Áfengisnotkun á gossvæðinu veldur lögreglu áhyggjum Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 27. mars 2021 20:00 Ásmundur Rúnar Gylfason er aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild hjá lögreglustjóranum á Suðurnesjum. STÖÐ2 Aðstoðaryfirlögregluþjónn á Suðurnesjum brýnir fyrir fólki að vera ekki undir áhrifum áfengis við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Lokað er fyrir umferð að gossvæðinu vegna vonskuveðurs. Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Áætlað er að um átta þúsund manns hafi verið við gosstöðvarnar í gærkvöldi og nótt enda var veðrið með fínasta móti. Eitthvað var um óhöpp á svæðinu. „Það var þarna aðili sem snéri sig á fæti sem er viðbúið í þessu landslagi sem þarna er og svo annar aðili sem féll á andlitið, þannig við brýnum fyrir fólki að vera vel klætt og vel skóað þegar það leggur af stað,“ sagði Ásmundur Rúnar Gylfason, aðstoðaryfirlögregluþjónn í almennri deild lögreglustjórans á Suðurnesjum. Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma. „Það fór í gang skipulögð leit, leitin bar svo árangur um fimmleytið en konan fannst í Grindavík. Hún hafði skilað sér þangað þannig að allt fór það bara mjög vel.“ Leitað var að konu á svæðinu í nótt sem skilaði sér ekki til baka á tilætluðum tíma.Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Svæðið lokað og staðan endumetin á morgun Lokað var fyrir umferð um Suðurstrandaveg að gossvæðinu sem og um gönguleið að svæðinu klukkan eitt í dag vegna versnandi veðurskilyrða. Búast má við allt að 25 metrum á sekúndu í kvöld og er appelsínugul viðvörun í gildi. „Suðurstrandarvegur verður opinn fyrir þá umferð sem þarf um hann að fara. Þannig að ef umferð þarf nauðsynlega að fara um veginn þá verður henni hleypt framhjá lokun,“ sagði Ásmundur. Staðan verður endurmetin í fyrramálið. Eldgos í Geldingadöluml á Reykjanesi.Vilhelm Gunnarsson Töluvert hefur verið um rusl og áfengisneyslu á svæðinu. Lögregla vill brýna fyrir fólki að fara með gát. „Við höfum haft spurnir af því að í gærkvöldi og nótt hafi borið svolítið á því að fólk hafi haft áfengi um hönd. Við viljum beina þeim tilmælum til fólks að þetta fari ekki saman að menn séu að fara í fjallgöngu að vetri til þar sem veður getur snögglega breyst og vera undir áhrifum áfengis að það fari ekki saman.“ Eins vill hann biðla til fólks að taka rusl með sér aftur til baka frá svæðinu. „Það hefur aðeins borið á því að fólk hafi verið að kasta rusli þarna. Það viljum við ekki sjá,“ sagði Ásmundur.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52 Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Sjá meira
Appelsínugular viðvaranir og vegum lokað Appelsínugul viðvörun er í gildi vegna veðurs á Suðurlandi, Suðausturlandi, Vestfjörðum, Faxaflóa og Breiðafirði. Þá er gul veðurviðvörun í gildi á Höfuðborgarsvæðinu, Ströndum og norðurlandi vestra, Austfjörðum og miðhálendinu. 27. mars 2021 17:52
Hálka og slæm færð á leið að gosinu: „Mannbroddafæri þarna upp að“ Áætlað er að þúsundir hafi verið saman komnar í gærkvöldi og í nótt við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Eitthvað hefur verið um slys á svæðinu. Fólk hefur snúið sig eða dottið, enda afar hált á svæðinu og það erfitt yfirferðar. 27. mars 2021 11:32