„Ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 1. apríl 2021 13:31 Pétur áttaði sig á því árum eftir slysið að hann hafði verið í afneitun. Pétur Kristján Guðmundsson, kvikmyndagerðarmaður er nýjasti gesturinn í Podcasti Sölva Tryggvasonar. Pétur, sem var mikill útivistargarpur en hann lamaðist í slysi í Austurríki fyrir 10 árum. Í hlaðvarpinu segir Pétur frá slysinu og þeim erfiðleikum sem á honum dundu í kjölfarið. Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Pétur fór með fólki í strætó upp fjall sem er við borgina Innsbruk á nýársnótt til að horfa á flugeldana ofan frá. Þegar tími var kominn til að fara til baka var strætisvagninn fullur af fólki og Pétur fékk vin sinn til að labba með sér niður í staðinn. „Hann reyndi að stoppa mig, af því að við vissum ekki hversu löng leiðin væri niður eða hversu bratt það væri, en ég hlustaði ekki. Maður var búinn að vera þarna á snjóbretti í mörg ár og það gerðist aldrei neitt, þannig að manni leið eins og maður væri óbrjótanlegur. Það var frost og mið nótt og lá snjór yfir öllu. Við löbbuðum inn í skóg og ég var á undan honum og ég hoppaði í átt að tré sem var þarna, en missti af því og byrjaði að rúlla stjórnlaust niður brekkuna. En ég var vanur því á snjóbrettinu, þannig að ég man að ég hugsaði á meðan ég rúllaði niður brekkuna að þetta væri nú ekkert stórmál, en svo var 12 metra klettur þarna fyrir neðan. Ég skaust fram af honum og lenti á skógarvegi þar fyrir neðan. Næsta sem ég vissi var að ég lá á maganum og ætlaði að standa upp og halda áfram, en þá var bara búið að slíta líkamann í sundur og lappirnar virkuðu ekki. En þrátt fyrir þetta var ég ekki enn að kveikja og fannst það tóm vitleysa hjá vini mínum að hringja á björgunarsveitirnar. Ég var alveg aftengdur veruleikanum,” segir Pétur og heldur áfram: „Ég lá í 4 klukkutíma þarna á veginum af því að það var svo erfitt að komast að þessu. Líkamshitinn var kominn niður í 31 gráðu og ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða. Ég var líka með blæðingu inn á heila og samfallin lungu. Síðan man ég eftir að ég var sprautaður niður og ég opnaði svo augun í herbergi með kremlitaða veggi og læknirinn kemur inn og segir mér að hann hafi framkvæmt á mér aðgerð sem hafi tekið 8 klukkutíma og að ég muni aldrei ganga aftur. Hann sagði þetta bara við mig kalt og beint. En jafnvel þó að læknirinn hafi sagt þetta við mig neitaði ég bara að trúa þessu. Ég var handviss um að ég myndi ganga aftur. Þetta augnablik var ekki nærri jafn erfitt eins og þegar ég áttaði mig á því tveimur árum síðar að ég væri búinn að vera í afneitun allan þennan tíma. Þá var ég búinn að vera í þrotlausum æfingum marga klukkutíma á dag alla daga, en áttaði mig á því að ég væri ekki að meðtaka raunveruleikann.” Víkkaði út veruleikann Stóra áfallið hjá Pétri var ekki slysið sjálft, heldur þegar hann áttaði sig á því 2-3 árum síðar að hann hefði verið í harkalegri afneitun: „Ég gjörsamlega hrundi og var fullkomlega ,,dysfunctional” í heilt ár eftir að ég áttaði mig á stöðunni. Ég sökk í eins djúpt þunglyndi og það gerist og var farinn að skoða “Suicidal-Clinic” í Sviss, sem eru stofnanir þar sem fólk getur ákveðið sjálft að enda líf sitt af því að þjáningin er orðin of mikil." Eftir margra ára sjálfsvinnu er Pétur nú kominn á stað þar sem hann vinnur við að hjálpa fólki öðru fólki. Eitt af því sem hefur hjálpað honum hve mest er notkun á hugvíkkandi efnum, einkum psilociben, virka efninu í sveppum: „Þessi efni hafa verið notuð í þúsundir ára víða um heim. Það sem gerðist hjá mér eftir að ég byrjaði að vinna með þessi efni fór ég að víkka út veruleikann og sjá hlutina með öðrum augum. Það hjálpaði mér að byrja að eiga við raunveruleikann og sætta mig við stöðuna. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki komist framhjá mænuskaðanum sem ég hafði orðið fyrir og neyddist til að horfast í augu við veruleikann í stað þess að flýja hann. Ég endaði á að flytja í sumarbústað á afskekktum stað og vann með þessi efni heilan vetur.“ Það var mjög erfitt ferli, en ég endurfæddist í raun. Upp frá þessum vetri byrjaði Pétur að leiða aðra í gegnum reynslu með hugvíkkandi efni: „Þessi efni geta auðveldlega verið hættuleg ef þau eru notuð í röngum aðstæðum. Ef þú ert í partýi og veist ekki hvað þú ert að gera getur það gerst mjög hratt að þetta snúist upp í andhverfu sína. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að gera þetta í réttum aðstæðum undir handleiðslu,” segir Pétur, sem játar samt að það sé óþægilegt að vinna við þetta á meðan það er strangt til tekið ólöglegt: „En ég er kominn út úr skápnum með þetta og finnst ég bara verða að gera það. Það er komið svo gríðarlegt magn af rannsóknum sem staðfesta árangurinn sem þessi efni hafa varðandi þunglyndi, áföll, kvíða og fleira. Fólk sem er í lögreglunni veit þetta og það er ekkert verið að handtaka mig. Ég hef hingað til verið látinn í friði af lögreglunni. Þetta er á gráu svæði, af því að það er mjög erfitt að banna eitthvað sem vex út á grasfleti. Þetta er þegar orðið löglegt í Amsterdam, Portúgal og í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum, þannig að það er ákveðin bylting í gangi. Við erum oft aðeins eftir á hér á Íslandi, en samviska mín leyfir mér ekki að gera þetta ekki. Þetta hjálpaði mér út úr það erfiðum hlutum að mér finnst eins og ég verði að gefa öðrum færi á því sama.” Í þættinum ræða Sölvi og Pétur um slysið, listina við að gefast ekki upp, hugvíkkandi efni og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan: Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is. Pétur fór með fólki í strætó upp fjall sem er við borgina Innsbruk á nýársnótt til að horfa á flugeldana ofan frá. Þegar tími var kominn til að fara til baka var strætisvagninn fullur af fólki og Pétur fékk vin sinn til að labba með sér niður í staðinn. „Hann reyndi að stoppa mig, af því að við vissum ekki hversu löng leiðin væri niður eða hversu bratt það væri, en ég hlustaði ekki. Maður var búinn að vera þarna á snjóbretti í mörg ár og það gerðist aldrei neitt, þannig að manni leið eins og maður væri óbrjótanlegur. Það var frost og mið nótt og lá snjór yfir öllu. Við löbbuðum inn í skóg og ég var á undan honum og ég hoppaði í átt að tré sem var þarna, en missti af því og byrjaði að rúlla stjórnlaust niður brekkuna. En ég var vanur því á snjóbrettinu, þannig að ég man að ég hugsaði á meðan ég rúllaði niður brekkuna að þetta væri nú ekkert stórmál, en svo var 12 metra klettur þarna fyrir neðan. Ég skaust fram af honum og lenti á skógarvegi þar fyrir neðan. Næsta sem ég vissi var að ég lá á maganum og ætlaði að standa upp og halda áfram, en þá var bara búið að slíta líkamann í sundur og lappirnar virkuðu ekki. En þrátt fyrir þetta var ég ekki enn að kveikja og fannst það tóm vitleysa hjá vini mínum að hringja á björgunarsveitirnar. Ég var alveg aftengdur veruleikanum,” segir Pétur og heldur áfram: „Ég lá í 4 klukkutíma þarna á veginum af því að það var svo erfitt að komast að þessu. Líkamshitinn var kominn niður í 31 gráðu og ef ég hefði verið þarna í klukkutíma í viðbót hefði ég frosið til dauða. Ég var líka með blæðingu inn á heila og samfallin lungu. Síðan man ég eftir að ég var sprautaður niður og ég opnaði svo augun í herbergi með kremlitaða veggi og læknirinn kemur inn og segir mér að hann hafi framkvæmt á mér aðgerð sem hafi tekið 8 klukkutíma og að ég muni aldrei ganga aftur. Hann