Ástand annarra smitaðra um borð telst öruggt. Flutningur mannsin var framkvæmdur í samræmi við fyrirfram ákveðið skipulag og gekk það snuðrulaust fyrir sig samkvæmt færslu lögreglunnar á Austurlandi á Facebook. Aðgerðastjórn á Austurlandi telur ekki ástæðu til að óttast dreifingu smits vegna flutningsins.
Tilkynning frá aðgerðastjórn á Austurlandi, COVID-19 Fimm eru enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita....
Posted by Lögreglan á Austurlandi on Sunday, March 28, 2021
Þeir skipverjar um borð sem enn hafa ekki greinst með smit verða skimaðir á morgun í þriðja sinn frá komu skipsins il landsins þann 20. mars síðastliðinn. Niðurstaða úr skimuninni ætti að liggja fyrir seinni partinn á morgun eða á þriðjudag.
Þá eru fimm enn í einangrun á Austurlandi vegna landamærasmita.