Tveir bólusettir greinst með breska afbrigðið á Íslandi Nadine Guðrún Yaghi skrifar 31. mars 2021 19:32 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir landsmenn þurfa að búa sig undir fjölgun tilfella. Vísir/vilhelm Tvö tilvik hafa komið upp þar sem bólusettir einstaklingar hafa greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar á Íslandi. Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Átta greindust með kórónuveiruna innanlands í gær, þar af voru fimm voru utan sóttkvíar. Ekki er hægt að sjá tengsl milli þeirra fimm einstaklinga sem greindust utan sóttkvíar og á upplýsingafundi dagsins kom fram að þetta væri merki um að ekki væri búið að ná utan um það samfélagssmit sem er í gangi. „Við þurfum að vera undir það búin að við fáum fjölgun á tilfellum því veiran er komin út í samfélagið og við vitum aldrei hversu mikil útbreiðslan er,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Samkvæmt upplýsingum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra er búið að hafa samband við alla sem þurfa að fara í sóttkví vegna þeirra fimm sem voru utan sóttkvíar. Ekki er þó vitað hvar þeir smituðust. Þórólfur segir að bólusetning gangi vel og útlit sé fyrir að framleiðendur muni auka sendingar til Íslands á næstunni. Í lok apríl verði komið bóluefni fyrir 80 þúsund manns miðað við fulla bólusetningu. „Það er mjög ánægjulegt og vonandi munu bólusetningar ganga hratt fyrir sig á næstu vikum og mánuðum,“ segir Þórólfur. Þá gerði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bólusetningar að umræðuefni í því sem mætti kalla páskapistli sínum á Facebook. Henni telst til að í lok júní verði komið hingað til lands bóluefni fyrir 240 þúsund manns. Nú hafa hins vegar tveir bólusettir einstaklingar greinst með breska afbrigði kórónuveirunnar. Þórólfur segir að bólusetning veiti aldrei hundrað prósent vörn. Bóluefnin séu þó góð til að koma í veg fyrir alvarleg veikindi. „Við vitum ekki hvort bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í sig og borið með sér þó þeir veikist ekki alvarlega og þannig smitað aðra og við erum allavega með tvö dæmi þess núna að bólusettir einstaklingar geti fengið veiruna í nefkokið. Við vitum ekki nákvæmlega hver smithættan er en það er mikilvægt að vera á varðbergi,“ segir Þórólfur. Annar hinna bólusettu einstaklinga, sem fékk veiruna, sé einkennalaus en hinn með væg einkenni. Þetta sé áhyggjuefni og sýni mikilvægi þess að þeir sem komi til landsins með vottorð um bólusetningu séu skimaðir en frá og með morgundeginum verður það raunin. „Til þess að tryggja það að við séum ekki að fá veiruna hér inn með bólusettum einstaklingum,“ segir Þórólfur. Uppfært: Upphaflega kom fram í fréttinni að tveir bólusettir einstaklingar hafi flutt breska afbrigði veirunnar með sér til landsins. Hið rétta er að annar einstaklinganna sem um ræðir var erlendur ferðamaður sem kann að hafa smitast af fjölskyldu sinni annað hvort hér á landi eða á leiðinni til landsins. Hinn einstaklingurinn er Íslendingur sem smitaðist innanlands.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bólusetningar Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Gerðu loftárásir á báða bóga Erlent Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2 Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira