Veiran og tekjuvarnir Drífa Snædal skrifar 26. mars 2021 14:30 Mörgum féll allur ketill í eld þegar kynntar voru hertar sóttvarnaraðgerðir í vikunni. Grunnskólar loka fyrr en áætlað var vegna páska og foreldrar þurfa í stærri stíl að vera heima að gæta barna. Það var einkennandi á blaðamannafundinum þegar ráðstafanirnar voru kynntar að fjármálaráðherra fjallaði um stuðning við fyrirtækin en splæsti varla setningu á stöðu heimilanna. Við fáum hins vegar fregnir af því að fólk er sent heim launalaust eða látið taka út frí sem ýmsir hafa nú þegar þurft að ganga hressilega á. Jafnvel heyrist að einhver sveitarfélög skerði laun fólks sem getur ekki annað en verið heima vegna barna. Þá hafa einnig borist fréttir af því að fólk er fært á milli starfa innan sveitarfélaga eða stofnana án samráðs eða samtals. Slíkt er einungis heimilt í almannavarnaskyni en ekki sem almenn aðgerð! Það er ljóst í mínum huga að lög um greiðslur í sóttkví verður að útvíkka þannig að hægt sé að grípa fólk sem situr uppi tekjulaust vegna nýjustu sóttvarnaraðgerðanna. Fjölmörg heimili hafa þegar gengið í gegnum miklar tekjuskerðingar undanfarið ár og fjöldi barnafólks var í þeirri stöðu síðastliðið sumar að hafa notað alla sína orlofsdaga til að vera heima með börnum sínum vegna skerts skóla- og leikskólahalds. Afkomu fólks verður að tryggja og ef það þarf að fara heim til að gæta barna vegna sóttvarnaraðgerða þá þarf að brúa það bil, með nákvæmlega sama hætti og komið er til móts við fyrirtæki. Við gerum þá skýlausu kröfu að sveitarfélög og opinberar stofnanir veiti fólki launað leyfi til að sinna börnum sínum. Aðrir atvinnurekendur eiga að gera slíkt hið sama og þar sem þess er þörf eiga stjórnvöld að styðja við fólk og fyrirtæki til að tryggja að svo sé. Að góðu fréttum vikunnar þá tókst að afstýra því að starfsfólki hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum yrði sagt upp og jafnvel lækkað í launum við yfirfærslu frá sveitarfélögunum til ríkisins. Sú óvissa sem starfsfólkið hefur þurft að búa við undanfarnar vikur er óviðunandi, sérstaklega á krepputímum. Verkalýðshreyfingin hefur þurft að fara mikinn til að benda á þá sjálfsögðu lausn sem nú hefur orðið ofan á. Ríki og sveitarfélög eiga að geta haft samskiptin sín í milli í betra horfi en þetta. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Mest lesið Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Sjá meira
Mörgum féll allur ketill í eld þegar kynntar voru hertar sóttvarnaraðgerðir í vikunni. Grunnskólar loka fyrr en áætlað var vegna páska og foreldrar þurfa í stærri stíl að vera heima að gæta barna. Það var einkennandi á blaðamannafundinum þegar ráðstafanirnar voru kynntar að fjármálaráðherra fjallaði um stuðning við fyrirtækin en splæsti varla setningu á stöðu heimilanna. Við fáum hins vegar fregnir af því að fólk er sent heim launalaust eða látið taka út frí sem ýmsir hafa nú þegar þurft að ganga hressilega á. Jafnvel heyrist að einhver sveitarfélög skerði laun fólks sem getur ekki annað en verið heima vegna barna. Þá hafa einnig borist fréttir af því að fólk er fært á milli starfa innan sveitarfélaga eða stofnana án samráðs eða samtals. Slíkt er einungis heimilt í almannavarnaskyni en ekki sem almenn aðgerð! Það er ljóst í mínum huga að lög um greiðslur í sóttkví verður að útvíkka þannig að hægt sé að grípa fólk sem situr uppi tekjulaust vegna nýjustu sóttvarnaraðgerðanna. Fjölmörg heimili hafa þegar gengið í gegnum miklar tekjuskerðingar undanfarið ár og fjöldi barnafólks var í þeirri stöðu síðastliðið sumar að hafa notað alla sína orlofsdaga til að vera heima með börnum sínum vegna skerts skóla- og leikskólahalds. Afkomu fólks verður að tryggja og ef það þarf að fara heim til að gæta barna vegna sóttvarnaraðgerða þá þarf að brúa það bil, með nákvæmlega sama hætti og komið er til móts við fyrirtæki. Við gerum þá skýlausu kröfu að sveitarfélög og opinberar stofnanir veiti fólki launað leyfi til að sinna börnum sínum. Aðrir atvinnurekendur eiga að gera slíkt hið sama og þar sem þess er þörf eiga stjórnvöld að styðja við fólk og fyrirtæki til að tryggja að svo sé. Að góðu fréttum vikunnar þá tókst að afstýra því að starfsfólki hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum yrði sagt upp og jafnvel lækkað í launum við yfirfærslu frá sveitarfélögunum til ríkisins. Sú óvissa sem starfsfólkið hefur þurft að búa við undanfarnar vikur er óviðunandi, sérstaklega á krepputímum. Verkalýðshreyfingin hefur þurft að fara mikinn til að benda á þá sjálfsögðu lausn sem nú hefur orðið ofan á. Ríki og sveitarfélög eiga að geta haft samskiptin sín í milli í betra horfi en þetta. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun