Eigi frekar að auðvelda fólki að komast að eldgosinu Sylvía Hall skrifar 21. mars 2021 22:45 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, sýnir því fullan skilning að fólk leggi leið sína að eldgosinu í Geldingadal en þó verði að nálgast það af virðingu. Hann er þeirrar skoðunar að það eigi frekar að auðvelda fólki förina frekar en að láta það ganga langar og torfærar leiðir. Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal, en sú ákvörðun var byggð á ályktun vísindaráðs sem Magnús Tumi á sæti í. Aðspurður hvort það hefði átt að grípa til þeirrar lokunar fyrr segir Magnús Tumi að það hefði mögulega mátt grípa til ákveðnari aðgerða í því skyni að stýra fólksumferð. „Það er svo sem auðvelt að vera vitur eftir á, spáin var ekki góð og kannski bjuggust menn ekki við svona mikilli umferð núna,“ sagði Magnús Tumi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttastofu barst í dag myndband þar sem má sjá hóp fólks við eldstöðvarnar þegar gígurinn hrynur, en það smá sjá í fréttinni hér að ofan. Við áhorf á myndbandið telur Magnús Tumi að fólkið hafi ekki verið í mikilli hættu á að slasast. „Það er nú búið að loka þessu svæði þar sem fólk fór upp á hæðina. Þetta fólk sem er þó þarna er ekki í eins mikilli skotlínu.“ „Miklu stærra en við einstaklingarnir“ „Þetta er náttúrulega í grunninn lítið og sætt eldgos þannig séð, en það er náttúrulega miklu stærra heldur en við einstaklingarnir,“ segir Magnús Tumi. Hann telur ólíklegt að gosið í standi lengi yfir; það sé frekar spurning um einhverja daga eða vikur frekar en ár. Það er ekki að sjá að það sé neitt að minnka rennslið, maður sér það hvernig hraunið er að bunkast upp. Þetta er ekki stórt, þetta er svona ein og hálf Elliðaár.“ Hann telur ákjósanlegra að auðvelda fólki að sjá eldgosið berum augum, enda sé bersýnilega mikill áhugi á því. Þúsundir manns hafa lagt leið sína að svæðinu frá því að gosið hófst á föstudagskvöld en löng ganga er frá vegi að eldstöðvunum. „Það verður að fara varlega þarna og nálgast þetta af virðingu. Að sama skapi er þetta fallegt og ég skil vel, og fólk á að hafa möguleika á að komast þarna. Ég held það eigi frekar að auðvelda fólki að fara þarna frekar en að það sé að sprengja sig á löngum göngutúrum.“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gosið hófst.VÍSIR/RAX Yfirleitt minni skjálftavirkni eftir gos Aðspurður hvort fólk nærri Reykjanesskaganum megi búast við vægari jarðskjálftum eftir að gaus segir Magnús Tumi það líklegt. Þróunin sé oftast nær þannig að skjálftarnir minnki, enda hafi kvikan náð að brjóta sér leið. „Það má segja að það gjósi vegna þess það er búið að brjóta það sem er hægt er að brjóta og koma kvikunni fyrir neðanjarðar. Það sem er að koma upp núna er bara örfá prósent af því sem fór í ganginn, og það sem er í ganginum fer ekkert upp, það er meira og minna storknað,“ segir hann og bætir við: „Maður á ekkert endilega von á að það verði miklir jarðskjálftar samfara þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57 Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31 Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Ákveðið var í dag að loka litlu svæði næst gossprungunni í Geldingadal, en sú ákvörðun var byggð á ályktun vísindaráðs sem Magnús Tumi á sæti í. Aðspurður hvort það hefði átt að grípa til þeirrar lokunar fyrr segir Magnús Tumi að það hefði mögulega mátt grípa til ákveðnari aðgerða í því skyni að stýra fólksumferð. „Það er svo sem auðvelt að vera vitur eftir á, spáin var ekki góð og kannski bjuggust menn ekki við svona mikilli umferð núna,“ sagði Magnús Tumi í kvöldfréttum Stöðvar 2. Fréttastofu barst í dag myndband þar sem má sjá hóp fólks við eldstöðvarnar þegar gígurinn hrynur, en það smá sjá í fréttinni hér að ofan. Við áhorf á myndbandið telur Magnús Tumi að fólkið hafi ekki verið í mikilli hættu á að slasast. „Það er nú búið að loka þessu svæði þar sem fólk fór upp á hæðina. Þetta fólk sem er þó þarna er ekki í eins mikilli skotlínu.