Grillað brauð, hjólreiðafólk og þjóðhátíðarstemning við gosið Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. mars 2021 14:30 Fólksfjöldinn hjá eldgosinu við Fagradalsfjall á Reykjanesi í gær. Vísir/Vilhelm Mikill mannfjöldi var við eldgosið í Geldingadal við Fagradalsfjall þegar Vilhelm Gunnarsson fréttaljósmyndari Vísis leit þar við í gær. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira
Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum var góð stemning hjá flestum, en það virtist sem það væru ekki allir að passa upp á tveggja metra regluna og tilmæli yfirvalda vegna heimsfaraldursins. Fleiri en þúsund gestir voru samankomnir við gosið í gær þegar ljósmyndari okkar var á staðnum.Vísir/Vilhelm Þó að um helgina hafi birst fréttir um örmagna fólk, týnda einstaklinga og ofkælingarástand, virðist meirihlutinn í gær þó hafa verið vel búinn miðað við aðstæður. Hraunið er þó erfitt yfirferðar og lentu einhverjir í því að skórnir gáfu sig á leiðinni. Hér er búið að líma sólann á gönguskóna með blástrum og teygjum. Þessi ætlaði greinilega ekki að láta neitt stoppa sig á leiðinni að gosinu.Vísir/Vilhelm Ljósmyndarinn var þar fótgangandi eins og flestir viðstaddir, en þó rakst hann líka á hjólreiðafólk sem hafði komið á staðinn á vel útbúnum fjallareiðhjólum. Það er mun fljótlegra að komast að gosinu núna á reiðhjóli en fótgangandi. Einhverjir hunsuðu þó lokanir á svæðinu og keyrðu mjög nálægt gosinu á jeppum og stórum bílum.Vísir/Vilhelm Fólk borðaði nesti við gosið og einhverjir grilluðu brauð og fleira á grillteinum. Flestir voru með nesti með sér og þessi hressi göngugarpur grillaði brauð í heitu hrauninu.Vísir/Vilhelm Veðrið í gær var ekki frábært en í kringum gosið sjálft var auðvitað heitt og notalegt. Í dag er veður á svæðinu vont og þar sem einnig er hættuleg gasmengun á staðnum er svæðið lokað. Eldgos við Fagradalsfjall á ReykjanesiFoto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Gosið telst kannski lítið í samanburði við önnur eldgos hér á landi en þeir sem hafa heimsótt gosið eru samt flestir á því máli að þetta sé stórkostlegt sjónarspil móður náttúru. Hraunið flæddi úr stærsta gígnum og viðstaddir fylgdust agndofa með.Vísir/Vilhelm Litadýrðin nýtur sín einstaklega vel þegar tekur að rökkva, svo margir velja að bera gosið augum um kvöld eða nótt. Eldgosið hefur vakið heimsathygli og margir hafa furðað sig á því að Íslendingar hlaupi í áttina að eldglóandi hrauninu í stað þess að forðast svæðið.Vísir/Vilhelm Björgunarsveitarfólk hefur haft í nógu að snúast um helgina við gæslu á svæðinu. Tugir, ef ekki hundruðir einstaklinga hafa þurft á aðstoð að halda. Eftir að veðrið versnaði seint í gær þurfti meðal annars að sækja einstaklinga sem höfðu lagst örmagna í jörðina og komust því ekki aðstoðarlaust til baka í bílana sína.Vísir/Vilhelm Hraunárnar flæða hundruði metra um Geldingadal. Svæðið er lokað í dag vegna gasmengunar.Vísiir/Vilhelm Áhugasamir ættu vonandi að geta gengið að gosinu seinna í dag eða á morgun. Þangað til þarf fólk að láta streymi og ljósmyndir duga. Rauðglóandi hraunið er nánast dáleiðandi.Vísir/Vilhelm Um helgina birtust hér á Vísi myndaþættir eftir bæði Vilhelm Gunnarsson og Ragnar Axelsson ljósmyndara Vísis. Þær myndir má finna í fréttunum hér fyrir neðan.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Ljósmyndun Mest lesið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Staðfesta sambandsslitin Lífið Rósa og Hersir orðin foreldrar Lífið „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Lífið Mun aldrei líta á ástina sem sjálfsagða Makamál Fleiri fréttir Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén „Takk Hreyfill frá Vorsabæ“ Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Árin hjá Spotify ævintýri líkust Sjá meira