Útflutningsbann ESB á bóluefni á ekki við um Ísland: „Ekki boðlegt og brot á EES-samningnum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 24. mars 2021 21:12 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Vísir/Vilhelm Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að hertar reglur Evrópusambandsins sem kynntar voru í dag og er ætlað að takmarka útflutning á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu eigi ekki við um Ísland. Hann segir ekki boðlegt að annað hafi mátt ráða af yfirlýsingu frá sambandinu, enda myndi það fela í sér skýrt brot á EES-samningnum. Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð. Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Innlent Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Innlent Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Innlent Segir nafn Trumps vera í Epstein-skjölunum Erlent Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Innlent Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Innlent Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Innlent Braust inn hjá vinsælum hársnyrti og hafði af honum vegabréfið Innlent Trump segist „mjög vonsvikinn“ út í Elon og ekki viss um að þeir geti átt gott samband Erlent Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Gestum ráðið frá að heimsækja Dettifoss vegna stórrar skriðu Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Fá Barnaverndarmál leiða til ákæru og Herkastalinn í nýjar hendur Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Parísarhjólið rís á ný Lögregla fann bakpoka fullan af skilríkjum Braust inn hjá vinsælum hársnyrti og hafði af honum vegabréfið Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Óskýrt hvort loftbyssuskot að hinsegin fólki hafi verið hatursglæpur Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Fimmtíu vilja nýja stöðu verkefnastjóra samskipta Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Þaggaði niður í þingmönnum sem sögðu Kristrúnu snúa út úr Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu og sérfræðingur segir Víði ekki hafa brotið reglur Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin – Hagvöxtur og hagsæld á tímum umbreytinga Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Sjá meira
Ráða mátti af fréttatilkynningu frá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins frá því fyrr í dag að Ísland sé á lista yfir þau ríki sem Evrópusambandið hefur ákveðið að hefta útflutning til á bóluefni gegn covid-19. Samkvæmt ákvörðun sambandsins þurfa ríki utan ESB nú sérstakt leyfi til að flytja inn bóluefni gegn kórónuveirunni frá ESB. Þannig verður útflutningur bóluefnis frá sambandinu ekki bannaður heldur skilyrtur við það hvernig bólusetningu miðar í viðkomandi ríki og því hvernig útflutningi á bóluefni þaðan er háttað. Sigríður Andersen, formaður utanríkismálanefndar og fyrrverandi dómsmálaráðherra, vakti athygli á því á Facebook-síðu sinni í kvöld að Ísland sé á „bannlista ESB.“ Í tilkynningunni frá ESB sem Sigríður vísar til segir, að auk fyrrnefndra skilyrða um útflutning til ríkja utan sambandsins, nái nýjar reglur einnig yfir þau sautján ríki sem áður höfðu verið undanþegin innan gildissviðs í reglugerðarinnar. Ísland er eitt þessara sautján ríkja. Líta málið alvarlegum augum Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að þessu hafi íslensk stjórnvöld strax mótmælt. „Við höfum fengið staðfestingu á því frá von der Leyen [forseta framkvæmdastjórnar ESB] að þetta eigi ekki við um okkur. En það breytir því ekki að þetta er ekki boðlegt. Við komum okkar mótmælum strax á framfæri. Þetta er náttúrlega skýrt brot á EES-samningnum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Vísi. „Þeim skilaboðum var komið strax á framfæri en við höfum fengið, íslensk stjórnvöld, persónuleg skilaboð frá forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að þetta eigi ekki við um Ísland. Það sama á við um Noreg.