Meðlag, skuldagildra? Ottó Sverrisson skrifar 25. mars 2021 10:30 Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölskyldumál Mest lesið Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Hugtakið valdarán gengisfellt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ábyrgðin er þeirra Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Dæmt um form, ekki efni Hörður Arnarson skrifar Skoðun Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Meðlag er eitthvað sem foreldrar barna borga hvort öðru til þess að standa undir daglegum þörfum barns eftir sambúðarslit og er það hið besta mál. Í seinni tíð eftir að úrskurðir komust úr höndum sýslumanns og dómsmálaráðherra (sem ég hef skrifað um áður) hefur aðeins komist jafnvægi á þetta. Ekki virðist vera jafn grimmt dæmt og áður um “auka” meðlög og sáust oft úrskurðir þar sem greiða þurfti tvöfald og jafnvel þrefald meðlag með sama barni ( án þess að barnið væri með sérþarfir ). Vonum að slíkt sé liðin tíð. Það sem ég furða mig á í dag er þegar fólk sem hefur ákveðið að slíta samvistum og koma til sýslumanns með tilbúna samninga um forsjá / lögheimili barns, umgegni við foreldra og hvað þau telji sanngjarnar greiðslur í meðlag miðað við viðveru þá segir sýslumaður STOPP. Fulltrúar hans samþykkja lögheimili og þá umgengni sem foreldrar hafa samið um en ekki meðlagið. Í lögum ( að þeirra sögn ) má ekki samþykkja skilnað nema að sá aðili sem ekki hefur forsjá / lögheimili skuldbindi sig til að borga fullt meðlag og skrifi undir samning þess efnis. Fulltrúar sýslumanns upplýsa að samningurinn sé ekki sendur til innheimtu svo foreldrar geti ef þeir vilja borgað beint sín á milli samkvæmt samkomulaginu. Eftir situr, það foreldri sem ekki hefur lögheimi barnsins er búið að skuldbinda sig til að greiða hefðbundið meðlag til 18 ára aldurs barns og trompar sá samningur allt annað samkomulag fari hann fyrir dómstóla. Segjum að foreldrar gera samkomulag um jafna umgegni og hvorugt greiði meðlag því barnið er til jafns hjá þeim. Eftir 10 ár gerir þú eitthvað sem fyrrverandi hugnast ekki, foreldrið sem er með lögheimili barnsins vantar nýja íbúð eða er í fjárhagslegum vandræðum. Jú, við skulum krefjast meðlags 10 ár aftur í tímann sem gera 4,2 milljónir fyrir utan vexti. Samningurinn sem annar aðilinn var neyddur til að skrifa undir hjá sýslumanni ( bara af því lögin er þannig ) verður sá samningurinn sem dómari þarf að fara eftir, nokkuð borðliggjandi hvernig sá dómur fer. Skuldagildra, sýnist það. Virðist vera að núverandi dómsmálaráðherra og aðrir sem gegnt hafa embættinu síðustu árin hafi lítin áhuga á svona málum enda eru forsjár, umgengni og meðlagsmál málaflokkar sem alltaf hafa verið gríðarlega fjandsamlegir karlmönnum ef maður lítur til dóma eða úrskurða undangengina ára. Þessu þarf sannarlega að breyta og það strax. Höfundur er sjálfstæður atvinnurekandi.
Skoðun Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan! Íris Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar