Frankfurt komst yfir með marki á níundu mínútu áður en Andernach jafnaði fimm mínútum seinna.
Gestirnir komu ér í 1-2 fyrir hálfleik með marki á 35. mínútu, og þannig var staðan þegar liðin gengu til búningsherbergja.
Þegar korter var liðið af seinni hálfleik var staðan orðin 1-4. Þá var gerð fjórföld skipting, þar sem að meðal annars Alexandra Jóhannsdóttir kom inn á.
Gestirnir bættu svo þremur mörkum í við áður en leikurinn var úti. Barbara Dunst skoraði þrennu fyrir Frankfurt.