“ Þannig eigi þær nýju reglur sem ESB kynnti í dag um útflutningshöft á bóluefni gegn covid-19 frá sambandinu ekki að hafa áhrif á fyrirliggjandi afhendingaráætlun á bóluefni til Íslands, né frekari innflutning á bóluefni frá ESB til Íslands. Ekki boðlegt „Við höfum fylgt þessu eftir og ég talaði við utanríkisviðskiptaráðherra Svíþjóðar í dag og utanríkisráðherra Noregs en Norðmenn eru náttúrlega á sama báti og við,“ segir Guðlaugur Þór sem gerir ráð fyrir að ræða við fleiri evrópska ráðamenn á morgun vegna málsins. „Þetta er ekki boðlegt. Við lítum þetta alvarlegum augum. Hér er einfaldlega um það að ræða að við erum með samning sem heitir EES-samningurinn og það liggur alveg fyrir að þetta er ekki í samræmi við hann,“ segir Guðlaugur Þór. Aðspurður segir hann að íslensk stjórnvöld krefjist þess að það sem ráða megi af fréttatilkynningu sambandsins verði leiðrétt formlega. Hefur ekki áhrif á afhendingaráætlun „Íslensk stjórnvöld hafa gengið úr skugga um að ákvörðun Evrópusambandsins um að banna útflutning bóluefna gegn Covid-19 frá ríkjum sambandsins til landa utan þess mun ekki raska afhendingu bóluefna til Íslands. Ísland er aðili að samstarfi Evrópuþjóða um kaup á bóluefnum og situr við sama borð og ríki Evrópusambandsins varðandi þau bóluefni sem samningar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins taka til og afhendingu þeirra. Bóluefnunum er útdeilt hlutfallslega jafnt þeirra þjóða sem aðild eiga að samningunum miðað við íbúafjölda og Ísland er aðili að þeim samningum,“ segir ennfremur um málið í tilkynningu frá stjórnarráðinu sem barst fjölmiðlum nú í kvöld. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi í dag fengið skýr skilaboð frá Ursulu von der Leyen, forseta framkvæmdastjórnar ESB, um að nýjar reglur um útflutningshömlur á bóluefni muni ekki hafa áhrif á afhendingar bóluefna til Íslands frá aðildarríkjum ESB, í samræmi við þá samninga sem gerðir hafa verið. Fréttin hefur verið uppfærð.
Utanríkismál Evrópusambandið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Bólusetningar Mest lesið Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Innlent Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Innlent Sári djúpt snortinn yfir stuðningi Innlent Segir nafn Trumps vera í Epstein-skjölunum Erlent Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ Innlent Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Innlent Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Innlent Braust inn hjá vinsælum hársnyrti og hafði af honum vegabréfið Innlent Trump segist „mjög vonsvikinn“ út í Elon og ekki viss um að þeir geti átt gott samband Erlent Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Innlent Fleiri fréttir Strandveiðisjómenn vilji aftur fá kvóta sem þeir hafi selt frá sér Nýtt slagorð Ísland Duty Free: „Ég er á leiðinni“ Börn verði að fá þau skilaboð að ofbeldi gegn þeim sé aldrei réttlætanlegt Gestum ráðið frá að heimsækja Dettifoss vegna stórrar skriðu Inga Sæland segist vera allt of löt að hreyfa sig Fá Barnaverndarmál leiða til ákæru og Herkastalinn í nýjar hendur Ísland, þvert á flokka boðar til annarra mótmæla Parísarhjólið rís á ný Lögregla fann bakpoka fullan af skilríkjum Braust inn hjá vinsælum hársnyrti og hafði af honum vegabréfið Sérsveitin kölluð út vegna vopnaðs manns Ferðamaður ók húsbíl niður göngustíg Biðjast afsökunar á ummælum björgunarmanns Dómar fólks sem sótti fíkniefni fyrir salann sinn mildaðir Dómur yfir Erni Geirdal mildaður Óskýrt hvort loftbyssuskot að hinsegin fólki hafi verið hatursglæpur Ljósmyndaskólinn lokar dyrum sínum: „Þetta er mikil sorg“ Málinu lokið með sátt: „Við erum mjög sáttar með niðurstöðuna“ Fimmtíu vilja nýja stöðu verkefnastjóra samskipta Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu Þaggaði niður í þingmönnum sem sögðu Kristrúnu snúa út úr Ekkert sem bendi til þess að Víðir hafi stigið yfir strikið Leigubílstjórar ósáttir við lokun skúrsins: „Aumingjaskapur í þeim“ „Þetta er úrkoma sem má vænta á einhverra áratuga fresti“ Metfjöldi barna í Kvennaathvarfinu og sérfræðingur segir Víði ekki hafa brotið reglur Álverið vildi ekki þurfa að vakta Norðurá og firðina Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin – Hagvöxtur og hagsæld á tímum umbreytinga Strætó dældi milljónum í öryggisgæslu í Mjódd Banna lagningu bíla í beygjum í Álakvísl Með hvalssporð um hálsinn við þingfestingu Sjá meira