Mosfellingurinn kvaðst nokkuð sáttur með frammistöðu íslenska liðið en sagði að það hefði sofið á verðunum í mörkunum tveimur sem Frakkar skoruðu.
„Við fengum á okkur mark snemma en við gerðum samt vel í að halda áfram allan leikinn. Við gáfum Frökkum góðan leik en auðvitað hefði ég viljað gera betur í mörkunum sem við fengum á okkur,“ sagði Róbert sem var ekki viss hvort hann hefði spilað leikmann Frakka réttstæðan í fyrra marki þeirra.
„Það er það eina sem ég er ósáttur með en heilt yfir fannst mér þetta ganga vel hjá okkur í dag,“ sagði Róbert.
Hann hefði viljað gera betur á EM en Ísland tapaði öllum þremur leikjunum sínum.
„Við höfðum fulla trúa á okkur sjálfum og ætluðum okkur sigur í þessum leikjum þótt það hafi ekki gengið eftir. Það er mikilvægt að við lærum af því sem fór úrskeiðis og við erum reynslunni ríkari fyrir komandi verkefni,“ sagði Róbert.