Búið að handtaka eltihrellinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 18:12 Svona var aðkoman á þriðjudagsmorgun þegar Svala Lind ætlaði að setjast upp í bílinn sinn. Maðurinn er grunaður um að hafa unnið skemmdarverkið. Karlmaður á þrítugsaldri, sem meðal annars er grunaður um frelsissviptingu og ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, var handtekinn í dag. Hann hafði áður verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar 17. mars en sleppt eftir að héraðsdómur féllst ekki á að úrskurða hann í gæsluvarðhald. Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Mál mannsins hefur vakið mikla athygli en hann hefur stöðu sakbornings í fjölda mála sem lögregla á höfuðborgarsvæðinu hefur til meðferðar. Hann er til dæmis grunaður um að hafa með hótunum og ofbeldi frelsissvipt ungan mann í nóvember, sem hann grunaði um að hafa átt í tygjum við fyrrverandi kærustu sína. Héraðsdómur hafnaði í síðustu viku kröfu lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum. Lögregla kærði úrskurðinn til Landsréttar sem féllst á kröfu lögreglu. Rakið er í gæsluvarðhaldsúrskurðinum sem birtur var á vef Landsréttar í dag að maðurinn hafi verið handtekinn á heimili fyrrverandi kærustu sinnar í Kópavogi 17. mars, þar sem hann hafi ruðst inn og látið ófriðlega. „Hey, 24 tímar“ Svala Lind Ægisdóttir, móðir unga mannsins sem maðurinn er grunaður um að hafa frelsissvipt, lýsti síðustu mánuðum í viðtali í Íslandi í dag í gærkvöldi. Líkt og Svala lýsti, og rakið er í úrskurðinum, er maðurinn grunaður um að hafa stungið á hjólbarða á bíl hennar og unnið á honum skemmdarverk. Þá var honum gert að sæta nálgunarbanni gagnvart bæði henni og syni hennar, sem hann er talinn hafa þverbrotið síðustu mánuði. Þá er því lýst í úrskurði héraðsdóms að Svala hafi fengið ítrekaðar símhringingar í mars frá einhverjum sem hún taldi vera manninn. Í eitt skipti hafi hún svarað símanum og aðilinn á hinni línunni sagt „Hey, 24 tímar“ og svo skellt á. Þá hafi hún um miðjan mars tekið upp símtöl frá manninum þar sem heyra má meintar hótanir, meðal annars: „Ég skal segja þér það að fjölskylda þín og allir sem tengjast þér missa lífið, bara að segja þér það.“ Greint var frá því í dag maðurinn hefði ekki enn gefið sig fram við lögreglu eftir að Landsréttur sneri úrskurði héraðsdóms við. Margeir Sveinsson yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir við fréttastofu nú síðdegis að maðurinn hafi verið handtekinn. Hulda Elsa Björgvinsdóttir sviðsstjóri ákærusviðs hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ræddi málefni síbrotamanna í Reykjavík síðdegis í dag. Hún sagði meðal annars að á annan tug manna væru á síbrotalista lögreglu. Viðtalið við Huldu Elsu má hlusta á í spilaranum hér fyrir neðan.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27 „Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31 Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07 Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Innlent Skapari Call of Duty lést í bílslysi Erlent Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Innlent Hiti geti mest náð átján stigum Veður Fleiri fréttir Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Ný könnun Maskínu: „Væri alveg ný staða í íslenskum stjórnmálum“ Glæný Maskínukönnun og jólaóveður Ársæll hringdi beint í utanríkisráðherra eftir fundinn Ósannað að fimmtán ára stúlka hafi stungið sextán ára pilt tvisvar Sameina Farice, Öryggisfjarskipti og hluta Neyðarlínunnar Gaf fingurinn á Miklubraut Birtir drög að lögum um lagareldi: Hyggst leggja niður Fiskeldissjóð Hundrað og fjörutíu milljarða bótakrafa á Samherja sé súrrealísk Skemmdir í kirkjugörðum vegna aksturs utan vegar Ólýsanlegur harmur fyrir fjölskylduna og söfnun hleypt af stokkunum „Ég hef aldrei upplifað annan eins harm“ Vill leiða lista Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ „Þetta hefur verið þungur tími“ Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Sjá meira
Eltihrellirinn ekki gefið sig fram við lögreglu Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll og var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær hefur ekki gefið sig fram við lögreglu. 23. mars 2021 11:27
„Við erum brotin fjölskylda og gjörbreytt“ Svala Lind Ægisdóttir er ósköp venjuleg fjölskyldukona í Reykjavík sem hefur þurft að þola linnulausar ofsóknir ókunnugs manns á þrítugsaldri í vetur. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær en hefur ekki gefið sig fram við lögreglu sem leitar hans. 23. mars 2021 10:31
Eltihrellirinn í gæsluvarðhald eftir allt saman Karlmaður á þrítugsaldri var í dag í Landsrétti úrskurðaður í þriggja og hálfs vikna gæsluvarðhald til 15. apríl. Karlmaðurinn er grunaður um frelsissviptingu, ítrekuð brot gegn nálgunarbanni, hótanir og eignaspjöll. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 22. mars 2021 14:07