Brýnt að virða tilmæli því á morgun gæti mengun orðið lífshættuleg Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:27 Frá gosstöðvunum í Geldingadal í gær. Vísir/Vilhelm Náttúruvársérfræðingur segir að staðan á eldgosinu sé svipuð og í upphafi og að það sé ekkert sem bendi til þess að því ljúki í dag. Biðlað er til fólks um að virða tilmæli almannavarna því þegar lægir á morgun gæti gosmengun í Geldingadal orðið lífshættuleg. Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig. Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
Bryndís Ýr Gísladóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að litlar breytingar hafi orðið á eldgosinu. „Eins og er þá er [staðan] svipuð og hún hefur verið frá því það byrjaði. Það er áframhaldandi hraunrennsli.“ Á gostímabili sé eðlilegt að ýmist aukist eða dragi úr ákefð gossins til skiptis. Því sé afar hæpið að draga ályktanir um endalok þess út frá vefmyndavélum á vettvangi. „Þetta getur komið í hviðum þannig að það er ekki hægt að segja til um þetta strax út frá vefmyndavélum að dæma. Við erum bara að horfa á þetta öðrum megin. Við sjáum ekki hvað er að ske hinum megin.“ Við mælingar í morgun kom í ljós að gasmengun er á gossvæðinu í Geldingadal og er mælingin komin upp fyrir hættumörk. „Síðast var mælt hjá okkur í gær. Við vitum ekki hver staðan er hjá okkur núna en fólk frá okkur fer að mæla eftir hádegi en þær tölur sem talað var um í morgun komu ekki frá okkur heldur viðbragðsaðilum með handmæla.“ Bryndís segir að á morgun sé afar líklegt að gosmengun fari upp úr öllu valdi í dalnum því þá er útlit fyrir að dragi úr vindi og þá safnast gas frekar fyrir. „Þá verður mun meiri hætta á gassöfnun ofan í dalnum við gosstöðvarnar og getur þá orðið lífshættulegt.“ Aðspurð hvort almenningi verði meinaður aðgangur að svæðinu alfarið ef mengunin mun teljast lífshættuleg svarar Bryndís því til að það sé líklegt en erfitt sé að fá fólk til að fara að tilmælum. „Það er spurning hvort það sé hægt. Þeir sem ætla sér að fara munu örugglega finn leið. En það munu að öllum líkindum koma tilmæli frá okkur, almannavörnum og viðbragðsaðilum að það verði alls ekki sniðugt að fara ef aðstæður verða þannig. Eins og sást í nótt var búið að vara við vondu veðri og fleira og björgunarsveitir voru á fullu að hjálpa fólki.“ Svona hegðun valdi mun meira álagi á björgunarsveitirnar og stofni lífi fjölda fólks í hættu. Eru einhverjar vísbendingar um að það gæti farið að gjósa á fleiri stöðum? „Það er alltaf möguleiki á að það opnist einhvers staðar á því svæði sem gangurinn liggur þannig að fólk þarf að hafa varann á og passa sig.
Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Grindavík Tengdar fréttir „Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34 Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51 Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38 Mest lesið Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Erlent Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Innlent Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Innlent Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Innlent Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Innlent Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Erlent „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Innlent Klukkustunda bið eftir dekkjaskiptum í vetrarparadísinni Veður Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Fleiri fréttir Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play „Ég skoðanakúgaði sjálfa mig í þágu friðar og þæginda félagslega“ Burðardýr fengu þungan dóm fyrir kókaínsmygl Skora á ráðherra og segir skjaldborg slegið um vændiskaupendur Fresta fundi til tíu í fyrramálið Stórskemmtilegur innhringjandi og óhefðbundin útför Viðgerð muni taka einhverja mánuði „Afar ólíklegt“ að Nadine taki slaginn í borginni fyrir Miðflokkinn Grunuð um íkveikju í Nettó, Nytjamarkaðnum og eigin húsi Segir borgina refsa foreldrum til að mæta rekstrarvanda Aflýsa verkfalli öðru sinni Umferðarslys á Fagradal og veginum lokað Segir sorglega illa hafa verið haldið á hagsmunum flugsins Umferðarteppa í Ártúnsbrekku vegna aftanákeyrslu Bein útsending: Verndum vatnið Víða vetrarfærð, Fjarðarheiði lokuð og björgunarsveitir aðstoða fólk í föstum bílum Kettlingur í hættu vegna sprautunála og haldið í gíslingu af nágranna Kona í fjölbýlishúsinu talin brennuvargur en gengur laus „Vonbrigði hvað kom lítið út úr fundinum í gær“ Fangavörður rekinn fyrir að stela af fanga Óvissa á Grundartanga og flugumferðarstjórar funda Hafsteinn Dan tekur við formennsku í refsiréttarnefnd Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Hálfsdagslokun leikskóla skyndilega orðin að heilsdagslokun „Alvarlegt áfall á Grundartanga” sem beri að bregðast við hratt Ný samnorræn og baltnesk gervigreindarmiðstöð opnuð í dag „Það getur einhver verið að tæla barnið þitt fyrir framan þig“ Sjá meira
„Svo breytist vindáttin stöðugt þannig að þetta eru ekki góðar aðstæður“ „[Aðstæður á gosstöðvunum] eru ekki mjög góðar. Það er svolítið mikið rok þarna, gerir haglél og alls konar. Svo er mikil mengun þarna sem safnast fyrir í lægðum og dældum alls staðar.“ Þetta segir Samúel Þorsteinsson hjá Björgunarfélagi Akraness sem hafði verið á gosstöðvunum frá klukkan eitt í nótt. 22. mars 2021 11:34
Vaknaði í Grindavík og fattaði að líklega væri verið að leita að honum Daniel Höhne, þýskur karlmaður búsettur á Íslandi, er eigandi bíls sem fannst mannlaus austan við Grindavíkurveg til móts við Bláa lónið í morgun. Hann lagði upp í göngu klukkan tólf á hádegi á sunnudag og í stað þess að fara aftur að bíl sínum ákvað hann að gista í Grindavík og sækja bílinn daginn eftir. 22. mars 2021 10:51
Þyrla Gæslunnar kölluð út til leitar Lögreglan á Suðurnesjum óskaði eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar upp úr klukkan hálfátta í morgun til að aðstoða við leit að fólki í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal. 22. mars 2021 08:38