sagði þetta bara við mig kalt og beint. En jafnvel þó að læknirinn hafi sagt þetta við mig neitaði ég bara að trúa þessu. Ég var handviss um að ég myndi ganga aftur. Þetta augnablik var ekki nærri jafn erfitt eins og þegar ég áttaði mig á því tveimur árum síðar að ég væri búinn að vera í afneitun allan þennan tíma. Þá var ég búinn að vera í þrotlausum æfingum marga klukkutíma á dag alla daga, en áttaði mig á því að ég væri ekki að meðtaka raunveruleikann.” Víkkaði út veruleikann Stóra áfallið hjá Pétri var ekki slysið sjálft, heldur þegar hann áttaði sig á því 2-3 árum síðar að hann hefði verið í harkalegri afneitun: „Ég gjörsamlega hrundi og var fullkomlega ,,dysfunctional” í heilt ár eftir að ég áttaði mig á stöðunni. Ég sökk í eins djúpt þunglyndi og það gerist og var farinn að skoða “Suicidal-Clinic” í Sviss, sem eru stofnanir þar sem fólk getur ákveðið sjálft að enda líf sitt af því að þjáningin er orðin of mikil." Eftir margra ára sjálfsvinnu er Pétur nú kominn á stað þar sem hann vinnur við að hjálpa fólki öðru fólki. Eitt af því sem hefur hjálpað honum hve mest er notkun á hugvíkkandi efnum, einkum psilociben, virka efninu í sveppum: „Þessi efni hafa verið notuð í þúsundir ára víða um heim. Það sem gerðist hjá mér eftir að ég byrjaði að vinna með þessi efni fór ég að víkka út veruleikann og sjá hlutina með öðrum augum. Það hjálpaði mér að byrja að eiga við raunveruleikann og sætta mig við stöðuna. Ég áttaði mig á því að ég gæti ekki komist framhjá mænuskaðanum sem ég hafði orðið fyrir og neyddist til að horfast í augu við veruleikann í stað þess að flýja hann. Ég endaði á að flytja í sumarbústað á afskekktum stað og vann með þessi efni heilan vetur.“ Það var mjög erfitt ferli, en ég endurfæddist í raun. Upp frá þessum vetri byrjaði Pétur að leiða aðra í gegnum reynslu með hugvíkkandi efni: „Þessi efni geta auðveldlega verið hættuleg ef þau eru notuð í röngum aðstæðum. Ef þú ert í partýi og veist ekki hvað þú ert að gera getur það gerst mjög hratt að þetta snúist upp í andhverfu sína. Þess vegna er gríðarlega mikilvægt að gera þetta í réttum aðstæðum undir handleiðslu,” segir Pétur, sem játar samt að það sé óþægilegt að vinna við þetta á meðan það er strangt til tekið ólöglegt: „En ég er kominn út úr skápnum með þetta og finnst ég bara verða að gera það. Það er komið svo gríðarlegt magn af rannsóknum sem staðfesta árangurinn sem þessi efni hafa varðandi þunglyndi, áföll, kvíða og fleira. Fólk sem er í lögreglunni veit þetta og það er ekkert verið að handtaka mig. Ég hef hingað til verið látinn í friði af lögreglunni. Þetta er á gráu svæði, af því að það er mjög erfitt að banna eitthvað sem vex út á grasfleti. Þetta er þegar orðið löglegt í Amsterdam, Portúgal og í mörgum fylkjum í Bandaríkjunum, þannig að það er ákveðin bylting í gangi. Við erum oft aðeins eftir á hér á Íslandi, en samviska mín leyfir mér ekki að gera þetta ekki. Þetta hjálpaði mér út úr það erfiðum hlutum að mér finnst eins og ég verði að gefa öðrum færi á því sama.” Í þættinum ræða Sölvi og Pétur um slysið, listina við að gefast ekki upp, hugvíkkandi efni og margt fleira. Þáttinn í heild má sjá hér að neðan:
Vert er að taka fram að í þessari grein er fjallað um sjálfsvígshugsanir. Fólk með sjálfsvígshugsanir er minnt á Hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og netspjallið. Þjálfaðir og reynslumiklir sjálfboðaliðar á öllum aldri svara þeim símtölum og spjöllum sem berast. Fullum trúnaði er heitið. Nánari upplýsingar hér. Síminn hjá Pieta-samtökunum er jafnframt opinn allan sólarhringinn og er 552-2218 og vefsíðan www.pieta.is.
Podcast með Sölva Tryggva Geðheilbrigði Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira