Týndist á gönguleiðinni en náði að láta vita af sér Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 20:56 Björgunarsveitir voru kallaðar út eftir að tilkynning barst um týndan göngumann. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir voru kallaðar út í kvöld vegna göngumanns sem hafði villst af leið nærri gossvæðinu á sjöunda tímanum í kvöld. Þetta staðfestir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi. Leit var í startholunum þegar göngumaðurinn náði að láta vita af sér og þurfti ekki aðstoð. „Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“ Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Sjá meira
„Leit var í startholunum. Það var búið að kalla til fleiri hópa úr Reykjavík og fólkið sem er á svæðinu, það var búið að senda það af stað,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. Mikill fjöldi fólks hefur lagt leið sína í átt að Geldingadal í því skyni að sjá eldgosið berum augum. Davíð segir björgunarsveitarfólk því í raun vera í samfelldu útkalli þar sem það er með viðveru á svæðinu ef fólk lendir í vandræðum og þarf aðstoð. „Björgunarsveitafólkið er bara búið að vera að bæta í. Það eru vaktaskipti núna eftir daginn og það er verið að kalla út fleira fólk til þess að vera til staðar í kvöld og í nótt. Veðrið er að versna og við viljum hafa nægan mannskap til að aðstoða fólk ef það lendir í vandræðum.“ Dæmi um að fólk vanmeti gönguleiðina Að sögn Davíðs hefur dagurinn gengið vel fyrir sig þó einhverjar tilkynningar hafi borist um fólk í vanda. Það sé aðallega fólk sem hafi orðið örmagna á gönguleiðinni eða þurfi aðstoð vegna meiðsla. „Það var einhver sem meiddi sig eitthvað á fæti og það var náð í hann og honum skutlað í sjúkrahús. Aðallega er þetta fólk sem er örmagna, illa búið, ekki með nesti eða vanmat að einhverju leyti tímann sem fer í að fara þarna og skoða gosstöðvarnar.“ Hann segir björgunarsveitafólk tilbúið til að aðstoða þá sem ætli sér að ganga að gosstöðvunum í nótt, enda fari aðstæður versnandi eftir því sem líður á kvöldið. „Veðrið er að versna og það dimmir núna. Það á að fjölga í mannskapnum til að hafa fólk á þessum helstu leiðum, svo hægt sé að aðstoða fólk í myrkrinu.“
Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Tengdar fréttir Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21 Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14 Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39 Mest lesið Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Innlent Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Innlent „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Fleiri fréttir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Sjá meira
Eins og „góð þjóðhátíð“ miðað við bílafjölda „Ég hef aldrei séð annan eins ágang,“ segir Hjálmar Hallgrímsson lögreglumaður um bílaumferðina sem hefur myndast á lokunarpósti á Suðurstrandarvegi, rétt austan við Grindavík. Þúsundir hafa lagt leið sína í átt að Fagradalsfjalli eftir að eldgos hófst í Geldingadal á föstudagskvöld og ber bílafjöldinn þess merki. 21. mars 2021 20:21
Fólk streymir enn í Geldingadal og margir illa búnir Fjölmargir hafa gert sér leið upp í Geldingadal í gærkvöldi og í nótt. Fólk hefur jafnvel gist í tjöldum við eldgosið en margir hafa verið illa búnir fyrir ferðalagið og einhverjir hafa örmagnast. Þá er veður við gosstað orðið slæmt. 21. mars 2021 09:14
Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. 20. mars 2021 21:39