guðmundur Ingi í samtali við fréttastofu. Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, kallaði eftir fundinum og sagðist hafa efasemdir um að sóttkvíarhótelin stæðust lög. Hanna Katrín Friðriksson, þingflokksformaður Viðreisnar, tók undir þau orð og segir reglugerðina gríðarlegt inngrip. Því þurfi að fá skýrleika í málið. Þá sagðist Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, taka heilshugar undir. Fólk verði bara að halda þetta út Guðmundur Ingi er ósammála sjónarmiðum þeirra og vill að fólk haldi út rétt á meðan bólusetningar standa yfir. „Við settum þessi lög og ég trúi því að þau hafi verið gerð til þess að grípa til þess sem við þurfum á að halda til að koma í veg fyrir að smit komist inn í samfélagið. Við verðum bara að halda þetta út í tvo, þrjá mánuði á meðan það er verið að bólusetja.“ Þá vísaði hann til frétta í dag um að lögregla hafi vísað fjórum ferðamönnum frá Geldingadölum í morgun þegar kom í ljós að þeir áttu að vera í sóttkví. „Það er búið að vera að stoppa fólk sem á að vera í sóttkví. Við þurfum að stoppa þetta vegna þess að ef við náum því þá erum við í svo góðum málum þar til það er búið að bólusetja alla með undirliggjandi sjúkdóma og eldri borgara,“ segir Guðmundur. Vill að hleypt verði inn í hollum Gosstöðvarnar séu ekki síður áhyggjuefni. „Það ætti kannski að hleypa inn í hollum eða hópum. Sjá til þess að fólk sé ekki þarna hvert ofan í öðru. Maður sér þarna fólk fara upp og niður í brekkunni, það eru margir snertifletir ásamt kaðli og maður er bara hræddur um að þarna fari einhver sem er með bresku veiruna, sem er bráðsmitandi, og það geti komið okkur um koll.“ Þá þurfi einnig betri aðstöðu. „Ég segi bara guð hjálpi mér. Mér finnst að það þurfi að taka upp betra eftirlit. Við erum stálheppin að þarna hafi ekki orðið stórslys. Þarna eru til dæmis smábörn og dýr. Við verðum að koma betra skipulagi á þetta og það væri bara sanngjarnt og sjálfsagt að taka eitthvað gjald fyrir þetta til þess að geta byrjað að byggja upp almennlega aðstöðu,“ segir Guðmundur. „Það er ekki spurning um hvort heldur hvenær slys verða eins og staðan er núna. Fólk er að renna sér niður flughálar brekkurnar og ég vona bara að á meðan við erum í ástandi að það verði séð til þess að fólk sé ekki að hópast þarna saman, en það kostar eftirlit, og það þarf að auka eftirlit.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Flokkur fólksins Alþingi Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Fleiri fréttir Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Sjá meira