Ummæli í Hlíðamálinu dæmd ómerk en miskabætur lækkaðar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2021 14:45 Frá mótmælum við lögreglustöðina á Hverfisgötu í nóvember árið 2015. Vísir Landsréttur dæmdi í dag Hildi Lilliendahl Viggósdóttur og Oddnýju Arnarsdóttur hvora um sig til að greiða tveimur karlmönnum 100 þúsund krónur í miskabætur ásamt vöxtum og greiðslu málskostnaðar vegna ummæla sem þær létu falla í tengslum við svokallaða Hlíðamál. Ein ummæli Hildar og fjögur ummæli Oddnýjar voru dæmd ómerk. Landsréttur kvað upp dóm sinn yfir þeim Hildi og Oddnýju klukkan tvö í dag. Rétturinn lækkaði upphæð miskabóta í tilfelli Oddnýjar um 120 þúsund krónur og í tilfelli Hildar um 50 þúsund krónur. Báðar þurfa ða greiða mönnunum hundrað þúsund krónur hvor. Þá var Oddný dæmd til að greiða um 1,5 milljónir króna og Hildur um 1,5 milljónir króna í málskostnað í ríkissjóð. Þær Oddný og Hildur voru í héraðsdómi dæmdar til að greiða mönnunum, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu, svokallaða miskabætur. Þar voru ummæli sem þær létu falla varðandi málið dæmd ómerk. Sömu ummæli voru dæmd ómerk í Landsrétti utan einna af fimm í tilfelli Oddnýjar. Oddný var í héraði dæmd til að greiða hvorum karlmanni 220 þúsund krónur í bætur vegna ummælanna. Hildur var dæmd til að greiða þeim 150 þúsund krónur hvorum fyrir sig. Boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöð Upphaf málsins má rekja til forsíðufréttar í Fréttablaðinu þann 9. nóvember 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í kjölfar fréttaflutnings vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna fréttarinnar. Ummæli dæmd ómerk Oddný var ein þeirra sem stóð að fyrrnefndum mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hún lét eftirfarandi ummæli falla á mótmælunum sem stefnt var fyrir: „Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.“ „Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.“ „Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.“ „Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir.“ Landsréttur dæmdi fjögur ummæli Oddnýjar – 1., 2., 3., og 5. – ómerk. Mennirnir stefndu Hildi hins vegar fyrir eftirfarandi ummæli sem hún lét falla á Facebook: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi Landsréttur aðeins hluta þessara ummæla ómerk, það er að segja „...körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið...“ . Hinn hluti ummælanna taldi Landsréttur að væri endursögn á fréttum, þ.e. varðandi að lögregla taldi ekki þörf á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum og varðandi það hvernig íbúðin var útbúin. Fréttin var uppfærð 22. mars Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 „Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn yfir þeim Hildi og Oddnýju klukkan tvö í dag. Rétturinn lækkaði upphæð miskabóta í tilfelli Oddnýjar um 120 þúsund krónur og í tilfelli Hildar um 50 þúsund krónur. Báðar þurfa ða greiða mönnunum hundrað þúsund krónur hvor. Þá var Oddný dæmd til að greiða um 1,5 milljónir króna og Hildur um 1,5 milljónir króna í málskostnað í ríkissjóð. Þær Oddný og Hildur voru í héraðsdómi dæmdar til að greiða mönnunum, sem sakaðir voru um nauðgun í Hlíðamálinu, svokallaða miskabætur. Þar voru ummæli sem þær létu falla varðandi málið dæmd ómerk. Sömu ummæli voru dæmd ómerk í Landsrétti utan einna af fimm í tilfelli Oddnýjar. Oddný var í héraði dæmd til að greiða hvorum karlmanni 220 þúsund krónur í bætur vegna ummælanna. Hildur var dæmd til að greiða þeim 150 þúsund krónur hvorum fyrir sig. Boðað til mótmæla fyrir utan lögreglustöð Upphaf málsins má rekja til forsíðufréttar í Fréttablaðinu þann 9. nóvember 2015 með fyrirsögninni „Íbúðin var útbúin til nauðgana“. Boðað var til mótmæla fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu í kjölfar fréttaflutnings vegna þess að mennirnir tveir höfðu ekki verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Rannsókn málsins leiddi ekki til ákæru og var látin niður falla í júní árið 2016. Voru fjórir fréttamenn fréttastofu 365 dæmdir til að greiða mönnunum miskabætur vegna fréttarinnar. Ummæli dæmd ómerk Oddný var ein þeirra sem stóð að fyrrnefndum mótmælunum fyrir utan lögreglustöðina á Hverfisgötu. Hún lét eftirfarandi ummæli falla á mótmælunum sem stefnt var fyrir: „Það er ekki krafist gæsluvarðhalds yfir mönnum sem hefur í að minnsta kosti tvö mismunandi skipti tekist að nauðga konum.“ „Ekki nóg með að þeir nauðgi þeim heldur gera þeir það kerfisbundið.“ „Í bæði skiptin var bekkjarskemmtun hjá HR, í að minnsta kosti öðru tilfellinu var stúlkunni byrlað ólyfjan, þeir taka þær heim í íbúð til sín og þetta var gert í einhvers konar samstarfi. Planað á milli þessara tveggja manna.“ „Að mér skilst var komið í veg fyrir þriðju nauðgunina.“ „Þetta eru tveir menn sem hafa í að minnstakosti tvö skipti tekist að nauðga, í eitt skipti var komið í veg fyrir nauðgunina, við vitum ekki hvað hefur gerst áður og þessir menn eru látnir lausir.“ Landsréttur dæmdi fjögur ummæli Oddnýjar – 1., 2., 3., og 5. – ómerk. Mennirnir stefndu Hildi hins vegar fyrir eftirfarandi ummæli sem hún lét falla á Facebook: „... þá gríðarlega alvarlegu aðför lögreglunnar að öryggi kvenna í Reykjavík að láta eiga sig að fara fram á gæsluvarðhald yfir körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið að þeir hafa til þess sérútbúna íbúð.“ Ólíkt Héraðsdómi Reykjavíkur dæmdi Landsréttur aðeins hluta þessara ummæla ómerk, það er að segja „...körlum sem nauðga konum SAMAN svo yfirdrifið kerfisbundið...“ . Hinn hluti ummælanna taldi Landsréttur að væri endursögn á fréttum, þ.e. varðandi að lögregla taldi ekki þörf á gæsluvarðhaldi yfir mönnunum og varðandi það hvernig íbúðin var útbúin. Fréttin var uppfærð 22. mars
Dómsmál Tjáningarfrelsi Tengdar fréttir Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51 „Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Oddný og Hildur dæmdar til greiðslu bóta vegna Hlíðamálsins Ummæli þeirra dæmd dauð og ómerk. 18. júní 2019 12:51
„Það eitt að draga fána mannréttinda að húni heimilar ekki þeim sem það gera að brjóta gegn mannréttindum annarra“ Oddný Aradóttir og Hildur Lilliendahl Viggósdóttir, sem í dag voru dæmdar til að greiða miskabætur vegna ummæla sem þær létu falla um tvo menn vegna Hlíðamálsins-svokallaða, njóta að mati Héraðsdóms Reykjavíkur, engrar sérstöðu sem veitt geti þeim aukið rými til tjáningar, þrátt fyrir að þær hafi talið sig vera að tala sem fulltrúi mannréttinda. 18. júní 2019 20:00