„Ef maður væri ekki að lemja fólk með naglaspýtu í beinni væri maður ekki að vinna vinnuna“ Stefán Árni Pálsson skrifar 25. mars 2021 10:30 Svanhildur Hólm ræddi við Sölva Tryggvason um lífið og tilveruna. Svanhildur Hólm Valsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlakona landsins en hún fór að einbeita sér að öðrum starfsvettvangi fyrir nokkrum árum. Svanhildur er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Hún segist ekki hafa farið í ADHD greiningu, en segir hér um bil allt benda til þess að niðurstaðan yrði afdráttarlaus. „Mér finnst að það sé eiginlega greining í sjálfu sér að ég hef aldrei farið í greiningu. Ég klára ekki það verkefni. Maður er bara eins og maður er finnst maður bara vera normið. En svo fór ég með barn í greiningu og var látin fá próf og fleira sem gert er í prófi til að greina ofvirkni og athyglisbrest,“ segir Svanhildur og heldur áfram. „Og þá sá ég að ég kannaðist við nánast allt í sjálfri mér og komst að þeirri niðurstöðu að mögulega væri ég ekki bara svona utan við mig. Ég hef alltaf verið svona, alveg síðan ég var barn. En það var ekki til nafn á þetta þegar ég var barn. Mér gekk vel í skóla, en fékk alltaf sömu umsagnirnar, að ég væri hvatvís og talaði mikið. Venjulegir hlutir geta orðið mjög þreytandi fyrir mann þegar heilastarfsemin er svona og ég þarf að hafa mjög mikið skipulag á öllu svo það fari ekki allt úr skorðum. En þetta er stundum eins og að vera með býflugur í hausnum.“ Svanhildur segir í þættinum alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars frá NFS tímabilinu, þar sem mikið var um tilraunir. Skipt um lit „Þetta voru geggjaðir tímar og það er stundum hreinlega erfitt að halda þræði af því að það var svo margt í gangi. Einhvern tíma vorum við Inga Lind í útsendingu og það var búið að setja upp ljósaflísar á bak við okkur, margnota sem hægt var að nota í ólíkum þáttum. Það var ekki skipt um sviðsmynd, heldur bara skipt um lit og svo vorum við einhvern tíma að taka viðtal þegar ein flísin dettur af veggnum í beinni útsendingu. Þetta var að mörgu leyti ekki óskaaðstaða, en maðurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og það gerðist mjög margt skemmtilegt á þessum tíma.“ Svanhildur ritstýrði Íslandi í dag á Stöð 2 þegar hrunið skall á. Hún segir í þættinum frá því furðulega andrúmslofti sem þá var uppi. „Viðbrögð manns við svona hlutum geta verið furðuleg. Þegar Geir Haarde hélt „guð blessi Ísland“ ávarpið sitt fór ég ég í Byko og keypti mér straujárn. Straujárnið sem við áttum hafði lent í slysi ári áður, en einhverra hluta vegna fannst mér mjög mikilvægt að kaupa straujárn þennan dag, áður en allar birgðir í landinu myndu klárast. Það héldu allir að landið myndi lokast og andrúmsloftið var rosalega skrýtið. Ég man hvað það var hljótt alls staðar. Það var eins og fólk héldi niðri í sér andanum og fólk talaði saman í hálfum hljóðum. Ég keypti dýrasta straujárnið í búðinni af því að ég var sannfærð um að það kæmu aldrei aftur svona góð straujárn til landsins. Svo fór ég heim og setti það upp í skáp, þar sem mamma fann það ónotað tveimur árum seinna. Það er auðvelt að hlæja að þessu núna, en andrúmsloftið var mjög furðulegt. Til dæmis náði orðið fæðuöryggi fótfestu strax eftir hrunið, sem ég man ekki eftir að hafa heyrt mikið notað áður. Fólk var raunverulega hrætt um að landið myndi lokast alveg.