Innlent

Kári ræðir stöðu far­aldursins og bólu­efni á Sprengi­sandi

Sylvía Hall skrifar
Kári Stefánsson fer yfir stöðu mála á Sprengisandi í dag.
Kári Stefánsson fer yfir stöðu mála á Sprengisandi í dag. Vísir/Vilhelm

Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, verður gestur Kristjáns Kristjánssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í dag. Farið verður yfir stöðu kórónuveirufaraldursins, bóluefni og skort á þeim sem og mismunandi afbrigði veirunnar.

Sprengisandur er á dagskrá á Bylgjunni frá klukkan 10 til 12 í dag.

Næstur í röðinni er Egill Almar Ágústsson, sérfræðingur í flugrekstri, en hann er fyrrverandi starfsmaður Wow air og Icelandair. Nýverið hefur hann skrifað þrjár greinar í Viðskiptablaðið um rekstur Icelandair og framtíð félagsins, sem hann segir þyrnum stráða ef rekstrarkostnaður þess verði ekki lækkaður.

Þá verður pólitíkin á sínum stað, en þau Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir og Kolbeinn Óttarsson Proppé munu fara yfir víðan völl, til að mynda hvort ríkisstjórnin hafi í raun „klúðrað“ kaupum á bóluefni.

Að lokum verður rætt við Ragnheiði Magnúsdóttur, formann stjórnar Tækniþróunarsjóðs. Hún mun fara yfir tækniframfarir og hvort vélmenni muni koma til með skipta út starfsfólki margra stétta í framtíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×