Navalní í hungurverkfall í fangelsinu Kjartan Kjartansson skrifar 31. mars 2021 17:43 Stjórnarandstaðan í Rússlandi hefur boðað stærstu mótmæli í sögu landsins til stuðnings Navalní í vor. Stjórnvöld segja slík mótmæli ólögleg en þau veita lítið svigrúm til pólitísks andófs í landinu. Vísir/EPA Alexei Navalní, einn helsti stjórnarandstæðingur Rússlands, hóf hungurverkfall til að þrýsta á fangelsisyfirvöld að sjá honum fyrir læknisaðstoð. Hann er sagður þjást af bráðum verkjum í baki og fótleggjum. Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín. Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Yfirvöld í IK-2 fanganýlendunni um hundrað kílómetrum austur af Moskvu þar sem Navalní er haldið sögðu í síðustu viku að heilsa hans væri stöðug og ásættanleg. Nokkrir læknar birtu aftur á móti opið bréf á sunnudag þar sem þeir kröfðust þess að Navalní fengi alvöru læknismeðferð. Þeir óttist að hann gæti misst tilfinningu í fótum varanlega. Navalní segist aðeins hafa fengið almenna verkalyfið íbúprófín og smyrsli við miklum bakverk sem dreifði sér í báða fótleggi hans. Hann krefst þess nú að fá að hitta lækni. Þangað til það gerist verði hann í hungurverkfalli, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Hann hefur einnig lýst illri meðferð fangavarða í fangelsinu. Þeir veki hann á klukkutíma fresti allar nætur. Líkti Navalní því við pyntingar. Rússnesk stjórnvöld létu handtaka Navalní þegar hann sneri heim frá Þýskalandi í janúar. Þar hafði hann dvalist um nokkurra mánaða skeið eftir að eitrað var fyrir honum um borð í flugvél í Rússlandi. Navalní og vestrænar þjóðir hafa sakað Vladímír Pútín Rússlandsforseta um að hafa látið eitrað fyrir honum. Því neita stjórnvöld í Kreml. Navalní var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi þar sem hann var talinn hafa rofið skilorð þegar hann gaf sig ekki reglulega fram við rússnesk yfirvöld á meðan hann lá í dái í Þýskalandi. Vestræn ríki hafa krafist þess að rússnesk stjórnvöld láti Navalní lausan. Talið er að eitrað hafi verið fyrir Navalní með sovéska taugaeitrinu novichok. Rússneskum fyrrverandi njósanara var byrlað sama eitur í bænum Salisbury á Englandi árið 2018. Bresk stjórnvöld telja að rússnesk stjórnvöld hafi staðið að tilræðinu. Fjöldi stjórnarandstæðinga, andófsfólks og blaðamanna hefur látið lífið við voveiflegar aðstæður eða verið fangelsað í um tveggja áratuga langri forsetatíð Pútín.
Rússland Eitrað fyrir Alexei Navalní Tengdar fréttir Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30 Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Bílbruni í Hafnarfirði og á Lynghálsi Innlent Heitavatnslaust í öllum Grafarvogi Innlent Alþjóðlegir nemendur áhyggjufullir vegna tafa á afgreiðslu dvalarleyfa Innlent Fleiri fréttir Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Sjá meira
Fjöldi stjórnarandstæðinga handtekinn í Rússlandi Rússnesk yfirvöld handtóku um 150 manns á ráðstefnu stjórnarandstöðu- og óháðra stjórnmálamanna í Moskvu í dag. Þeir eru sakaðir um að tilheyra „óæskilegum“ samtökum. Á meðal þeirra eru nokkrir leiðtogar stjórnarandstöðunnar í landinu. 13. mars 2021 13:30
Navalní sagður fluttur á óþekktan stað Lögmenn Alexei Navalní, rússneska stjórnarandstöðuleiðtogans, segja að yfirvöld hafi flutt hann úr fangelsi þar sem honum hefur verið haldið undanfarnar vikur á óþekktan stað. Mögulegt er að Navalní hafi verið fluttur í fanganýlendu þar sem hann á að afplána fangelsisdóm sem hann hlaut. 12. mars 2021 14:10