Er allt í rugli með sóttvarnirnar? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 23. mars 2021 16:01 Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Ferðamennska á Íslandi Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher Skoðun Skoðun Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar Skoðun Um peninga annarra Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar Skoðun Erum við að reyna að láta rangan hóp leysa húsnæðisvandann? Stefnir Húni Kristjánsson skrifar Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun What is Snorri Másson talking about? Colin Fisher skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti meirihlutans í Reykjavík Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Öxlum ábyrgð og segjum satt Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Einföldum lífið í úthverfunum Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sigfús í sexuna! Mörður Árnason skrifar Skoðun Drengirnir okkar, Ísland vs Finnland Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Án tónlistar væri lífið mistök Unnur Malín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Veit Inga hvað hún syngur? Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Með einkarétt á internetinu? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Tímabær endurskoðun jafnlaunavottunar Hákon Skúlason skrifar Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Sjá meira
Nei, sannarlega ekki. En umræðan um bólusetningar, sóttkvíarreglur, breytingar á sóttvörnum gagnvart fólki utan Schengen og fyrirhugaða breytingu á sóttvarnarreglum frá og með 1. maí hefur grautast töluvert saman undanfarna viku. Í öllu því brasi er þó fernt sem er mikilvægt að hafa ætíð í huga. Reglurnar eru byggðar á gögnum en ekki geðþótta Okkur Íslendingum hefur farnast það vel sem ýmsum öðrum hefur gengið verr, að byggja reglur um sóttvarnir á gögnum fremur en t.d. pólitískum duttlungum. Þar hafa gögn um útbreiðslu veirunnar, niðurstöður skimana og önnur sóttvarnavísindaleg nálgun vissulega verið í forgrunni, en ekki má gleyma því að til hliðar við þau eru fleiri gögn sem ríkisstjórnin þarf að hafa í huga þegar ákvarðanir eru teknar. Gögn um efnahagslegar afleiðingar, neikvæð samfélagsleg áhrif atvinnuleysis o.s.frv. skipta þar ekki síður máli. Það er fleira sem er undir en aðeins það hversu margir smitast eða veikjast. Fleira hefur afleiðingar á lífsviðurværi fólks og heilsu heldur en sjúkdómurinn sjálfur. Það verður að gæta þess að lækningin sé ekki skæðari en sjúkdómurinn. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er þess vegna ekki að gera bara allt sem sóttvarnalæknir segir. Hlutverk ríkisstjórnarinnar er að meta öll gögnin, sóttvarnarleg og efnahagsleg, og taka ákvörðun út frá því sem líkleg er til að skila hagstæðastri niðurstöðu fyrir okkur öll inn í framtíðina. Virðum reglurnar Að þessu sögðu er mjög mikilvægt að við virðum reglurnar á meðan þær eru í gildi. Við getum haft á þeim mismunandi skoðanir, verið sammála eða ósammála eða þótt þurfa að breyta þeim, jafnvel barist fyrir því opinberlega. En við eigum að virða þær engu að síður. Því er það ótrúlegt að sjá að Íslendingar og aðrir búsettir hér á landi skuli dag hvern mæta út á flugvöll til að taka á móti fólki sem á að fara beint í sóttkví. Í gær birtist frétt um að tveir ferðamenn hefður brotið sóttkví á Norðurlandi. Sjaldséðari eru fréttir um íslenska og erlenda ríkisborgara sem búa hér á landi og svindla á sóttkvínni. Um það er fjöldi dæma en þó er ekkert um það fjallað. Ég er augljóslega talsmaður þeirra hagsmuna ferðaþjónustufyrirtækja að ferðamenn þurfi ekki að sæta sóttkví. Ég er hins vegar fyrsti maður til að taka undir að á meðan sú regla gildir eiga allir komufarþegar til landsins að virða sóttkví – bæði ferðamenn og íbúar landsins. Því eru skilaboðin einföld: Hættið að sækja fólk sem á að fara í sóttkví út