Viðbrögð í Verzló: „Hendum í eitt hópsmit seinasta daginn“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. mars 2021 16:24 Símarnir voru á lofti í stuttum gjörningi stúdentaefnanna í Verzló. Nemendur á þriðja ári í Verzló brugðust við þeim tíðindum að staðnám yrði óheimilt fram yfir páska frá og með morgundeginum með því að stíga trylltan dans með símana á lofti í skólanum. Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira
Skólastjóri segir uppákomuna hafa varað stutt yfir en útskriftarhópurinn óttist að um síðasta dag þeirra í skólanum sé að ræða. Meðal hertra aðgerða vegna uppgangs kórónuveirufaraldursins sem kynntar voru á blaðamannafundi í dag voru hömlur á skólastarf. Skólum verður lokað og staðnám á grunnskóla-, framhaldsskóla- og háskólastigi verður óheimilt frá og með morgundeginum og fram til 1. apríl. Fréttastofu bárust myndbönd sem sýndu viðbrögð þriðja árs nema í Verzló við tíðindunum. Brot úr einu slíku má sjá að neðan. Þar er skrifað „Hendum í eitt hópsmit síðasta daginn“, væntanlega meira í gríni en alvöru. „Þetta voru nokkrir krakkar sem eru að útskrifast,“ segir Ingi Ólafsson, skólastjóri í Verzló. „Þau reiknuðu með að þetta væri jafnvel síðasti dagurinn sem þau myndu hittast í skólanum.“ Hann segir lætin hafa verið stöðvuð um leið. „Nemendur sem áttu að fara í tíma voru reknir inn í stofur. Þau sem voru búin í skólanum fóru heim. Þetta var ekkert stórvægilegt.“ Ingi segir að nemendur hafi í raun litið á þetta sem mögulega kveðjustund. Hann er á leið til fundar með menntamálaráðherra og skólastjórnendum og í framhaldinu muni stjórnendur í Verzló funda. Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra sagði á blaðamannafundinum í dag að skólum væri í sjálfsvald sett hvort þeir hefðu fjarkennslu á morgun og hinn eða sendu nemendur í snemmbúið páskafrí. „Ég reikna með því að það verði kennsla bara á netinu á morgun og hinn. Og svo páskafrí. Svo vona ég innilega allra vegna að við getum byrjað með eðlilegu fyrirkomulagi eftir páska.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Þessi sóttu um hjá Höllu Innlent Guðmundur Ingi segir af sér Innlent Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Innlent „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent Ragnar Þór verður ráðherra Innlent Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Erlent Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Erlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Veginum lokað við Skaftafell og fólk leitar í fjöldahjálparstöð Veður Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Innlent Fleiri fréttir Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Mistök ollu því að sumir fengu ekki boð Þessi sóttu um hjá Höllu Kynferðisbrot gegn dreng í Hafnarfirði komið til saksóknara Ungt barn með mislinga á Landspítalanum Halda í opinbera heimsókn til Eyja Ekki komið til héraðssaksóknara Gjaldskylduskógurinn verði grisjaður Stormur í aðsigi: Ræða sviptingar í alþjóðastjórnmálum í pallborði Sex á slysadeild og bílarnir óökufærir Leigubílstjóri sem keypti vændi fær ekki að starfa áfram Meðalaldur hjúkrunarfræðinga, sjúkraliða og ljósmæðra heldur áfram að hækka „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Sjá meira