„Spilling og valdníðsla af hálfu ÍSÍ“ Sindri Sverrisson skrifar 24. mars 2021 13:00 Vésteinn Sveinsson, einn af þjálfurum Aþenu, og Líney Rut Halldórsdóttir framkvæmdastjóri ÍSÍ funda væntanlega á morgun. Samsett/Aþena og ÍSÍ „Ég bara trúi því ekki að stofnun með þetta vald skuli segja svona í fjölmiðlum,“ segir Vésteinn Sveinsson, körfuboltaþjálfari hjá Aþenu, um þær ástæður sem framkvæmdastjóri ÍSÍ gaf fyrir því að ekki væri búið að staðfesta lög félagsins. Börnin sem æfa undir handleiðslu Vésteins, Brynjars Karls Sigurðssonar og annarra þjálfara Aþenu hafa keppt undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga síðustu misseri. Í hópnum eru meðal annars stelpur sem léku undir handleiðslu Brynjars hjá Stjörnunni og ÍR, og voru aðalsöguhetjurnar í heimildarmyndinni Hækkum rána sem sýnd var í febrúar. Aþena þarf leyfi ÍSÍ til að verða fullgilt íþróttafélag og geta keppt undir eigin nafni. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Vísi að málið hefði tafist vegna þess að Aþena væri einnig nafn á íþróttaakademíu. ÍSÍ samþykki ekki fyrirtæki sem íþróttafélag. Líney sagði einnig að eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, í febrúar, hefði ÍSÍ ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknar Aþenu. Umsóknin hafði þá þó staðið óafgreidd síðan í nóvember, og á heimasíðu Aþenu segir að félagið hafi byrjað umsóknarferlið í ágúst 2019 en ferlið gengið afar hægt vegna afskiptaleysis ÍSÍ. „Þetta er dálítið ævintýraleg röksemdafærsla því að myndin kom út fyrir sex vikum. Hvað voru þau að gera hina 17 mánuðina?“ spurði Vésteinn í viðtali við Harmageddon í gær. Vésteinn segir að ÍSÍ hafi nú boðað forsvarsmenn Aþenu á fund kl. 13 á morgun en er ekki sérlega vongóður um að niðurstaðan verði að samþykkja umsókn félagsins. „ÍSÍ hefur ekki talað við okkur“ Af svörum Líneyjar að dæma virðast þjálfunaraðferðir Brynjars Karls, sem er titlaður yfirþjálfari Aþenu á heimasíðu félagsins, valda ÍSÍ áhyggjum, sem og sú staðreynd að hann hafi verið rekinn úr starfi hjá ÍR og Stjörnunni. ÍSÍ hafi því viljað taka sér tíma til skoðunar og upplýsingaöflunar. „Ef þau eru að afla sér upplýsinga er ég þá líka mjög forvitinn að vita hvar þau eru að gera það. ÍSÍ hefur ekki talað við okkur. Það eru átta þjálfarar hjá félaginu og fullt af foreldrum, og það hefur ekki verið talað við neinn. Ef að menn ætla að vera með áhyggjur af alls konar hlutum, en ætla svo ekki að skoða það… ég skil ekki hvert „pointið“ er,“ sagði Vésteinn í Harmageddon. Vésteinn segir að miðað við svör Líneyjar sé ekki ástæða til bjartsýni fyrir fundinn á morgun. „Þau ætluðu ekki að láta þetta fara í gegn en svo um leið og þetta kemur í fjölmiðla þá fáum við fund. Við erum búin að biðja um fund í eitt ár,“ sagði Vésteinn. „Þetta er hálfógeðslegt“ „Ég sé þetta ekkert öðruvísi en sem spillingu og valdníðslu af hálfu ÍSÍ,“ sagði Vésteinn og bætti við: „Vanvirðingin við foreldrana og alla krakkana hjá okkur sem vilja spila fyrir sitt félag… þetta bitnar náttúrulega á endanum á þeim. Þetta er hálfógeðslegt. Við erum með foreldra og krakka sem að keyra upp á Kjalarnes í 30 mínútur hvora leið. Þarna eru kennarar, lögreglufólk, háskólaprófessorar og alls konar fólk. Það á að afskrifa þetta fólk einhvern veginn af því að Brynjar er umdeildur. Markmið okkar er bara að fá félagið samþykkt. Annað hvort fáum við það samþykkt á þessum fundi eða þá að við fáum það mjög skýrt fram hvað þarf að gerast samkvæmt lögum ÍSÍ, til að fá félagið samþykkt.“ Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira
Börnin sem æfa undir handleiðslu Vésteins, Brynjars Karls Sigurðssonar og annarra þjálfara Aþenu hafa keppt undir merkjum Ungmennafélags Kjalnesinga síðustu misseri. Í hópnum eru meðal annars stelpur sem léku undir handleiðslu Brynjars hjá Stjörnunni og ÍR, og voru aðalsöguhetjurnar í heimildarmyndinni Hækkum rána sem sýnd var í febrúar. Aþena þarf leyfi ÍSÍ til að verða fullgilt íþróttafélag og geta keppt undir eigin nafni. Líney Rut Halldórsdóttir, framkvæmdastjóri ÍSÍ, sagði við Vísi að málið hefði tafist vegna þess að Aþena væri einnig nafn á íþróttaakademíu. ÍSÍ samþykki ekki fyrirtæki sem íþróttafélag. Líney sagði einnig að eftir sýningu heimildarmyndarinnar Hækkum rána, í febrúar, hefði ÍSÍ ákveðið að fresta afgreiðslu umsóknar Aþenu. Umsóknin hafði þá þó staðið óafgreidd síðan í nóvember, og á heimasíðu Aþenu segir að félagið hafi byrjað umsóknarferlið í ágúst 2019 en ferlið gengið afar hægt vegna afskiptaleysis ÍSÍ. „Þetta er dálítið ævintýraleg röksemdafærsla því að myndin kom út fyrir sex vikum. Hvað voru þau að gera hina 17 mánuðina?“ spurði Vésteinn í viðtali við Harmageddon í gær. Vésteinn segir að ÍSÍ hafi nú boðað forsvarsmenn Aþenu á fund kl. 13 á morgun en er ekki sérlega vongóður um að niðurstaðan verði að samþykkja umsókn félagsins. „ÍSÍ hefur ekki talað við okkur“ Af svörum Líneyjar að dæma virðast þjálfunaraðferðir Brynjars Karls, sem er titlaður yfirþjálfari Aþenu á heimasíðu félagsins, valda ÍSÍ áhyggjum, sem og sú staðreynd að hann hafi verið rekinn úr starfi hjá ÍR og Stjörnunni. ÍSÍ hafi því viljað taka sér tíma til skoðunar og upplýsingaöflunar. „Ef þau eru að afla sér upplýsinga er ég þá líka mjög forvitinn að vita hvar þau eru að gera það. ÍSÍ hefur ekki talað við okkur. Það eru átta þjálfarar hjá félaginu og fullt af foreldrum, og það hefur ekki verið talað við neinn. Ef að menn ætla að vera með áhyggjur af alls konar hlutum, en ætla svo ekki að skoða það… ég skil ekki hvert „pointið“ er,“ sagði Vésteinn í Harmageddon. Vésteinn segir að miðað við svör Líneyjar sé ekki ástæða til bjartsýni fyrir fundinn á morgun. „Þau ætluðu ekki að láta þetta fara í gegn en svo um leið og þetta kemur í fjölmiðla þá fáum við fund. Við erum búin að biðja um fund í eitt ár,“ sagði Vésteinn. „Þetta er hálfógeðslegt“ „Ég sé þetta ekkert öðruvísi en sem spillingu og valdníðslu af hálfu ÍSÍ,“ sagði Vésteinn og bætti við: „Vanvirðingin við foreldrana og alla krakkana hjá okkur sem vilja spila fyrir sitt félag… þetta bitnar náttúrulega á endanum á þeim. Þetta er hálfógeðslegt. Við erum með foreldra og krakka sem að keyra upp á Kjalarnes í 30 mínútur hvora leið. Þarna eru kennarar, lögreglufólk, háskólaprófessorar og alls konar fólk. Það á að afskrifa þetta fólk einhvern veginn af því að Brynjar er umdeildur. Markmið okkar er bara að fá félagið samþykkt. Annað hvort fáum við það samþykkt á þessum fundi eða þá að við fáum það mjög skýrt fram hvað þarf að gerast samkvæmt lögum ÍSÍ, til að fá félagið samþykkt.“
Körfubolti Íþróttir barna Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Fótbolti Bætti heimsmetið aftur Sport Angel Reese í hálfs leiks bann Körfubolti Fleiri fréttir Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Einkunnir á móti Frakklandi: Engin orka og engin trú Myndaveisla: Gleði fyrir síðasta leikinn á EM Leik lokið: Ísland - Frakkland 114 - 74 | Afleitur endir á EM Skandall í NBA: Borguðu honum milljarða fyrir að gera ekki neitt „Jesús breytti vatni í vín en ég kann það ekki“ Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Sjá meira