Hreiðar og Magnús sakfelldir en Sigurður sýknaður í síðasta hrunmálinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. mars 2021 14:21 Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, ásamt Herði Felixi Harðarsyni (til vinstri). Vísir/Vilhelm Hreiðar Már Sigurðsson og Magnús Guðmundsson fyrrverandi stjórnendur hjá Kaupþingi voru í Landsrétti í dag sakfelldir fyrir aðild sína að CLN-málinu. Þeim var þó ekki gerði refsing vegna fyrri dóma sem þeir hafa hlotið. Sýknudómur Sigurðar Einarssonar úr héraði var staðfestur. Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar . CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Landsréttur kvað upp dóm sinn í dag. Hreiðar Már og Magnús voru dæmdir til að greiða verjendum sínum málsvarnarlaun, á sjöttu milljón í tilfelli Harðar Felixar Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más en á fimmtu milljón í tilfelli Kristínar Edwald, verjanda Magnúsar. Ríkisstjóður var dæmdur til að greiða Gesti Jónssyni, verjanda Sigurðar, upp á tæplega fjórar milljónir króna. Síðasta hrunmálið Um er að ræða svokallað CLN-mál, síðasta hrunmálið sem rekið er fyrir dómstólum. Nema aðilar óski eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar er málaferlum í hrunmálununum svokölluðu lokið. Málið hefur velkst um í dómskerfinu í langan tíma. Héraðsdómur kvað fyrst upp dóm í málinu í janúar 2016 og sýknaði alla þrjá. Í málinu voru þremenningarnir ákærðir fyrir umboðssvik vegna lána sem hljóðuðu upp á 508 milljónir evra, tugi milljarða króna, frá því í ágúst til október 2008. Lán til vildarviðskiptavina Lánin fóru til tveggja félaga sem keyptu lánshæfistengd skuldabréf af Deutsche Bank sem tengd voru skuldatryggingaálagi Kaupþings. Taldi ákæruvaldið markmiðið hafa verið að lækka skuldatryggingaálagið. Um var að ræða viðskiptavini í vild hjá bankanum sem þegar skulduðu bankanum háar fjárhæðir. Áhætta þeirra var engin en möguleiki fyrir þá að hagnast verulega á lánunum. Björn Þorvaldsson saksóknari krafðist sex ára refsingar í málinu. Blaðamaður Ríkisútvarpsins sat málsmeðferðina í Landsrétti og hafði eftir Birni að lánveitingarnar hefðu verið sambærilegar þeim í Al-Thani málinu og markaðsmisnotkunarmáli Kaupþings þar sem þungir dómar féllu. Refsiramminn í málaflokknum er sex ár. Hreiðar Már, Sigurður og Magnús hafa allir þegar hlotið dóma og er kvótinn fullur í tilfelli þess fyrsta. Sigurður hefur verið dæmdur í fimm ára fangelsi og Magnús fjögurra og hálfs. Þar sem Hreiðar Már hefur þegar fyllt kvótann var honum ekki gerð refsing. Má telja að í ljósi fyrri dóma Magnúsar og þess hve langan tíma málið hefur tekið hafi Landsréttur talið að ekki bæri að gera honum refsingu. Fram og til baka Eftir sýknudóm í málinu í janúar 2016 áfrýjaði ákæruvaldið málinu til Hæstaréttar. Áður en málið var tekið fyrir hjá þeim dómstól komu fram nýjar upplýsingar varðandi það að Deutsche Bank hefði greitt þrotabúi Kaupþings stóran hlut upphæðarinnar sem lánuð var eða alls 425 milljónir evra. Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson. Hæstiréttur ómerkti dóminn og málsmeðferðina í héraði vegna þessara nýju upplýsinga þar sem ástæður greiðslunnar lágu ekki fyrir. Taldi Hæstiréttur því að rannsaka þyrfti þennan þátt málsins betur. Málið fór því aftur heim í hérað og tók ákæruvaldið til við að rannsaka málið að nýju. Þegar málið var svo flutt aftur fyrir héraðsdómi vísaði dómurinn málinu frá þar sem hann taldi ákæruvaldið ekki hafa rannsakað sem skyldi þau atriði sem Hæstiréttur hafði sagt að þyrfti að rannsaka betur. Sýknaðir í héraði Ákæruvaldið kærði frávísun héraðsdóms til Landsréttar sem úrskurðaði að héraðsdómi bæri að taka málið til efnislegrar meðferðar, meðal annars á grundvelli þess að ákæruvaldið taldi hvorki að samkomulagið um greiðsluna frá Deutsche Bank hefði þýðingu fyrir grundvöll málsins né við mat á því hvort skilyrði umboðssvika væru uppfyllt. Það var svo í júlí 2019 sem héraðsdómur sýknaði alla þrjá í málinu og dæmdi íslenska ríkið til að greiða málsvarnarlaun verjenda Hreiðars Más, Sigurðar og Magnúsar. Þau námu um fimm milljónum í tilfelli Harðar Felix Harðarsonar sem gætti hagsmuna Hreiðars Más, en tæplega fjögurra milljóna í tilfelli Kristínar Edwald og Gests Jónssonar sem gættu hagsmuna Magnúsar og Sigurðar. Dómur Landsréttar hefur verið birtur á vef Landsréttar .
CLN-málið Dómsmál Hrunið Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira