Ísland tapaði sannfærandi 3-0 fyrir þýska liðinu í Duisburg í síðustu viku og þeir þýsku unnu einnig 1-0 sigur á Rúmenum um helgina.
Það bjuggust því flestir við auðveldum sigri þýska liðsins er Norður Makedónía kom í heimsókn en annað kom á daginn. Norður Makedónía hafði betur 2-1.
Þetta var fyrsta tap Þjóðverja í undankeppni HM síðan 2001 er liðið tapaði 5-1 fyrir Englandi. Í tuttugu ár hefur liðið ekki tapað heimaleik í undankeppni HM.
Síðan þá hafa þeir unnið þrjátíu leiki og gert fimm jafntefli í undankeppni HM en Norður Makedónía er í 65. sæti heimslistans.
Þetta setur allt upp í loft í riðli okkar Íslendinga.
Germany have lost their first World Cup qualifier since they lost 5-1 to England in 2001.
— Squawka Football (@Squawka) March 31, 2021
A shock result in Duisburg. https://t.co/civuEgnrDV