Löggan þarf að vera nett á Instagram eins og allir aðrir Tinni Sveinsson skrifar 2. apríl 2021 13:55 Lögreglan grínaðist á Instagram í kringum þátttöku Hatara í Eurovision. Eins og margir vita heldur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu út vinsælum Instagram-reikningi sem vakið hefur athygli langt út fyrir landsteinana. Á Instagram-reikningi sínum bregður lögreglan oft á leik og tekur sig ekki of alvarlega. En er hægt að rýna eitthvað frekar í það þegar opinberar valdastofnanir notfæra sér samfélagsmiðla? Þessa dagana er verið að gefa út þáttaröðina Stofuhiti á streymisveitunni Stöð 2+. Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni. Í nýjasta þættinum, sem einkum fjallar um áhrif tæknibreytinga á samfélagsgerð okkar, tekur Bergur Ebbi Instagram-reikning lögreglunnar sem dæmi um þróun sem ekki sér fyrir endann á. Klippa: Stofuhiti - Lögreglan á Instagram Hver setur þessar reglur? Á samfélagsmiðlum virðast gilda óskráðar reglur sem byggjast á því að notendur skuli þóknast sem flestum, deila sem mestu og almennt „ vera nettir" eins og Bergur Ebbi kemst að orði í þættinum. „Við erum öll að spila eftir reglum um að vera nett, við missum völdum ef við erum of ströng. En ef löggan þarf líka að spila eftir þessum reglum, hver í ósköpunum er þá að setja okkur þessar reglur? Því vanalega eru þannig að löggan þarf ekki að lúta neinum reglum nema reglum yfirvalda. En nú er það ekki lengur þannig," segir Bergur Ebbi. Nýr þáttur af Stofuhita kemur út á miðnætti á miðvikudögum. Leikstjóri er Magnús Leifsson. Áskrifendur geta horft á þá á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Tækni Samfélagsmiðlar Lögreglan Stofuhiti Tengdar fréttir Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Á Instagram-reikningi sínum bregður lögreglan oft á leik og tekur sig ekki of alvarlega. En er hægt að rýna eitthvað frekar í það þegar opinberar valdastofnanir notfæra sér samfélagsmiðla? Þessa dagana er verið að gefa út þáttaröðina Stofuhiti á streymisveitunni Stöð 2+. Bergur Ebbi Benediktsson er þáttastjórnandi og er þáttunum lýst sem hugmyndaferðalagi um mörk mennsku og tækni. Í nýjasta þættinum, sem einkum fjallar um áhrif tæknibreytinga á samfélagsgerð okkar, tekur Bergur Ebbi Instagram-reikning lögreglunnar sem dæmi um þróun sem ekki sér fyrir endann á. Klippa: Stofuhiti - Lögreglan á Instagram Hver setur þessar reglur? Á samfélagsmiðlum virðast gilda óskráðar reglur sem byggjast á því að notendur skuli þóknast sem flestum, deila sem mestu og almennt „ vera nettir" eins og Bergur Ebbi kemst að orði í þættinum. „Við erum öll að spila eftir reglum um að vera nett, við missum völdum ef við erum of ströng. En ef löggan þarf líka að spila eftir þessum reglum, hver í ósköpunum er þá að setja okkur þessar reglur? Því vanalega eru þannig að löggan þarf ekki að lúta neinum reglum nema reglum yfirvalda. En nú er það ekki lengur þannig," segir Bergur Ebbi. Nýr þáttur af Stofuhita kemur út á miðnætti á miðvikudögum. Leikstjóri er Magnús Leifsson. Áskrifendur geta horft á þá á sjónvarpsvef Stöðvar 2.
Tækni Samfélagsmiðlar Lögreglan Stofuhiti Tengdar fréttir Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36 Mest lesið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Sögulegt parhús í Hlíðunum Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara strax og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur „Og ég varð snargeðveikur“ Sjá meira
Löggan komin á Instagram Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu tilkynnti í dag að hér eftir yrðu þeir virkir á Instagram, sem er ljósmyndaforrit sem notað er á snjallsímum. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var í ár tilnefnd til alþjóðlegra verðlauna fyrir notkun á samfélagsmiðlum og með innreið sinni á Instagram bætir hún enn í vopnabúr sitt á þeim vígvelli. 8. ágúst 2012 17:19
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu höfðar til heimsins Tugþúsundir manna víða um heim fylgjast með daglegum störfum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Ástæðan er virkni laganna varða á samskiptamiðlum, en lögreglumenn telja mikilvægt að gera starfstéttina aðgengilegri almenningi með þessum hætti. 22. september 2014 17:36