AstraZeneca „gott, virkt og öruggt“ fyrir 70 ára og eldri Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2021 11:52 Eftir tvo skammta er virkni bóluefnisins frá AstraZeneca um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. AP/Matthias Schrader Það verður engin meiriháttar röskun á bólusetningaráætlun yfirvalda vegna AstraZeneca, segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Eina breytingin er sú að heilbrigðisstarfsmenn sem eru yngri en 65 eða 70 ára fá önnur bóluefni. Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira
Þórólfur sagði ákvörðun heilbrigðisyfirvalda um að hefja aftur bólusetningar með AstraZeneca byggði á gögnum frá Bretlandi, Skotlandi og Bandaríkjunum, sem gæfu það til kynna að bóluefnið væri alveg jafn virkt í eldri aldurshópum og hjá yngra fólki. Eftir tvo skammta væri virknin um 85 prósent en um 90 prósent með Pfizer og Moderna. Varðandi aukaverknar hefðu rannsóknir á Norðurlöndunum og í Bretlandi leitt í ljós að blóðsega- og blæðingavandamál kæmu nær engöngu upp hjá einstaklingum yngri en 60 ára og að Svíar og Finnar hefðu þegar hafið bólusetningar á ný hjá 65 ára og eldri. Hér á landi yrði fyrst um sinn miðað við 70 ár og eldri og sagðist hann hvetja alla sem fengju boð í bólusetningu til að mæta og láta það ekki vera fyrirstöðu að um væri að ræða bóluefnið frá AstraZeneca. Sagði hann bóluefnið gott og virkt og öruggt fyrir þennan aldurshóp. Hann sagði stöðuna á faraldrinum vonbrigði en að hún ætti ekki að koma á óvart, ef horft væri til ástandsins erlendis og hér á landamærunum. Hann sagðist binda vonir við að harðar aðgerðir myndu skila skjótum árangri. Samstaða þjóðarinnar væri og hefði alltaf verið lykilþáttur og hvatt hann fólk sérstaklega til að sinna persónubundnum sóttvörnum og fara í skimun við minnstu einkenni. Einnig að halda sig til hlés þar til niðurstaða lægi fyrir. Að gera það ekki gæti valdið útbreiðslu veirunnar og miklum skaða.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Innlent Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Fleiri fréttir „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Sjá meira