Helsta áskorunin að bregðast við atvinnuleysi Sylvía Hall skrifar 22. mars 2021 18:26 Bjarni Benediktsson segir horfurnar hafa batnað til muna. Stöð 2/Arnar Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir horfurnar hafa batnað og ástæða sé til aukinnar bjartsýni til framtíðar. Allir helstu vísar séu að þróast í rétta átt þessa stundina. Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“ Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira
Þetta kom fram í samtali Bjarna við fréttastofu eftir kynningu á fjármálaáætlun fyrir árin 2022-2026. Hann segir núverandi áætlun vera uppfærslu á eldri áætlun þar sem skuldahlutföllin séu að lagast og útlit fyrir að aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi skilað árangri. „Afkoman er að lagast heilmikið – yfir hundrað milljarða. Það vekur okkur bjartsýni inn til framtíðar. Þetta eykur líkurnar á því að við náum okkar markmiðum um að stöðva skuldasöfnunina,“ segir Bjarni. Kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður Bjarni segir aðgerðir ríkisstjórnarinnar í kórónuveirufaraldrinum hafa verið mögulegar vegna þeirrar stöðu sem hafi verið byggð upp undanfarin ár. „Það er mjög merkilegt að kaupmáttur fólks hafi verið óskaddaður í gegnum árið í fyrra.“ Hann segir þó atvinnuleysið vera samfélagslegt vandamál en ríkisstjórnin hafi einnig gripið til aðgerða vegna þess. Hún hafi staðið með fyrirtækjum, lengt tekjutengt tímabil atvinnuleysisbóta og kynnt úrræði á borð við hlutabótaleiðina. „Nú erum við að opna fyrir frekari ráðningar beint af atvinnuleysisskrá. Það eru mjög kraftmiklar aðgerðir í gangi núna og hafa verið af hálfu þessarar ríkisstjórnar allan tímann, sem eru mælanlega að skila miklum árangri.“ Til lengri tíma litið sé þó stærsta áskorunin að bregðast við spám um aukið atvinnuleysi, en að mati Bjarna sé vænlegasta lausnin að skapa hvetjandi umhverfi. „Að standa með fyrirtækjum sem tímabundið standa í ströggli en eiga sér framtíðarvon, að gera eins og við höfum gert; setja peninga í fjárfestingu og inn í samkeppnissjóðina. Hvetja fyrirtæki til að stunda rannsóknir og nýsköpun á Íslandi. Standa með frumkvöðlum. Þetta skiptir allt máli því þarna er verið að sá fræjum til framtíðar sem munu skjóta rótum og vera grundvöllur að framtíðarverðmætasköpun.“ Klippa: Bjarni Benediktsson um nýja fjármálaáætlun Megináherslur ríkisstjórnarinnar endurspeglist í áætluninni Næsta ríkisstjórn sem tekur við eftir kosningar í haust er ekki bundin af þeirri fjármálaáætlun sem kynnt var í dag. Aðspurður hvaða ráð hann myndi gefa næstu ríkisstjórn segir Bjarni að áætlunin endurspeglaði megináherslur núverandi ríkisstjórnarinnar. „Að beita ríkisfjármálunum til þess að veita viðspyrnu en fara líka í fjárfestingu og standa með þeim sem ætla að skapa verðmæti á Íslandi í framtíðinni. Að huga síðan líka vel að nýtingu opinberra fjármuna, fara vel með opinbert fé og gera kröfu um aukna skilvirkni,“ segir Bjarni. „Þetta eru lykilþættir sem ég tel að muni varða veginn fram á við alveg eins og við erum nú þegar farin að sjá árangur í dag af þessum áherslum undanfarna mánuði og undanfarið ár.“
Efnahagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Fleiri fréttir Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landinu á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Sjá meira