Rapinoe: Við höfum ekki hugmynd um það hversu langt kvennaíþróttir geta náð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. mars 2021 13:31 Megan Rapinoe í Hvíta húsinu í gær. AP/Manuel Balce Ceneta Knattspyrnukonan og kvenréttandabaráttukonan Megan Rapinoe er hvergi nærri hætt að berjast fyrir jöfnum launum kynjanna í knattspyrnuheiminum enda er langur vegur að því ófarinn ennþá. Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið. HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira
Nú síðast talaði Rapinoe um það sem heimurinn væri að missa af miklu með því að nýta sér ekki alla möguleika kvenfólks í íþróttum. Megan Rapinoe spoke at the House Oversight Committee in Washington for Equal Pay Day on Wednesday and said the world is missing out on the "real potential of women's sports." pic.twitter.com/ShjXMCsHlZ— ESPN (@espn) March 25, 2021 Baráttumál Rapinoe hefur verið að landsliðskonur Bandaríkjanna fái jafnmikið borgað og landsliðsmenn Bandaríkjanna. Bandarísku stelpurnar hafa náð miklu miklu betri árangri en fá mun minna borgað. Megan Rapinoe hefur unnið gull með bandaríska landsliðinu á ÓL í London 2012, HM í Kanada 2015 og á HM í Frakklandi 2019 þar sem hún var bæði besti leikmaður og markadrottning heimsmeistaramótsins. Megan Rapinoe: "I've been devalued, I've been disrespected and dismissed because I am a woman. I've been told that I don't deserve any more than less because I am a woman. Despite all the wins, I'm still paid less than men who do the same job that I do." https://t.co/canJYaCV9s pic.twitter.com/yFycaMbVXn— CBS News (@CBSNews) March 24, 2021 „Með skorti á alvöru fjárfestingu þá fáum við aldrei að vita hversu langt kvennaíþróttir geta náð,“ sagði Megan Rapinoe í myndbandi sem var sýnt á fundi þingnefndar um jöfn laun kynjanna. „Við vitum nú hversu vel hefur gengið hjá íþróttakonum þrátt fyrir allt misréttið og þrátt fyrir skort á fjárfestingu að öllum sviðum í samanburði við karlmennina,“ sagði Megan. „Við konurnar í bandaríska landsliðinu höfum unnið fjóra heimsmeistaratitla og fjögur Ólympíugull fyrir okkar þjóð. Við höfum fyllt leikvanga, brotið áhorfsmet og treyjur okkar hafa selst upp. Þrátt fyrir þetta þá fáum við enn minna borgað en karlarnir, fyrir hvern titil, fyrir hvern sigur, fyrir hvert jafntefli og fyrir hvert skipti sem við spilum. Minna. Við þurfum ekki að bíða lengur. Við þurfum ekki að vera þolinmóðar. Við getum breytt þessu í dag. Núna. Við þurfum bara að vilja það,“ sagði Megan. Framkoma bandaríska knattspyrnusambandsins hefur farið mjög illa í Megan Rapinoe og félaga hennar í landsliðinu en sambandið hefur gert allt til að berjast á móti körfum fótboltakvennanna og hafa unnið að því á bak við tjöldin að gera lítið úr þeirra framsetningu. Megan Rapinoe hitti síðan í gær Joe Biden Bandaríkjaforseta og konu hans Jill Biden í Hvíta húsinu en hún mætti þangað með bandaríska landsliðinu. Baráttunni er hvergi nærri lokið.
HM 2019 í Frakklandi Bandaríkin Mest lesið Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð Enski boltinn Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Handbolti „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ Fótbolti Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Íslenski boltinn Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Golf „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Körfubolti Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Fótbolti Domino's gerði grín að Havertz Enski boltinn „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Enski boltinn „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fótbolti Fleiri fréttir „Þjálfarinn sem að lokum tekur ákvörðunina um það hver okkar spilar“ Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Domino's gerði grín að Havertz Mærði hetju United: „Líf þitt getur breyst á einni viku“ Unnu fyrir þrettán ára vin sem lést úr hvítblæði Stal sjúkratöskunni til að koma Mbappé út af Ólétta eiginkonan birti viðbjóðsleg skilaboð „Þetta er ástæða þess að fólk sendir börnin sín í íþróttir“ „Við fengum ekki það sem við áttum skilið“ Frábær sigur hjá Cecilíu Rán og Napoli jók forystuna á ný Barca valtaði yfir erkifjendurna og vann Ofurbikarinn „Ætla að sýna að ég er rétti maðurinn“ „Fann frá fyrstu mínútu að þetta var okkar dagur“ Guðlaugur Victor mætir Liverpool og fjórir úrvalsdeildarslagir Ekkert mál fyrir Dýrlingana Tvö mörk frá Elíasi Má dugðu ekki til Havertz skúrkurinn þegar United fór áfram Benóný Breki fékk tækifæri gegn Crystal Palace Lömbin þögnuðu ekki fyrr en í framlengingu Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR „Eina leiðin fyrir mig til að lifa af í þessu eitraða umhverfi“ Fundu ellefu ára gamlan Rashford á götumynd Google Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Vilja 370 milljarða í skaðabætur vegna dauða eiganda Leicester Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Sjá meira