Langflestir virðast hafa afbókað ferðina til Íslands Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. apríl 2021 13:27 Fosshótel við Þórunnartún er nú sóttkvíarhótel. Öllum farþegum sem koma frá svokölluðum dökkrauðum svæðum er skylt að fara í sóttkví á hótelinu við komu sína til landsins. Vísir/Vilhelm Hundrað og tuttugu manns dvöldu í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún í nótt. Útlit er fyrir að langflestir hafi afbókað ferð sína til landsins því viðbúið var að ríflega sex hundruð manns yrðu þar í nótt. „Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
„Nóttin gekk bara ljómandi vel. Það voru ekki margir farþegar sem komu með vélinni frá Póllandi í nótt, ekki eins margir og búist var við, þannig að það gekk allt bara mjög hratt og vel fyrir sig,“ segir Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttkvíarhótelsins. „Við erum bara í þeirri stöðu að við vitum aldrei hversu margir koma með hverri vél. Við fáum ekki þær upplýsingar fyrr en vél er lent og afgreidd. Þannig að þær tölur sem birtar voru í upphafi hafa ekki verið að standast. Við erum ekki með nema rétt rúmlega 120 manns í húsi en samkvæmt þeim upplýsingum sem við höfðum hefðu þær átt að vera í kringum sex hundruð,“ bætir hann við. U21 árs landsliðsteymi Íslands er á meðal þeirra sem dvelja á hótelinu en fótboltakapparnir eru ekki par sáttir við að þurfa að vera þar yfir páskana. Þjálfarinn birti færslu þar sem hann sagði að eftir átta skimanir og einangrun í Ungverjalandi taki nú við dvöl í sóttkvíarhóteli fram á þriðjudag, og birti mynd af sér gefa ljósmyndara puttann með færslunni. Gylfi segir flesta þó taka þessum nýju reglum með ró. „Fólk hefur ákveðnar spurningar, að sjálfsögðu, þegar það kemur. En það er líka þannig að um leið og fólk kveikir á símanum sínum upp á velli fá þau skilaboð með öllum leiðbeiningum þannig að það ætti ekki að fara fram hjá neinum.” Gylfi segir að gert sé vel við fólk á hótelinu. „Fólk fær mat tvisvar á dag og allt slíkt. Það þarf enginn að verða svangur hjá okkur,” segir hann. Hvað með páskamatinn? „Ég hef ekki haft tíma til að skoða páskamatseðilinn en það verður eitthvað got tog páskalegt.” Þá greindi RÚV frá því í morgun að einn í sóttkvíarhótelinu hafi greinst með Covid19 í dag og hafi í framhaldinu verið fluttur í farsóttahúsið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04 Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01 Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Um 800 milljónir manna í heiminum með sykursýki Erlent Fleiri fréttir Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Sjá meira
Telja óvíst að reglugerð um sóttvarnahús standist lög: „Þetta er bara of mikið inngrip“ Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, segir óvíst að ný reglugerð um sóttkvíarhótel standist lög. Hún kallað eftir því að velferðarnefnd Alþingis komi saman nú um páskana til að ganga úr skugga um að lögum sé framfylgt. Reglugerðin tók gildi í gær. 2. apríl 2021 13:04
Sjö hundruð hótelherbergi fyrir fólk í sóttkví Gert er ráð fyrir að sjö hundruð herbergi verði nýtt fyrir þá sem verða skikkaðir í sóttkví á hóteli eftir komuna til landsins. Forstjóri Sjúkratrygginga segir greiðslur farþega vega þungt í heildarkostnaði. 31. mars 2021 19:01
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent