Fyrstu gestirnir mættir á sóttkvíarhótelið við Þórunnartún Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 1. apríl 2021 12:48 Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún var opnað í morgun. Rauði krossinn Fyrsta sóttkvíarhótelið var opnað í morgun í tengslum við hertar sóttvarnarráðstafanir á landamærum. Sóttkvíarhótelið við Þórunnartún hefur nú verið opnað en hertar reglur tóku gildi á miðnætti. Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“ Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Samkvæmt nýjum reglum um skimanir og sóttkví skulu allir sem koma til landsins frá dökkrauðum eða gráuum ríkjum, sem svo eru skilgreind samkvæmt upplýsingum frá Sóttvarnastofnun Evrópu, sæta sóttkví á sóttkvíarhóteli milli skimana, að þeim undanskyldum sem framvísa gildu vottorði um fyrri sýkingu eða bólsetningu. Sóttvarnalæknir mun jafnframt reglulega birta lista yfir þau svæði sem falla undir ákvæðið. Rauði krossinn hefur umsjón með sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún.Rauði krossinn Samkvæmt tilkynningu frá Rauða krossinum kom fyrsta flugvél til landsins klukkan átta í morgun og í kjölfarið voru fyrstu gestir sóttkvíarhótelsins við Þórunnartún fluttir þangað og innritaðir. „Síðar í dag eru fimm vélar væntanlegar til landsins, þar af þrjár frá dökkrauðum löndum, og mun gestum í Þórunnartúni því fjölga jafnt og þétt í dag og næstu daga. Á næstunni verða svo fleiri sóttkvíarhótel opnuð, meðal annars á Austurlandi,“ segir í tilkynningunni. Áslaug Ellen Yngvadóttir og Örvar Rafnsson hafa umsjón með sóttkvíarhótelinu en þau eru bæði menntuð á sviði átaka- og öryggisfræða og hafa undanfarið starfað í farsóttarhúsi við Rauðarárstíg. Fyrsta flugið kom til landsins klukkan átta í morgun og voru farþegar fluttir beint á hótelið þar sem þeir voru innritaðir.Rauði krossinn „Við erum stolt af því hve hratt og vel uppsetning sóttkvíarhótelsins gekk. Fyrsti dagurinn fer rólega af stað en við erum tilbúin fyrir komandi gesti sem mun að öllum líkindum fjölga hratt. Ég er ánægð með hótelið sem hentar þessari breyttu starfsemi vel og við erum heppin með öflugan og góðan hóp starfsfólks,“ er haft eftir Áslaugu Ellen í tilkynningu. „Ég held við séum bara eins vel undirbúin og hægt er í þessum aðstæðum og munum gera okkar allra besta til að gera dvöl allra okkar gesta hér sem þægilegasta.“
Samkomubann á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Tengdar fréttir Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor Innlent 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Kostnaður vegna reglna á landamærum íþyngjandi fyrir námsmenn: „Þetta getur hlaupið á hundrað þúsund kalli“ Kostnaður vegna sóttvarnaaðgerða á landamærum getur verið verulega íþyngjandi fyrir íslenska námsmenn erlendis sem hyggjast koma heim að mati Samtaka íslenskra námsmanna erlendis. Samtökin vonast til að eiga samtal við heilbrigðisráðuneytið um leiðir til að draga úr kostnaði fyrir þá sem standa verr fjárhagslega. 1. apríl 2021 12:00
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59