Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira
Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Fleiri fréttir Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjá meira