Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 18:26 Bjarni Benediktsson segir horfurnar hafa batnað til muna. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Fleiri fréttir Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent