Hvað eiga skógrækt og pizzur sameiginlegt? Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 26. mars 2021 20:43 Hæstu trén á Snæfoksstöðum í Grímsnesi eru orðin vel yfir tuttugu metrar. Við grisjun eru trjábolirnir sagaðir í sundur í nýju vélinni og viðarkubbar verða til, sem eru m.a. notaðir á Pizzastöðum landsins. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Klifur“ er nafni á nýrri vél fyrir skógræktarfélög landsins en hún klífur trjáboli til að búa til eldivið. Viðurinn er mjög vinsæll á pizzastöðum landsins. Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Snæfoksstaðir í Grímsnesi er stórt og mikið skógræktarsvæði í eigu Skógræktarfélags Árnesinga. Mikið hefur verið grisjað í skóginum undanfarin ár, sem þýðir að mikið af trjábolum verða til. Þeir eru nú settir í nýja vél, sem félagið var að kaupa frá Finnlandi en vélin er sú eina sinnar tegundar á Íslandi. Hún kallast „Klifur“ því hún er notuð til að kljúfa trjáboli. „Vélin er fullkomin og krefst lítils mannafla og við erum svo heppin að eiga inniaðstöðu á Snæfoksstöðum þannig að þarf nánast aldrei að fara út með þessa vél. Við tökum timbrið úr skóginum í vélina, svo í grindur og þurrkum inni,“ segir Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga. Kjartan Ólafsson, formaður Skógræktarfélags Árnesinga.Magnús Hlynur Hreiðarsson En hvað er gert við við afurðina, sem kemur úr vélinni? „Afurðin er seld en það er mikið af pizzastöðum, sem kaupa og síðan fer þetta sem arinviður hjá sumarbústaðaeigendum og íbúðarhúsum. Pizzastaðirnir sumir hverjir eru með eldbakaðar pizzur og þá nota þeir mikinn eldivið,“ segir Kjartan. Bergur Þór Björnsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Árnesinga að koma með trjábol í nýju vélina.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kjartan segir að nýja vélin sé mjög afkastamikil og eigi eftir að margborga sig fyrir félagið. „Á næstu tíu til fimmtán árum verður gríðarlega mikil viðarframleiðsla á Íslandi og við þurfum að koma þeirri framleiðslu auðvitað í not, gera verðmæti úr þessari miklu viðarframleiðslu, sem er að koma í gagnið hérna“, segir Kjartan enn fremur. Nýja vélin var keypt frá Finnlandi og hefur reynst einstaklega vel.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Grímsnes- og Grafningshreppur Skógrækt og landgræðsla Landbúnaður Mest lesið Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Innlent Fengu ekki lendingarleyfi í París: „Maður er alveg miður sín yfir þessu“ Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira