Dánaraðstoð: Hugtakanotkun skiptir máli Ingrid Kuhlman og Bjarni Jónsson skrifa 24. mars 2021 15:31 Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Sjá meira
Í yfirlýsingu á heimasíðu Læknafélags Íslands gagnrýna starfsmenn líknarráðgjafarteymis Landspítala (LSH) skýrslu heilbrigðisráðherra um dánaraðstoð sem birt var 4. september sl. Formaður Læknafélags Íslands, Reynir Arngrímsson, tekur undir athugasemdir þeirra og krefst þess að skýrslan verði dregin til baka og innihald hennar leiðrétt. Við, stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð, erum sammála líknarráðgjafarteymi LSH um að rangt sé að skilgreina líknarmeðferð sem eina „tegund dánaraðstoðar“ líkt og er gert í ofangreindri skýrslu. Sérfræðingar í líknarmeðferð hérlendis hafa ávallt haldið fram að líknarmeðferð sé ekki veitt í þeim tilgangi að binda endi á líf sjúklinga heldur aðeins til að lina þjáningar. Ef líknarmeðferð væri tegund dánaraðstoðar mætti í raun fullyrða að dánaraðstoð hafi verið framkvæmd um þó nokkurt skeið hér á landi. Líknarráðgjafarteymi LSH og formanni Læknafélags Íslands láist að gagnrýna að óbein dánaraðstoð skuli einnig vera skilgreind sem tegund dánaraðstoðar. Meðvitað athafnaleysi læknis sem veitir sjúklingi ekki þá meðferð sem gæti lengt líf hans telst að okkar mati ekki til dánaraðstoðar eins og hún er almennt skilgreind. Við tökum ekki undir með líknarráðgjafarteymi LSH og Læknafélagi Íslands um að draga verði skýrsluna til baka heldur teljum við nægja að leiðrétta hugtakanotkun. Við óttumst að röng hugtakanotkun í skýrslunni verði til þess að hún verði hluti umræðunnar og afvegaleiði hana. Okkur langar líka að nota tækifærið og andmæla harkalega þriðja áherslulið líknarráðgjafarteymi LSH sem einmitt snýr að hugtakanotkun. Andstæðingar dánaraðstoðar hafa ítrekað gert athugasemdir við orðið „dánaraðstoð“ og gagnrýnt að það sé ekki rétt þýðing á gríska hugtakinu „euthanasia“. Því erum við reyndar sammála enda höfum við í Lífsvirðingu aldrei haldið fram að um sé að ræða beina þýðingu á hugtakinu. Dánaraðstoð er heiti sem við höfum valið að nota sem almennt heiti yfir aðstoð við að deyja. Þess ber að geta að sambærileg hugtök eru notuð í Svíþjóð (dödshjälp), Noregi (dødshjelp) og Danmörku (dødshjælp). Orðið „líknardráp“, sem er notað í skýrslu heilbrigðisráðherra, er svo sannarlega ekki rétt þýðing á orðinu „euthanasia“. Í orðinu fara saman „líkn“, sem hefur frekar jákvæða skírskotun“, og „dráp“, sem er óneitanlega neikvætt hlaðið. Dánaraðstoð hefur unnið sér sess í umræðunni og munum við í Lífsvirðingu hér eftir sem hingað til notast við það hugtak. Höfundar eru stjórnarmenn í Lífsvirðingu, félagi um dánaraðstoð.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun