AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:52 Eftir tvo skammta er virkni bóluefnisins frá AstraZeneca um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. AP/Matthias Schrader Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira