Gossvæðinu lokað í kvöld Kristín Ólafsdóttir skrifar 25. mars 2021 21:38 Björgunarsveitarmenn við störf á gosstöðvunum. Vísir/Vilhelm Svæðinu við eldgosið í Geldingadal hefur verið lokað í kvöld vegna versnandi veðurs. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu á Suðurnesjum á níunda tímanum. Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Þar segir að veður hafi farið versnandi á svæðinu í kvöld og aðstæður séu erfiðar. Staðan verði metin aftur í fyrramálið. Vegna versnandi veðurs og erfiðra aðstæðna á gossvæðið hefur verið tekin ákvörðun um að loka svæðinu fyrir kvöldið. Ástandið verður endurmetið í fyrramálið.Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Fimmtudagur, 25. mars 2021 „Í kvöld og nótt er alls ekkert útivistarveður á svæðinu við gosstöðina í Geldingardal og því hefur verið ákveðið að loka gönguleiðinni. Í nótt sem leið voru þrír sjúkraflutningar frá svæðinu þar sem ofkæling og meiðsli voru á fólki. Mikil hálka er á gönguleiðinni og hún því erfið yfirferðar, myrkrið gerir aðstæður ekki betri,“ segir í tilkynningu frá almannavörnum nú í kvöld. Veðurspáin í kvöld og í nótt við gosstöðvarnar geri ráð fyrir norðlægri átt, 18-23 m/s með snjókomu, skafrenningi og lélegu skyggni. Snemma í fyrramálið dragi úr vindi og ofankomu og upp úr hádegi verði norðlæg átt 10-15 m/s og úrkomulaust. „Vert er að geta þess að í norðanáttunum berst gasmengun frá gosinu til suðurs yfir Suðurstrandaveg,“ segir í tilkynningu almannavarna. Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum síðustu daga. Í dag var stikuð varaleið meðfram Borgarfjalli eftir að vindur úr norðaustri feykti gasmekki yfir upprunalegu gönguleiðina. Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður á Suðurnesjum sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag að mögulega verði svæðinu lokað undir kvöld vegna óveðurs. Hann biðlaði jafnframt til fólks að hafa í huga að fleiri hættur steðji að en eitraðar gastegundir. Fólk verði að virða nýjar sóttvarnarreglur vegna kórónuveirunnar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Lögreglumál Tengdar fréttir Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57 Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56 Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Birtir myndband af eldgosinu í Geldingadal og sárnar að hafa rétt misst af því Bandaríski leikarinn og stórstjarnan Will Smith birtir í dag myndband af eldgosinu í Geldingadal á Instagram-reikningi sínum og þykir mikið til þess koma. Þá má ætla af færslu Smiths að hann hafi nýlega komið á slóðir eldgossins á Reykjanesi. 25. mars 2021 20:57
Eldgosið gæti staðið lengur en talið var í fyrstu Eldgosið í Geldingadal gæti staðið yfir lengur en í fyrstu var áætlað. Það gæti jafnframt varað í nokkur ár miðað við önnur sambærileg gos. Styrkur gossins hefur smám saman aukist en hraunflæðisspá sýnir að hraunið muni mögulega ná alveg að Stóra-Hrút eftir ellefu daga. 25. mars 2021 18:56
Komu eins og frelsandi englar og báru bíla í burtu Umferðaröngþveiti hefur verið á Suðurstrandarvegi undanfarna daga þar sem hver göngumaðurinn á fætur öðrum hefur mætt til að bera eldgosið í Geldingadal augum. Ástand myndaðist á veginum í gær en þá komu norskir hermenn til bjargar. 25. mars 2021 16:15