Ný afbrigði áhyggjuefni fyrir samfélagið Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 19:02 Páll Matthíasson, forstjóri Landspítala. Lögreglan Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalann, segir álagið á spítalann hafa aukist upp á síðkastið. Til skoðunar er hvort hækka eigi viðbúnaðarstig spítalans úr óvissustigi yfir á hættustig en ný afbrigði veirunnar munu ekki hafa áhrif á verklag á spítalanum. Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira
Alls greindust 26 kórónuveirusmit frá föstudegi til sunnudags, þar af sjö innanlands. Af þeim nítján landamærasmitum sem greindust um helgina eru tíu skipverjar um borð á súrálsskipi sem lagði að bryggju á Reyðarfirði, en skipið kom frá Brasilíu. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sagði í samtali við RÚV í dag að gengið væri út frá því að um brasilíska afbrigði veirunnar væri að ræða í tilviki skipverjanna. Afbrigðið er talið meira smitandi og mögulega ónæmara fyrir bóluefnum en önnur afbrigði. Allt kapp er þó lagt á að koma í veg fyrir að smit berist út í samfélagið. „Við erum með um sextíu manns núna sem við erum að sinna á Covid-19 göngudeildinni. Við vorum komin með þrjá í innlögn á smitsjúkdómadeild okkar A7 í morgun,“ sagði Páll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Farsóttanefnd Landspítalans fundaði í hádeginu í dag og ræddi þann möguleika að færa viðbúnaðarstig spítalans af óvissustigi yfir á hættustig, en óvissustig hefur verið frá því í nóvember. Verði spítalinn færður upp á hættustig verða breytingar gerðar á starfsemi hans til þess að auka þjónustu við Covid-sjúklinga. Páll segir spítalann viðhafa fyllstu smitgát í sinni starfsemi og verklagið muni ekki breytast. Almenningur þurfi þó að huga að smitvörnum sem aldrei fyrr. „Það er vissulega áhyggjuefni fyrir samfélagið. Varðandi Landspítala þá sýnum við fyllstu smitgát og höfum ákveðið verklag og það breytist ekki þó að um þessi afbrigði sé að ræða. Hins vegar má segja almennt um samfélagið að það er full ástæða fyrir fólk að huga sem aldrei fyrr að persónubundnum sóttvörnum.“ Viðtal við Pál í kvöldfréttum Stöðvar 2 má sjá hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Landspítalinn Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Innlent Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Innlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Ekki púað á Snorra Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent Fleiri fréttir Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Létu Staðarskála ekki duga og tóku yfir pitsustað Hrafnar opna lokaðan póstkassa eins og ekkert sé Fyrrverandi félagsmálaráðherra eigi eftir að svara í máli Yazans Hafi ekki sakað blaðamenn um hleranir: „Ég sagði það ekki og hef hvergi sagt það“ „Gæsahúð, án gríns“ Sagði að Þórdís myndi undirrita vegna tengsla Bjarna við Hval Leynilegar upptökur og hrafnar sem tæta í sig reikninga fólks Í gæsluvarðhald vegna alvarlegra ofbeldisbrota í Hafnarfirði Bauð leyniupptökur af spillingu í nafni ísraelsks njósnafyrirtækis Bein útsending: Tekist á um samgöngur í Norðvesturkjördæmi Hafa tilkynnt E. coli veikindin til Sjóvá Ók á sjö kindur og drap þær Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Pallborðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir? Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Sjá meira