Hlúum að verðmætasköpun Svavar Halldórsson skrifar 19. mars 2021 11:00 Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svavar Halldórsson Dýraheilbrigði Nýsköpun Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Gangast við mistökum Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Töluvert hefur gefið á bátinn í íslensku efnahagslífi vegna kórónuveirufaraldursins sem nú tröllríður heimsbyggðinni. Botninn hefur dottið úr heilu atvinnugreinunum og útflutningur minnkað mikið. Samkvæmt nýlegum tölum hefur viðskiptahalli ekki verið jafn mikill og í fyrra síðan hrunárið 2008. Í slíkum aðstæðum er afskaplega mikilvægt að hlúa að atvinnuskapandi vaxtasprotum og nýsköpun, enda ljóst að auknar útflutningstekjur er skynsamlegasta leiðin til að koma styrkari stoðum undir íslenskt þjóðarbú. Sérstaklega er vert að horfa á greinar eins og líftækni og þau fyrirtæki í þeim geira sem skara fram úr og eru til fyrirmyndar. Tækifæri í líftækni Mikil tækifæri eru líftækni á Íslandi. Ekki síst þegar kemur að því að fullvinna eða nýta hliðarafurðir í landbúnaði og sjávarútvegi. Þar nýtist hreinleiki íslenskrar náttúru, hugvit og frumkvöðlakraftur eins og dæmin sanna. Um leið nýtist einnig sú þekking og reynsla úr lyfjageiranum sem hér hefur byggst upp síðustu áratugi. Flest íslensk líftæknifyrirtæki eiga það sammerkt að sækja inn á vel borgandi markaði fyrir afurðir í hæsta gæðaflokki. Þar veitir hreinleiki, íslenskur uppruni og græn orka þeim samkeppnisforskot. Fyrirtækin eiga það líka sameiginlegt að hafa í öndvegi sjónarmið umhverfisverndar og dýravelferðar. Til fyrirmyndar í dýravelferð Eitt þessara gjaldeyrisaflandi nýsköpunarfyrirtækja vinnur verðmætt lyfjaefni úr hryssublóði. Í fyrra námu útflutningstekjurnar um einum og hálfum milljarði króna. Um hundrað bændur hafa tekjur af þessari búgrein og um fjörutíu manns starfa hjá fyrirtækinu. Starfsemin er í alla staði til fyrirmyndar. Blóðgjöfin er undir eftirliti dýralækna og Matvælastofnunar. Líftæknifyrirtækið sjálft er undir eftirliti Lyfjastofnunar og vottað af bæði lyfjaeftirlitum Evrópu og Bandaríkjanna, auk þess að vera með alþjóðlega vottun um góða framleiðsluhætti sem viðurkenndur er í lyfjageiranum. Þá er þetta eina afurðafyrirtækið í íslenskum landbúnaði sem gerir sérstaka velferðarsamninga við alla bændur sem það á í viðskiptum við. Það eru vinnubrögð sem aðrir mættu taka sér til fyrirmyndar. Höfundur er sérfræðingur í matarmenningu, stefnumótun og markaðsmálum.
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun