Þreytandi gagnrýni franskra fjölmiðla gæti fælt Mbappe frá PSG Anton Ingi Leifsson skrifar 2. apríl 2021 16:43 Mbappe með boltann í leiknum gegn Úkraínu á dögunum. Hann náði sér ekki á strik í þessum landsleikjaglugga. Aurelien Meunier/Getty Kylian Mbappe, stórstjarna PSG og franska landsliðsins, segir að hann gæti mögulega yfirgefið Parísarliðið vegna þreytandi gagnrýni franskra fjölmiðla. Franski landsliðsmaðurinn skoraði ekki eitt mark í landsleikjunum þremur í marsglugganum og byrjaði meðal annars á bekknum gegn Kasakstan. Hann kom inn af bekknum og brenndi af vítaspyrnu. L’Equipe gagnrýndi meðal annars Mbappe og sagði að byrjunarliðssæti hans væri nú í hættu. Þeir Ousmane Dembele og Kingsley Coman væru að anda ofan í hálsmálið á honum. „Auðvitað er þetta þreytandi,“ sagði Mbappe í samtali við RTL aðspurður um gagnrýnina á sig. „Sérstaklega þegar þú spilar fyrir félag í landinu þínu og gefur allt fyrir þjóðina þína. Á ákveðnum augnablikum verður þetta þreytandi.“ „Þetta er örðuvísi fyrir leikmenn sem spila erlendis og koma bara til baka til Frakklands til þess að spila landsleiki. Ég er alltaf hérna og því er mun meira talað um mig en ég vissi þetta þegar ég skrifaði undir við PSG.“ Mbappe hefur verið magnaður fyrir PSG á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið en hann hefur alls skorað þrjátíu mörk og lagt upp níu til viðbótar fyrir frönsku meistarana á leiktíðinni. „Við munum sjá til í framtíðinni. Auðvitað er gagnrýni hluti af leiknum líka. Þetta snýst þó ekki bara um það. Það mikilvægasta er að líða vel þar sem þú ert og njóta þín á hverjum einasta degi,“ bætti Mbappe við. Kylian Mbappe admits he could leave PSG because of the 'tiring' criticism from the French media https://t.co/OryOEBY2vE— MailOnline Sport (@MailSport) April 1, 2021 Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira
Franski landsliðsmaðurinn skoraði ekki eitt mark í landsleikjunum þremur í marsglugganum og byrjaði meðal annars á bekknum gegn Kasakstan. Hann kom inn af bekknum og brenndi af vítaspyrnu. L’Equipe gagnrýndi meðal annars Mbappe og sagði að byrjunarliðssæti hans væri nú í hættu. Þeir Ousmane Dembele og Kingsley Coman væru að anda ofan í hálsmálið á honum. „Auðvitað er þetta þreytandi,“ sagði Mbappe í samtali við RTL aðspurður um gagnrýnina á sig. „Sérstaklega þegar þú spilar fyrir félag í landinu þínu og gefur allt fyrir þjóðina þína. Á ákveðnum augnablikum verður þetta þreytandi.“ „Þetta er örðuvísi fyrir leikmenn sem spila erlendis og koma bara til baka til Frakklands til þess að spila landsleiki. Ég er alltaf hérna og því er mun meira talað um mig en ég vissi þetta þegar ég skrifaði undir við PSG.“ Mbappe hefur verið magnaður fyrir PSG á leiktíðinni. Hann hefur skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum fyrir liðið en hann hefur alls skorað þrjátíu mörk og lagt upp níu til viðbótar fyrir frönsku meistarana á leiktíðinni. „Við munum sjá til í framtíðinni. Auðvitað er gagnrýni hluti af leiknum líka. Þetta snýst þó ekki bara um það. Það mikilvægasta er að líða vel þar sem þú ert og njóta þín á hverjum einasta degi,“ bætti Mbappe við. Kylian Mbappe admits he could leave PSG because of the 'tiring' criticism from the French media https://t.co/OryOEBY2vE— MailOnline Sport (@MailSport) April 1, 2021
Franski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Körfubolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Körfubolti Fleiri fréttir Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Hvernig umspil færi Ísland í? Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Holland getur fagnað HM-sæti en Þýskaland þarf stig Króatar á HM en draumur Færeyja úti Afar óvænt tap þegar Finnar hylltu goðsögn Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Rosenörn yfirgefur FH Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjá meira