Samkomulag um eflingu eða eyðingu? Gunnar Guðbjörnsson skrifar 23. mars 2021 11:57 Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tónlist Skóla - og menntamál Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar – rolluþjóð með framtíð í hampi Sigríður Ævarsdóttir skrifar Skoðun Við hvað erum við hrædd? Ingvi Hrafn Laxdal Victorsson skrifar Skoðun Höfuðborgin eftir fimmtíu ár, hvað erum við að tala um? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Sjá meira
Í skólastarfi grunn- og framhaldsskóla í Reykjavík og raunar víðsvegar um landið þrífst öflug uppspretta tónlistarleikhúss. Söngleikjasýningar njóta gríðarlegra vinsælda í skólunum og leikhúsum okkar Íslendinga en um leið virðist aðeins einn skóli einbeita sér heildrænt að tónlistarleikhúsi; óperu og söngleikjum. Vissulega eru öflugir leiðbeinendur í skólum sem setja upp sýningar og oft er leitað til frábærs tónlistarfólks til að leiða tónlistarhluta sýninganna en í flestum listgreinum má finna sérskóla þar sem höfuðáhersla er á eina grein, svo sem myndlist eða tónlist. Söngskóli Sigurðar Demetz er upprunalega sprottinn úr grasrót söngvara. Hin síðari ár hefur söngleikhús orðið aðaláherslan en sífellt fjölgar þeim sem fá leiklistarþjálfun með söngnámi sínu í skólanum. Sem stjórnandi skólans finnst mér ég enn ekki hafa gert nóg. Fjármögnun á starfsemi skólans er sveiflukennd og illa hefur gengið að fá heimildir til að fjölga nemendum. Það hefur verið helsti dragbítur á áframhaldandi framgang skólans um leið og ekki er hægt að anna eftirspurn um skólavist. Í stjórnmálum verða vinsældir oftast til valdeflingar en vinsældir SSD virðast ekki duga til að opna augu stjórnvalda fyrir því að eigi listgreinar að eflast þarf menntun í sömu grein að fá tækifæri til að eflast. Söngskóli Sigurðar Demetz er rekinn á forsendum tónlistarkóla en vinnur við önnur skilyrði en tónlistarnám. Leiklistarkennslan í skólanum er ekki hluti af námskrá og því þarf skólinn að fjármagna þá kennslu með skólagjöldum. Vissulega væri gott ef skólinn fengi þann kennslukostnað greiddan en til þess er lítil von á meðan berjast þarf um hverja krónu svo að kauphækkunum hverju sinni sé mætt. Frá því að yfirvöld gerðu við tónlistarskóla svonefnt samkomulag um eflingu tónlistarnáms árið 2011 hafa reglubundið myndast rekstrarörðuleikar hjá söngskólanum. Í ár stöndum við enn eitt skiptið í þeim sporum en nýlega fékk ég þó þær góðu fréttir að verið væri að leysa úr bráðavanda skólans. Eftir að tónlistarkennarar náðu fram sínum hluta lífskjarasamninga myndaðist aftur gríðarlegur mismunur milli fjármögnunar og launa en vonandi eru fréttir um að það bil verði fyllt réttar. Sami vandi hefur ítrekað valdið rekstrinum skaða síðustu ár og margoft verið reynt að opna augu stjórnvalda fyrir kerfisgallanum, án sýnilegs árangur. Þrátt fyrir jákvæðar fréttir af enn einni skammtímalausninni reyndi undirritaður að ná eyrum viðkomandi ráðuneytis um nauðsyn þess að jafnari og tryggari fjármögnun skólastarfs í Söngskóla Sigurðar Demetz yrði tryggð enda erfitt að standa ítrekað í að bjarga sama skólanum frá gjaldþroti. Enn hef ég ekki gefið upp þá von að brugðist verði við þegar gerð næsta samkomulags um eflingu tónlistarnáms liggur fyrir. Verði það ekki gert í þetta sinn er hætt við að öfugnefnið, „samkomulag um eyðingu söngnáms“ verði framtíðarheiti þess samkomulags. Söngnemendum hefur nefnilega fækkað um 120 síðan samkomulagið komst á en það jafngildir heilum Söngskóla Sigurðar Demetz. Söngvarar hafa lengi beðið eftir Þjóðaróperu og viðurkenningu íslenska ríkisins á þeim sess sem listgreinin á hjá þjóðinni. Söngleikir eiga samleið með þeirri viðurkenningu og greinarnar tvær eiga augljósan samhljóm eins og sést á starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz. Frá lokum 19. aldar hafa söngvarar gert garðinn frægan erlendis og sé tekið mið af vinsældum tónlistarleikhúss á Íslandi væri tækifærið nú til að veita því brautargengi í verki, varðandi menntun og framkvæmd. Höfundur er skólastjóri Söngskóla Sigurðar Demetz.
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Skoðun Pólitískt ofbeldi, fasismi og tvískinnungur valdsins Davíð Aron Routley,Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason Skoðun