Leiðin sem flestir mæla með að gosinu í Geldingadal Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2021 14:44 Hér má sjá gönguleiðina sem flestir mæla með að gosstöðvunum í Geldingadal. Gengið er frá lokunarpósti á Suðurstrandarvegi rétt austan megin við Grindavík. Um átta kílómetra göngu er að ræða. Til skoðunar er að útbúa bílastæði nærri gossvæðinu fyrir göngufólk. Vísir/Loftmyndir ehf Margir hafa velt því fyrir sér hvaða leið sé best að fara að gosinu í Geldingadal. Á laugardag mælti Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn með því að ganga frá Bláa lóninu. Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Hafa margir í kjölfarið lagt bílum sínum við Bláa lónið, Gíghæð og Sýlingafell sem eru við Grindavíkurveg. Eins og staðan er í dag þá er stysta leiðin án efa að hefja gönguna við lokunarpóst björgunarsveita á Suðurstrandarvegi austan við Grindavík. Á laugardag var veginum lokað við Festarfjall og borið við að sig hefði myndast í veginum vegna skjálftavirkni. Á sunnudeginum hafði lokunarpósturinn verið færður enn fjær gosstöðvunum, og var í raun við bæjarmörk Grindavíkur á Suðurstrandarvegi. Fréttastofa ræddi við Hjálmar Hallgrímsson, lögreglumann á Suðurnesjum, við lokunarpóstinn á Suðurstrandarvegi í gær þar sem hann sagði um átta kílómetra frá þeim stað og að gossvæðinu í Geldingadal. Flestir ganga þá Suðurstrandarveg í átt að Borgarfjalli. Kosturinn við það er að þá er gengið bróðurpartinn á malbiki. Gengið er með fram Borgarfjalli í átt að Nátthagakrika. Þaðan þarf að ganga upp tvær hæðir áður en komið er að Geldingadal. Á laugardag hafði þegar myndast stígur upp hlíðarnar eftir alla þá sem höfðu lagt leið sína að gosstöðvunum. Leiðin frá Suðurstrandavegi, meðfram Borgarfjalli og að Nátthagakrika. Þar þarf að ganga yfir talsverða hæð til að komast að Geldingadal.Vísir/Loftmyndir ehf Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sagði í fréttum Stöðvar 2 í gær að hann væri þeirrar skoðunar að frekar ætti að auðvelda fólki förina að gossvæðinu heldur en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Læknirinn Tómas Guðbjartsson deildi þessari skoðun í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Nú er í skoðun hjá lögreglunni á Suðurnesjum að útbúa bílastæði nær gönguleiðinni að gossvæðinu og hefur björgunarsveitin Þorbjörn í Grindavík til skoðunar að koma upp miðstöð nærri gossvæðinu til að aðstoða göngufólk sem vill skoða gosstöðvarnar. Ákveðið hefur verið að stika leiðina eins og lesa má um hér að neðan. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því vind mun lægja á morgun og þá gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Sterk sunnanátt hefur verið á svæðinu undanfarna daga. Sterkur vindur úr suðri hefur því blásið gasmengunina frá fólki sem gengur að gosstöðvunum. Ef gasið fær hins vegar að vera óáreitt í logni, eins og gæti orðið síðdegis á morgun, gæti safnast upp hátt magn brennisteinstvíildis. Koltvísýringur og kolmonoxíð og önnur gös sem eru þung geta streymt frá gosinu. Þau geta valdið því að það myndist svæði í lægðum þar sem er ekkert súrefni. Ef slíkar aðstæður myndast mun gasgríma engum hjálpa. Það sem fólk ætti líka að hafa í huga ef það ætlar sér að gosstöðvunum er að fjarskiptasamband frá Borgarfjalli og í Geldingadal er mjög slæmt. Það gerir það að verkum að ef fólk er með kveikt á símanum á göngu er hann stöðugt að leita að sambandi. Við það eyðir hann mikilli orku og verður fljótt rafmagnslaus, og hjálpar kuldinn ekki í því ástandi. Er mælst til þess að fólk tryggi að síminn sé með sem mesta hleðslu áður en lagt er af stað. Ef fólk býr yfir aukahleðslu þá ætti það að hafa slíkt meðferðis. Einnig er bent á að hafa símann jafnvel stilltan á „flight mode" svo hann leiti ekki stöðugt eftir sambandi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos í Fagradalsfjalli Grindavík Almannavarnir Mest lesið Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Innlent Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Fleiri fréttir Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Engin u-beygja vegna pillu forstjóra Icelandair Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Sjá meira
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?