AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:52 Eftir tvo skammta er virkni bóluefnisins frá AstraZeneca um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. AP/Matthias Schrader Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira
Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent Fleiri fréttir Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Sjá meira