“ „Miklu stærra en við einstaklingarnir“ „Þetta er náttúrulega í grunninn lítið og sætt eldgos þannig séð, en það er náttúrulega miklu stærra heldur en við einstaklingarnir,“ segir Magnús Tumi. Hann telur ólíklegt að gosið í standi lengi yfir; það sé frekar spurning um einhverja daga eða vikur frekar en ár. Það er ekki að sjá að það sé neitt að minnka rennslið, maður sér það hvernig hraunið er að bunkast upp. Þetta er ekki stórt, þetta er svona ein og hálf Elliðaár.“ Hann telur ákjósanlegra að auðvelda fólki að sjá eldgosið berum augum, enda sé bersýnilega mikill áhugi á því. Þúsundir manns hafa lagt leið sína að svæðinu frá því að gosið hófst á föstudagskvöld en löng ganga er frá vegi að eldstöðvunum. „Það verður að fara varlega þarna og nálgast þetta af virðingu. Að sama skapi er þetta fallegt og ég skil vel, og fólk á að hafa möguleika á að komast þarna. Ég held það eigi frekar að auðvelda fólki að fara þarna frekar en að það sé að sprengja sig á löngum göngutúrum.“ Fjöldi fólks hefur lagt leið sína að gosstöðvunum frá því að gosið hófst.VÍSIR/RAX Yfirleitt minni skjálftavirkni eftir gos Aðspurður hvort fólk nærri Reykjanesskaganum megi búast við vægari jarðskjálftum eftir að gaus segir Magnús Tumi það líklegt. Þróunin sé oftast nær þannig að skjálftarnir minnki, enda hafi kvikan náð að brjóta sér leið. „Það má segja að það gjósi vegna þess það er búið að brjóta það sem er hægt er að brjóta og koma kvikunni fyrir neðanjarðar. Það sem er að koma upp núna er bara örfá prósent af því sem fór í ganginn, og það sem er í ganginum fer ekkert upp, það er meira og minna storknað,“ segir hann og bætir við: „Maður á ekkert endilega von á að það verði miklir jarðskjálftar samfara þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57 Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31 Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00 Mest lesið Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Innlent Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Innlent Jane Goodall látin Erlent Fleiri fréttir Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Konur og háskólamenntaðir líklegri til að vilja frekari aðgerðir gegn Ísrael Bein útsending: Heilbrigðistæknilausnir og -þjónusta Biskup Íslands heimsækir Úkraínu Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Sjá meira
Eldgosið fangað úr lofti í nótt Eldgosið í Geldingadal þykir ekki stórt í sniðum en stöðugur straumur hrauns úr gígunum sem hafa þar myndast þykja einkar myndrænir. 21. mars 2021 14:57
Nánast engar spennubreytingar Spennubreytingar hafa ekki fylgt gosinu í Geldingadal. Gasmengunin er talsverð við gosstöðvarnar og getur fólk lagt sig í mikla hættu við að vera þar. 21. mars 2021 14:31
Stórbrotnar ljósmyndir RAX af eldgosinu Eldgosið í Geldingadal er sagt lítið í samanburði við fyrri eldgos á Íslandi. Engu að síður er um magnað sjónarspil að ræða þar sem náttúrunnar öfl eru að verki og sjón er sögu ríkari. Eldtungurnar frussast upp úr gígunum og logandi hraunið flæðir í stríðum straumum líkt og þeir sem lagt hafa leið sína á vettvang hafa glögglega orðið varir við. 21. mars 2021 13:00