Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 13:40 Páll Valur hefur látið tattúvera yfir Samfylkingarmerkið en er enn með merki Bjartrar framtíðar á upphandleggnum. „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021 Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021
Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira