„Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni“ Anton Ingi Leifsson skrifar 24. mars 2021 18:03 Bjarni Þór Viðarsson hefur farið á stórmót með U21 árs landsliðinu. Bjarni Þór Viðarsson, fyrrum atvinnumaður og landsliðsmaður, segir að íslenska U21 árs landsliðið eigi að njóta mótsins í Ungverjalandi og að krafan sé sett á sex stig í A-landsliðsglugganum sem framundan er. Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21 EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Íslenska U21 landsliðið spilar á morgun sinn fyrsta leik á EM í Ungverjalandi er liðið mætir Rússum. Einnig í riðlinum eru Frakkar og Danir en Svava Kristín Grétarsdóttir ræddi við Bjarna Þór í dag. Bjarni var einmitt fyrirliði Íslands síðast er liðið komst á EM U21, árið 2011, en þá fór mótið fram í Danmörku. „Þetta er mjög góð tilfinning. Þetta er mjög stórt og frábært að vera komnir þangað,“ sagði Bjarni og hélt áfram: „Það gekk mjög vel í undankeppninni en þetta er stórt þó að það séu engar áhorfendur. Væntanlega flest félög Evrópu eru að fylgjast með leikmönnum.“ Aðspurður hvort að það sé stress hjá íslensku strákunum segir Bjarni. „Ég held að það sé alltaf stress, í svona keppni og gegn svona stórum þjóðum, en þetta er líka spurning um að njóta og slaka aðeins á.“ „Þetta er risa svið og mörg félög að fylgjast með. Mín ráð eru að einbeita sér að þessu, hjálpa hvor öðrum í leikjunum og svo kemur hitt.“ „Ef eitthvað lið hefur áhuga á þér þá kemur það en ég held að þetta verði flott hjá þeim. Að geta komist áfram og spila aftur í sumar haldi þeim gangandi.“ Eins og áður segir leiddi Bjarni íslenska liðið út á stóra sviðið í Danmörku árið 2011 en hann segir að nú sé staðan öðruvísi. „Þetta var geggjað í Danmörku. Það var fullt af áhorfendum, fullt af Íslendingum og þetta var ógleymanlegt. Nú eru ekki áhorfendur en þetta er spenna og stórt.“ „Þeir eru allir að koma inn í þetta ferskir og í formi. Á þessum tímapunkti vorum við að koma heim í sumarfrí og vorum stopp svo þetta var erfitt fyrir Tómas Inga [Tómasson] og Jolla [Eyjólf Sverrisson, þjálfara].“ Bjarni segir að skipulagið geti skilað íslenska liðinu langt. „Ég fylgdist með flestum leikjunum í undankeppninni. Þeir voru agaðir og spiluðu vel. Ef þeir halda því áfram þá eru þeir í góðum möguleika. Við erum að fara mæta stórþjóðum en ef þú fylgir ákveðnum aga og leikskipulagi í fótbolta er allt hægt.“ Bróðir Bjarna, Arnar Þór Viðarsson, er tekinn við A-landsliðinu og Bjarni mun fylgjast vel með leik liðsins gegn Þýskalandi annað kvöld. „Það er spennandi. Það er búið að fjalla vel um liðin og það eru ný þjálfarateymi og áherslubreytingar. Ég held að það verði gaman að sjá hvernig þeir kljást við Þjóðverjanna,“ en hvaða kröfur gerir hann í fyrstu þremur leikjum Íslands? „Sex stig væri frábær niðurstaða og væntanlega krafa frá þjóðinni,“ sagði Bjarni. Klippa: Sportpakkinn - Bjarni Þór um EM U21
EM U21 í fótbolta 2021 HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00 Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00 Mest lesið Dramatískur endurkomusigur United Enski boltinn Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Íslenski boltinn „Langar að segja að ég hafi aldrei verið hrædd en var það allan tímann“ Handbolti Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Íslenski boltinn Vallarþulurinn í Keflavík lét Ægi Þór heyra það Körfubolti Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Íslenski boltinn Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Fótbolti Fleiri fréttir AC Milan - Fiorentina | Albert mætir til Mílanó Uppgjörið: KR - ÍBV 2-1| Einum sigri í viðbót frá því að bjarga sér Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Jöfnunarmark á lokasekúndunum Sandra María með sex mörk í síðustu fimm leikjum Leik lokið: KA - ÍA 5-1 | Skagamenn fengu á baukinn en eru hólpnir Víti í uppbótartíma í súginn og Genoa enn án sigurs Dramatískur endurkomusigur United Þriðji deildarsigur Villa í röð Hárnákvæm fyrirgjöf Loga skilaði marki Unnið alla deildarleikina með Örnu í byrjunarliðinu Unnu fyrsta sigurinn á Juventus í 73 ár Hildur á skotskónum gegn Sevilla Mancini og Dyche á óskalista Forest Botnar ekkert í því af hverju Birta er ekki í landsliðinu Ronaldo kenndi IShowSpeed að taka víkingaklappið Sjáðu mörkin úr lokaumferðinni og meistarasyrpu Breiðabliks Sjáðu myndirnar þegar Blikar lyftu bikarnum á loft Sjáðu allt það helsta úr enska boltanum í dag „Enn hungur hjá leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Færum þeim jöfnunarmarkið á silfurfati“ Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 1-2 | Glæsimark hjá Tarik gerði skráveifu í Evrópudraum Blika Meistararnir misstigu sig og Inter á toppinn Leikmenn í spænsku úrvalsdeildinni lögðu niður störf í mótmælaskyni Fullkomin byrjun Bayern heldur áfram Eggert Aron skoraði tvö í stórsigri Brann „Það er virkilega gaman að troða sokkum“ „Við erum skrefi framar öllum öðrum liðum í ár“ „Erfitt og lærdómsríkt tímabil að baki“ „Þakklátur fyrir tíma minn hjá Þrótti“ Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Sjá meira
Aron glotti og rifjaði upp rauða spjaldið en Davíð segir spennustigið á góðu róli „Þetta eru miklir fagmenn,“ segir Davíð Snorri Jónasson um lærisveina sína í U21-landsliðinu sem leika sinn fyrsta leik á EM á í Ungverjalandi á morgun. 24. mars 2021 16:00
Framtíðarstjörnurnar í U-21 árs landsliðinu Íslenska karlalandsliðið í fótbolta skipað leikmönnum 21 árs og yngri hefur leik á EM á fimmtudaginn. Í gær fór Vísir yfir fimm burðarstólpa liðsins og í dag fjöllum við um fimm framtíðarstjörnur liðsins. 24. mars 2021 11:00
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti
Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Handbolti