Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Hilda Jana Gísladóttir skrifar 24. mars 2021 15:00 Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hilda Jana Gísladóttir Menning Akureyri Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Eitt þeirra mikilvægu hlutverka sem svæðisborgin Akureyri hefur er á sviði menningarmála. Þrátt fyrir að þjóðarstofnanir séu reknar af ríkinu í Reykjavík, líkt og Þjóðleikhúsið, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands, þá hafa þær stofnanir, vegna fjarlægðar við landshlutann, ekki náð að sinna sínu hlutverki þar. Á Akureyri eru Leikfélag Akureyrar, Listasafn Akureyrar og Sinfóníuhljómsveit Norðurlands sem gegna mjög mikilvægu svæðisbundnu hlutverki. Ríkið hefur gert menningarsamning við Akureyrarbæ um rekstur þessara stofnanna sem er okkur mjög mikilvægur. Framlag ríkisins nemur um 30% af kostnaði við rekstur þessara stofnanna en sveitarfélagið ber 70% af kostnaðinum. Þetta framlag ríkisins í gegnum menningarsamning við Akureyrarbæ nemur um 5% af því sem þjóðarstofnanirnar í Reykjavík fá. Í viðræðum um nýjan menningarsamning lögðum við ríka áherslu á að mikilvægt sé að greina svæðisbundið hlutverk menningarstofnanna á Akureyri og horfa til þess hlutfalls þjóðarinnar sem þessar stofnanir þjóna. Í því samhengi ætti framlag ríkisins til menningarsamnings við Akureyrarbæ að nema nær 10% af fjárframlagi þess til þjóðarstofnanana í Reykjavík í stað 5% eins og nú er. Það gefur auga leið að sveitarfélög í námunda við höfuðborgina þurfa ekki að verja miklum fjármunum til menningarmála þegar Þjóðleikhús, Listasafn Íslands og Sinfóníuhljómsveit Íslands starfa í næsta nágrenni. Þjónustuna er einfaldlega hægt að sækja til Reykjavíkur og njóta þeirrar menningar sem þar blómstrar á kostnað ríkisins. Fólkið á Norðurlandi eystra býr við allt annan veruleika. Akureyrarbær ver árlega um 920 milljónum króna til menningarmála og ríflega helmingur þeirrar fjárhæðar fer til reksturs Listasafnsins á Akureyri, Leikfélags Akureyrar og Sinfóníuhljómsveitar Norðurlands. Til samanburðar ver Garðabær, sem er aðeins fámennara sveitarfélag, um 220 milljónir króna árlega til menningarmála. Það sama á við önnur nágrannasveitarfélög höfuðborgarinnar sem verja að jafnaði um fjórum sinnum minna fjármagni til menningarmála á hvern íbúa en Akureyrarbær. Ef við höfum raunverulegan vilja til þess að bæta búsetuskilyrði um land allt þá er efling á svæðisbundnu hlutverki Akureyrar gríðarlega mikilvægur þáttur í því stóra verkefni. Þá ber að taka skýrt fram að í mínum huga er svæðisbundið hlutverk Akureyrar ekki einkamál Akureyrarbæjar, heldur sameiginlegt verkefni landshlutans og ríkisstjórnarinnar. Sveitarfélög á Norðurlandi eystra eru sammála um það í Sóknaráætlun sinni að Akureyri verði opinberlega skilgreind sem svæðisborg, enda eigi slíkt hlutverk að þjóna landshlutanum öllum og því hlutverki fylgi einnig ábyrgð og skyldur. Nú er að störfum hópur á vegum Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins í samstarfi við Akureyrarbæ og SSNE sem vinnur að greiningu á þessu svæðisbundna hlutverki Akureyrar og innan tíðar leggur hópurinn fram tillögur sínar til eflingar á því hlutverki. Ég bind miklar vonir við að niðurstaða þeirrar vinnu leiði til þess að okkur lánist að efla svæðisbundið hlutverk Akureyrar til heilla fyrir landshlutann og landið allt. Höfundur er formaður stjórnar Akureyrarstofu.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun