Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 13:27 Fosshótel við Þórunnartún er nú sóttkvíarhótel. Öllum farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum er skylt að fara í sóttkví á hótelinu við komu sína til landsins. Vísir/Vilhelm Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. „Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36