Persónuvernd tók stöðu með seljanda sem segir Bland.is hafa blekkt sig Eiður Þór Árnason skrifar 29. mars 2021 12:55 Rekstraraðili Bland.is taldi sig hafa hafa upplýst notendur sína fyllilega um nýtingu upplýsinganna. Vísir/HÞ Rekstraraðila Bland.is var óheimilt að afla sér afla sér upplýsinga um heimilisfang seljenda og birta póstnúmer hans samhliða auglýsingu sem hann birti á söluvefnum. Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum. Persónuvernd Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira
Þetta er niðurstaða Persónuverndar sem segir vinnsluna ekki hafa samrýmst persónuverndarlögum. Hefur Wedo ehf. sem rekur söluvefinn Bland.is verið gert að stöðva vinnslu upplýsinga um heimilisföng notenda og er félaginu óheimilt að hefja hana aftur fyrr en staðfest sé að hún uppfylli skilyrði laganna. Sagði Bland.is hafa blekkt sig Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að málið hafi byrjað með kvörtun seljenda sem barst Persónuvernd í janúar 2020. Þar sagði að við skráningu á Bland.is hafi kvartandi þurft að auðkenna sig með kennitölu og bankareikningi sem, samkvæmt kvörtun, átti að eyða eftir auðkenningu. Í kvörtun segir að þessar upplýsingar hafi verið nýttar til að afla frekari upplýsinga um kvartanda, þar á meðal upplýsinga um heimilisfang hans og að þær upplýsingar hafi verið birtar með auglýsingu hans á Bland.is. Að mati seljandans var þeim persónuupplýsingum safnað án heimildar, hann blekktur til að útvega þær á fölskum forsendum og þeim bætt við auglýsinguna án hans vitundar. Fólk vilji vita hvort varan sé í Vestmannaeyjum Í svari Wedo ehf. til Persónuverndar segir að þegar notendur auðkenni sig á sölusíðunni Bland.is fletti félagið upp heimilisfangi notanda í þjóðskrá. Þetta sé gert í þeim tilgangi að þjóna betur því milligönguhlutverki sem Bland.is gegnir í söluviðskiptum. Þetta sé gert með því að setja póstnúmer seljanda við vörur sem settar eru í sölu, enda sé það kaupanda í hag að vita hvar á landinu söluaðili er staðsettur, það er hvort varan sé staðsett í Garðabæ eða í Vestmannaeyjum. Í svari félagsins er vísað til persónuverndarstefnu þess, þar sem segir að meðal upplýsinga sem félagið safni um notendur sína séu tengiliðaupplýsingar, þar á meðal nafn, kennitala og heimilisfang. Telur Wedo ehf. að með hliðsjón af framangreindu hafi félagið fengið samþykki notanda til að birta póstnúmer hans á vefnum og segir auk þess að kjósi notandi að gefa ekki upp póstnúmer geti hann eytt heimilisfangi úr notendastillingum. Notandinn ekki upplýstur nægilega vel um vinnsluna Öll vinnsla persónuupplýsinga verður að falla undir eitthvert af heimildarákvæðum persónuverndarlaga og telur Persónuvernd að tvær vinnsluheimildir komi til greina í þessu samhengi. Í úrskurðinum segir að ekki verði talið að heimild kvartanda til að fjarlægja heimilisfang í notendastillingum sínum eftir á uppfylli skilyrði fyrri heimildarinnar, en hún er á þá leið á þá leið að aðilar þurfi að fá samþykki fyrir vinnslu persónuupplýsinga frá notendum með sérstakri aðgerð. Þá taldi stofnunin sig ekki hafa forsendur til að leggja mat á það hvort vinnslan væri leyfileg á grundvelli þess að hún væri nauðsynleg til að gæta lögmætra hagsmuna. „Einnig verður ekki talið að samþykkisyfirlýsing sú sem Wedo ehf. býður upp á uppfylli skilyrði þess að vera upplýst þar sem félagið aflaði tengiliðaupplýsinga úr þjóðskrá, en í persónuverndarstefnu segir að tengiliðaupplýsinga verði aflað frá notendum, auk þess sem samþykkið var ekki afmarkað og sérgreint frá öðrum vinnsluaðgerðum sem fóru fram í öðrum tilgangi.“ Út frá því komst Persónuvernd að þeirri niðurstöðu að öflun Wedo ehf. á persónuupplýsingum um heimilisfang notanda og birting á póstnúmeri hafi ekki samrýmst ekki persónuverndarlögum.
Persónuvernd Mest lesið „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tugmilljarða hagsmunir í húfi Viðskipti innlent Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Viðskipti innlent Kjarninn farinn úr Heimildinni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Sjá meira