Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson skrifa 24. mars 2021 15:31 Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun