Opinbert bréf til Þórólfs Guðnasonar sóttvarnarlæknis Íslands Sigrún Eiríksdóttir skrifar 26. mars 2021 15:30 Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Leikskólar Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Sjá meira
Kæri Þórólfur. Það voru þung skerf sem ég tók á leið í vinnuna í gærmorgun. Ég var að undirbúa mig undir að standa á móti starfsfólki mínu og útskýra fyrir þeim af hverju við værum kölluð til vinnu þrátt fyrir að öllum öðrum skólastigum væri lokað. Þegar ég horfi eitt ár til baka var allt annað upp á teningnum. Ég trúði því að ég væri að leggja mitt af mörkum og hélt eldræður yfir starfsfólkinu til þess að blása þeim byr í brjóst og það tókst því ég trúði hverju einasta orði sem ég sagði. Ég var stolt af því að leggja mitt af mörkum var til í að vinna alla vikuna til þess að starfsfólk spítala gæti sinnt sínu og séð um þá sem að væru sem veikastir. Ég meira að segja varði þá ákvörðun á öllum þeim kennarasíðum á samfélagsmiðlum sem ég hafði aðgang að eins og einhver útsendari Almannavarna… en ekki núna. Ári seinna eftir ótrúlega erfitt ár hjá okkur leikskólastarfsfólki skil ég ekki og næ því miður ekki utan um þessa ákvörðun og eru fyrir því nokkrar ástæður. Þú segir að börn smiti síður en ég er ekki sannfærð… hvernig er hægt að vita það eftir svona stuttan tíma sem þetta afbrigði er búið að vera í gangi? Getur verið að það sé verið að horfa í tölfræði eða er búið að gera annarskonar rannsóknir á börnum sem hafa verið í kringum breska afbrigðið? Þetta vitum við ekki og mér finnst við eiga skilið að fá að vita með skýrum hætti. Eftir að hafa setið fundi og rætt við félaga mína í faginu þá er það algengt að fólk skilji ekki að þessir fimm dagar skipti miklu máli fyrir heilbrigðiskerfið. En fyrir okkur leikskólafólk hefðum við fengið að njóta vafans og sjá hvernig þetta þróast hér á landi fram yfir páska. Einnig er nú búið að bólusetja þá sem að munu vinna með covid-sjúklingum en ekki okkur en samt er ætlast til að við styðjum við þau… í fimm daga. Ég er nokkuð viss um að miðað við hvernig gangurinn er í þessari smitlotu að spítalarnir séu ekki á leið í þrot vegna fimm daga en á meðan erum við skikkuð í vinnu í miklu óvissuástandi. Ég er með starfsfólk sem skilur ekki af hverju börnin þeirra eru ekki í skóla en þau þurfa að vinna í skóla og fara svo heim til barnanna (aftur við erum að tala um annað afbrigði en í fyrra). Ég er með starfsfólk sem er í alvörunni hrætt, skilur þetta ekki og á skilið að fá almennilega útskýringu á þessari ákvörðun að loka ekki fram yfir páska. Ég er ekki sérfræðingur á sviði veirufræða eða farsótta en annað sem fólk skilur ekki er af hverju var ekki lokað til þess að slíta almennilega þessar smitleiðir því við sjáum ekki að þessir fimm dagar sem við eigum að vera að vinna fyrir heilbrigðiskerfið afsaki það ef eitthvert okkar smitast því nú var tækifæri á að bíða og sjá í ellefu daga… leyfa okkur að njóta vafans. Ég er ekki að sjá að það komi upp gríðarleg vandamál í samfélaginu eins og þú sagðir ef við mætum ekki í vinnu í fimm dag en ef svo er þá er gott tækifæri fyrir félaga þína í ríkisstjórninni að viðurkenna mikilvægi leikskólastarfs og gera viðeigandi ráðstafanir. Að lokum vil ég þakka þér kærlega fyrir ótrúlega og óeigingjarna vinnu í þessu fáránlega ástandi sem við erum öll að eiga við. Ég vil líka segja að ég ber ómælda virðingu fyrir þér samstarfsfólki þínu en um leið bera fram þá ósk að bæði sóttvarna og menntamála yfirvöld sýndu okkur leikskólafólki virðingu, settu sig mun betur inn í starf leikskóla og sýndu það bæði í orðræðu og gjörðum. Kær kveðja Sigrún Eiríksdóttir leikskólastjóri.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun