Löngu búinn að láta tattúa yfir Samfylkingarmerkið Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. mars 2021 13:40 Páll Valur hefur látið tattúvera yfir Samfylkingarmerkið en er enn með merki Bjartrar framtíðar á upphandleggnum. „Ég er löngu búinn að láta tattúa yfir það!“ svarar Páll Valur Björnsson, spurður að því hvort hann hyggist láta fjarlægja Samfylkingar-merkið af framhandlegg sínum eftir að hafa verið hafnað við uppstillingu á lista flokksins í Suðurkjördæmi. Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021 Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira
Það var Fjölnir Geir Bragason, Fjölnir „tattú“, sem skreytti Pál með Samfylkingarmerkinu árið 2017. Þá var hann fyrir með skammstöfunina SÁÁ, eftir að hann fór í meðferð hjá samtökunum, æðruleysisbænina, nafn Vopnafjarðarbæjar, þar sem hann ólst upp í bænum, og mynd af Alþingishúsinu. Svona svo eitthvað sé nefnt. Merki Bjartrar framtíðar lét hann húðflúra á sig þegar hann var þingmaður flokksins. En nýja flúrið, sem fór ofan á Samfylkingarmerkið, var ekki sett þar vegna óvildar í garð flokksins. „Nei, ég sá strax eftir því. Það var svo stórt!“ Þá bendir Páll á að hann sé enn bæjarfulltrúi flokksins í Grindavík og sé ekkert á leiðinni að „rjúka úr Samfylkingunni með látum“. Hann, og fleiri, séu hins vegar alls ekkert sáttir við það hvernig raðað var á lista fyrir þingkosningarnar í haust. „Við vorum fjögur sem gáfum kost á okkur opinberlega en í annað sætið er verið að sækja fólk sem var tilnefnt en var ekki endilega að sækjast eftir því,“ nefnir Páll sem dæmi. Hann hafi verið spurður hvort umleitan hans eftir fyrsta eða öðru sæti væri bindandi og hann svarað já. „Ég hafði mikinn metnað til að ráðast í þetta verkefni og gera vel,“ segir hann. Honum hefði hins vegar verið hafnað. „En ég er hokinn af reynslu þegar kemur að höfnun,“ segir Páll léttur í bragði og bendir á að hann hafi verið síðasti þingmaðurinn til að detta inn morguninn eftir þingkosningarnar 2013. „Svo var ég í fótboltanum líka,“ bætir hann við. „Ég kann alveg að tapa.“ Jæja þá liggur það ljóst fyrir að ég mun ekki skipa sæti á lista Samfylkingarinnar hér í Suðurkjördæminu góða. Ég tók þá...Posted by Páll Valur Björnsson on Wednesday, March 24, 2021
Alþingiskosningar 2021 Húðflúr Samfylkingin Mest lesið Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Innlent Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Innlent Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Innlent Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Erlent Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innlent Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Innlent Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Innlent Fleiri fréttir Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Ætlar að efna til umræðu um tjáningarfrelsi eftir mótmælin í HÍ Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Ragna og Rögnvaldur ráðin aðstoðarrektorar Gefur ekkert upp um breytta forgangsröðun jarðgangna Vinstribeygja inn á Bústaðaveg gæti heyrt sögunni til „Augljóst að bæst hefur við íbúa“ Mögulega þúsundir glæpamanna nýtt þjónustuna: „Ísland er misnotað í svona málum“ Alþjóðlegt peningaþvætti á Íslandi, hitakosningar og í beinni frá EM Stytta þurfi sumarfrí barna um að lágmarki tvær vikur Sá blóðugan mann hlaupa út og árásarmanninn á eftir honum Boðar fyrstu samgönguáætlunina í fimm ár á haustþingi Bein útsending: Innviðaþing 2025 - Sterkir innviðir – sterkt samfélag Leysti út lögmannsréttindin: Fer í sjálfstæðan rekstur en heldur eftirlaununum Komu göngumanni til bjargar við Lakagíga Þvættuðu milljarða af illa fenginni rafmynt á Íslandi Játning á borðinu í umfangsmestu þjófnuðum seinni tíma Innbrot og menn til ama á útivistarsvæði Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Sjá meira