“ Svanhildur segir í þættinum frá því að eftir hrun hafi andrúmsloftið markast af mikilli reiði og það hafi ekki heillað hana hvernig horft var á hlutverk fjölmiðla á þessum tíma. Ekki alltaf séð hlutina með sömu augum „Ég sagði einhvern tíma að andrúmsloftið hafi verið orðið þannig að ef maður væri ekki að lemja fólk með naglaspýtu í beinni væri maður ekki að vinna vinnuna sína. Mér var farið að líða þannig að krafan væri að maður yrði að vera að kaghýða einhvern í beinni útsendingu, annars væri bara ekkert vit í því. Ég held að það sé sjaldnast leiðin til að ná fram upplýstri umræðu að leiða fólk á aftökustokkinn. Auðvitað getur verið gaman að taka viðtöl þar sem maður er harður, en það er ekki þannig að sá sem æpi hæst sé mesti töffarinn og líklegastur til að leiða fram sannleikanum í málinu. Ég man bara eftir því að hafa farið í gegnum svona viðtöl og hugsað, er þetta ekki bara komið gott. Svo ég ákvað að hætta og fara að skrifa ritgerð í lögfræði sem ég hafði ýtt á undan mér í mörg ár. Maður verður stundum að setja sjálfan sig í forgang og andlega líðan. Ég var búinn að hugsa þetta í talsverðan tíma, en þessi hrunstemmning hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun.” Svanhildur tók síðar við sem aðstoðarmanneskja Bjarna Benediktssonar, sem hún segir að hafi verið skemmtilegt starf. „Ef þú myndir spyrja Bjarna myndi hann segja þér að ég væri alls ekki mikil já-manneskja. Ég deildi ákveðinni sýn með honum, en við horfum ekki alltaf á hlutina með sömu augum og það er mjög gott að vera með fólk með sér sem er óhrætt við að segja þér hvað því finnst. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna við ráðgjafahlutverk í stjórnmálum. Það er mjög gaman að geta haft áhrif á það hvert hlutirnir fara. Flestir sem eru í stjórnmálum eru þar af því að þeir eru með hugsjónir og vilja bæta samfélagið. Það er tækifærið sem maður fær þegar maður er í þessu starfi.“ Í þættinum ræða Sölvi og Svanhildur um árin á Stöð 2, fjölmiðlaferilinn, athyglisbrest og margt fleira. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira
Svanhildur er nýjasti gestur Sölva Tryggvasonar í hlaðvarpi hans. Hún segist ekki hafa farið í ADHD greiningu, en segir hér um bil allt benda til þess að niðurstaðan yrði afdráttarlaus. „Mér finnst að það sé eiginlega greining í sjálfu sér að ég hef aldrei farið í greiningu. Ég klára ekki það verkefni. Maður er bara eins og maður er finnst maður bara vera normið. En svo fór ég með barn í greiningu og var látin fá próf og fleira sem gert er í prófi til að greina ofvirkni og athyglisbrest,“ segir Svanhildur og heldur áfram. „Og þá sá ég að ég kannaðist við nánast allt í sjálfri mér og komst að þeirri niðurstöðu að mögulega væri ég ekki bara svona utan við mig. Ég hef alltaf verið svona, alveg síðan ég var barn. En það var ekki til nafn á þetta þegar ég var barn. Mér gekk vel í skóla, en fékk alltaf sömu umsagnirnar, að ég væri hvatvís og talaði mikið. Venjulegir hlutir geta orðið mjög þreytandi fyrir mann þegar heilastarfsemin er svona og ég þarf að hafa mjög mikið skipulag á öllu svo það fari ekki allt úr skorðum. En þetta er stundum eins og að vera með býflugur í hausnum.“ Svanhildur segir í þættinum alls kyns sögur af ferlinum, meðal annars frá NFS tímabilinu, þar sem mikið var um tilraunir. Skipt um lit „Þetta voru geggjaðir tímar og það er stundum hreinlega erfitt að halda þræði af því að það var svo margt í gangi. Einhvern tíma vorum við Inga Lind í útsendingu og það var búið að setja upp ljósaflísar á bak við okkur, margnota sem hægt var að nota í ólíkum þáttum. Það var ekki skipt um sviðsmynd, heldur bara skipt um lit og svo vorum við einhvern tíma að taka viðtal þegar ein flísin dettur af veggnum í beinni útsendingu. Þetta var að mörgu leyti ekki óskaaðstaða, en maðurinn hefur mikla aðlögunarhæfni og það gerðist mjög margt skemmtilegt á þessum tíma.“ Svanhildur ritstýrði Íslandi í dag á Stöð 2 þegar hrunið skall á. Hún segir í þættinum frá því furðulega andrúmslofti sem þá var uppi. „Viðbrögð manns við svona hlutum geta verið furðuleg. Þegar Geir Haarde hélt „guð blessi Ísland“ ávarpið sitt fór ég ég í Byko og keypti mér straujárn. Straujárnið sem við áttum hafði lent í slysi ári áður, en einhverra hluta vegna fannst mér mjög mikilvægt að kaupa straujárn þennan dag, áður en allar birgðir í landinu myndu klárast. Það héldu allir að landið myndi lokast og andrúmsloftið var rosalega skrýtið. Ég man hvað það var hljótt alls staðar. Það var eins og fólk héldi niðri í sér andanum og fólk talaði saman í hálfum hljóðum. Ég keypti dýrasta straujárnið í búðinni af því að ég var sannfærð um að það kæmu aldrei aftur svona góð straujárn til landsins. Svo fór ég heim og setti það upp í skáp, þar sem mamma fann það ónotað tveimur árum seinna. Það er auðvelt að hlæja að þessu núna, en andrúmsloftið var mjög furðulegt. Til dæmis náði orðið fæðuöryggi fótfestu strax eftir hrunið, sem ég man ekki eftir að hafa heyrt mikið notað áður. Fólk var raunverulega hrætt um að landið myndi lokast alveg.“ Svanhildur segir í þættinum frá því að eftir hrun hafi andrúmsloftið markast af mikilli reiði og það hafi ekki heillað hana hvernig horft var á hlutverk fjölmiðla á þessum tíma. Ekki alltaf séð hlutina með sömu augum „Ég sagði einhvern tíma að andrúmsloftið hafi verið orðið þannig að ef maður væri ekki að lemja fólk með naglaspýtu í beinni væri maður ekki að vinna vinnuna sína. Mér var farið að líða þannig að krafan væri að maður yrði að vera að kaghýða einhvern í beinni útsendingu, annars væri bara ekkert vit í því. Ég held að það sé sjaldnast leiðin til að ná fram upplýstri umræðu að leiða fólk á aftökustokkinn. Auðvitað getur verið gaman að taka viðtöl þar sem maður er harður, en það er ekki þannig að sá sem æpi hæst sé mesti töffarinn og líklegastur til að leiða fram sannleikanum í málinu. Ég man bara eftir því að hafa farið í gegnum svona viðtöl og hugsað, er þetta ekki bara komið gott. Svo ég ákvað að hætta og fara að skrifa ritgerð í lögfræði sem ég hafði ýtt á undan mér í mörg ár. Maður verður stundum að setja sjálfan sig í forgang og andlega líðan. Ég var búinn að hugsa þetta í talsverðan tíma, en þessi hrunstemmning hjálpaði mér að taka þessa ákvörðun.” Svanhildur tók síðar við sem aðstoðarmanneskja Bjarna Benediktssonar, sem hún segir að hafi verið skemmtilegt starf. „Ef þú myndir spyrja Bjarna myndi hann segja þér að ég væri alls ekki mikil já-manneskja. Ég deildi ákveðinni sýn með honum, en við horfum ekki alltaf á hlutina með sömu augum og það er mjög gott að vera með fólk með sér sem er óhrætt við að segja þér hvað því finnst. Mér fannst mjög skemmtilegt að vinna við ráðgjafahlutverk í stjórnmálum. Það er mjög gaman að geta haft áhrif á það hvert hlutirnir fara. Flestir sem eru í stjórnmálum eru þar af því að þeir eru með hugsjónir og vilja bæta samfélagið. Það er tækifærið sem maður fær þegar maður er í þessu starfi.“ Í þættinum ræða Sölvi og Svanhildur um árin á Stöð 2, fjölmiðlaferilinn, athyglisbrest og margt fleira.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Lífið Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Menning Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Lífið Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Fleiri fréttir Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Sjá meira