Raunar er hann nýsnúinn aftur heim eftir að hafa sótt sérstakt námskeið í Delaware sem átti að venja hann af þeim ósið að glefsa í fólk.
Major er annar af tveimur hundum forsetahjónanna sem björguðu þeim úr hundaskýli fyrir nokkrum árum en til stóð að lóga þeim.
Biden segir að Major sé góður hundur en að honum gangi illa að venjast nýja heimilinu og öllu því fólki sem streymir í gegnum Hvíta húsið á hverjum degi.
Hinum hundinum, Champ, sem er eldri, hefur gengið betur að aðlagast enda varði hann miklum tíma í Hvíta húsinu þegar Joe Biden var varaforseti í tíð Baracks Obama sem Bandaríkjaforseta.