á flugvöll. Notið grímur. Virðið fjarlægðartakmörk og sóttkví. En haldið áfram að gagnrýna það sem er gagnrýnivert. Það er grundvallarþáttur í lýðræðisþjóðfélagi. Treystum vísindunum Sóttvarnalæknir benti á það á dögunum að engin faraldsfræðileg rök væru fyrir því að taka ekki gild bólusetningarvottorð frá ríkjum utan Schengen alveg eins og frá ríkjum innan Schengen, og reglugerð heilbrigðisráðherra um það er byggð á ráðleggingum frá sóttvarnalækni. Ef við ætlum á annað borð að treysta bólusetningum hér á landi er engin ástæða til að treysta síður bólusetningum frá öðrum löndum. Og bólusettur Breti er alveg jafn bólusettur og bólusettur Þjóðverji. Íslendingar hafa hlotið jákvæða umfjöllun á alþjóðavettvangi fyrir það hvernig við höfum hanterað þennan faraldur hingað til, og það hefur orðið til þess að auka áhuga á Íslandi og fjölga þeim sem hafa áhuga á að ferðast til þessa græna og góða lands sem hefur staðið sig svo vel í baráttunni við Covid. Í því felast hagsmunir fyrir okkur öll en ekki bara fyrir ferðaþjónustuna sem eitthvað afmarkað mengi sem ekki snertir þjóðina. Ferðaþjónustan er ekkert annað en fólkið sem hefur af henni atvinnu og fær af henni tekjur til að halda heimili og fjölskyldu. Og virðiskeðja hennar er svo víð að þegar hún kemst aftur í gang mun allt samfélagið njóta góðs af. Rökræðum málin af skynsemi Eitt af því sem hefur komið upp í umræðunni er hræðsla við að ferðamenn muni unnvörpum falsa vottorð um bólusetningar. Það er furðuleg röksemd. Við getum bara sjálf spurt okkur þess, þegar keypt hefur verið ferð til útlanda fyrir fjölskylduna fyrir hundruð þúsunda, hvort við myndum sjálf stefna þeim peningum og fjölskyldufríinu í hættu út á að vera gripin í landamæraeftirliti erlendis með fölsuð vottorð? Yfirgnæfandi meirihluti svarar þessari spurning neitandi. Við tökum ekki þá áhættu, heldur verðum okkur frekar úti um alvöru vottorð. Það sama gildir um yfirgnæfandi meirihluta gesta okkar sem ferðast til landsins. Erlendir ferðamenn eru nefnilega ekki einhver hjörð óalandi og óferjandi svindlara, heldur bara venjulegt fólk eins og þú og ég. Ferðamenn hafa bara neikvæða hagsmuni af því að falsa vottorð og áhættan af því er því hverfandi. Aðrir hópar hafa mögulega jákvæða efnahagslega hagsmuni af því að falsa vottorð til að komast inn í landið, t.d. þeir sem búa á Íslandi eða koma hingað vegna vinnu. Það hafa t.d. nýleg dæmi erlendis frá sýnt. Auk þess gerir krafa um framvísun neikvæðs PCR vottorðs þeim sem ferðast í gegn um þriðja land mun erfiðara fyrir að fela slóð sína. Að lokum er rétt að hafa þetta í huga: Gögn úr landamæraskimun sýna að ferðamenn frá svæðum þar sem faraldurinn er í litlum vexti eru mun ólíklegri til að valda innanlandssmitum en fólk sem hefur tengsl við samfélagið hér á landi. Þá hafa Thor Aspelund o.fl. nýlega sýnt fram á að einna minnstar líkur séu á að ferðamenn valdi innanlandssmitum ef einmitt er notuð aðferðin sem taka á upp gagnvart grænum og gulum ríkjum frá 1. maí – þ.e. framvísun neikvæðs PCR prófs og landamæraskimun. Treystum því gögnunum, virðum reglurnar og rökræðum málin af skynsemi. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson skrifar
Skoðun Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Hvers vegna er endurtekið ófremdarástand á bráðamóttökunni? Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Tilraunastarfsemi stjórnvalda á kostnað matvælaöryggis og lýðheilsu Þorsteinn Narfason skrifar
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Menntun barna byrjar ekki í kennslustofunni - ekki dæma skólann áður en þú skilur hann Agnar Már Másson Skoðun
Úrræðaleysi í helgreipum – þegar kerfið bregst börnum með fjölþættan vanda Þóranna Ólafsdóttir Skoðun
Fyrir dómstólum fyrir að verja líf – augliti til auglitis við Kristján Loftsson Anahita Sahar Babaei Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun