„Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. mars 2021 18:57 Gylfi Þór Þorsteinsson, forstöðumaður farsóttarhúsa, segir að hafa þurfi hraðar hendur til að breyta Fosshóteli í Reykjavík í farsóttarhús. Gott hefði verið að fá meiri fyrirvara, en tilkynnt var í dag að fólk sem ferðast hingað til lands frá svokölluðum rauðum svæðum þurfi í farsóttarhús frá og með 1. apríl. „Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
„Við vorum bara að taka við húsinu núna, þannig að nú hefst undirbúningurinn á fullu. Hér er ég búinn að boða hersingu manna klukkan átta í fyrramálið til þess að byrja að setja upp það sem við þurfum. Okkar búnað og annað,“ segir Gylfi Þór. Rætt var við hann í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir að meirihluti húsnæðisins verði nýttur, þó einhverjir veislusalir og fundarsalir komi líklega ekki að notum. „Að öðru leyti munum við nýta húsið allt saman, öll herbergin. Hérna verður það þannig að fólk sem kemur frá þessum dökkrauðu löndum og þarf að vera í skimunarsóttkví verður hér og mun að öllum líkindum vera hér þar til sýnatöku lýkur, sem vonandi verður gerð hér líka.“ Nú hefst vinna við að breyta Fosshótel Reykjavík í farsóttarhús.Vísir/Egill Strax fyrsta apríl er von á þremur flugvélum hingað til lands frá rauðum svæðum. Um er að ræða flug frá Amsterdam í Hollandi, Stokkhólmi í Svíþjóð og Varsjá í Póllandi. Gylfi segir að bregðast þurfi hratt við ef húsið fyllist. „Það er verið að skoða þá möguleika, hvað gerist þegar þetta hús fyllist og ef það fyllist. Við vitum það ekki. Það getur vel verið að einhverjir hætti við að koma til landsins við þessar fréttir, að þurfa að vera á sóttkvíarhóteli þennan tíma. Það verður bara að koma í ljós, en við munum bregðast við,“ segir Gylfi. Hann bætir því þá við að vinna þurfi hratt, þar sem lítill tími sé til stefni. Gott hefði verið að fá meiri tíma, en því var ekki að þakka. „Það þarf að vinna mjög hratt. Þetta er eins og ég segi alltaf: Það er allt hægt, en hið ómögulega tekur aðeins lengri tíma. Við hefðum viljað aðeins lengri tíma, en svona er þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Reykjavík Félagasamtök Tengdar fréttir Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36 Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48 Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59 Mest lesið Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Rak nefndina sem átti að taka fyrir viðhafnarsalinn og sigurbogann Erlent Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Fleiri fréttir Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Sjá meira
Fosshótel Reykjavík verður sóttkvíarhótel Rauði krossinn hefur fallist á beiðni stjórnvalda um umsjá nýs sóttkvíarhótels sem verður opnað vegna hertra sóttvarnarráðstafana á landamærum sem taka gildi á fimmtudaginn. 30. mars 2021 15:36
Fylgja því eftir að fólk skili sér í farsóttarhús og kanna hvaðan fólk er að koma Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá flugstöðvardeild Lögreglunnar á Suðurnesjum segir undirbúning starfsemi á Keflavíkurflugvelli fyrir gildistöku nýrrar reglugerðar um farsóttarhús 1. apríl ganga ágætlega. 30. mars 2021 17:48
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30. mars 2021 12:59