Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar Ragnheiður Einarsdóttir, Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa 18. mars 2021 13:01 Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Strætó Borgarlína Samgöngur Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins. Nýtt heildstætt leiðanet Undanfarið hefur verið unnið að hönnun innviða Borgarlínunnar. Samhliða því hefur Strætó verið að þróa Nýtt leiðanet, sem er framtíðar leiðanet almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu, sem borgarlínuleiðir eru hluta af. Stefnt er að því að innleiða Nýtt leiðanet í heild sinni í staðinn fyrir núverandi leiðakerfi Strætó þegar 1. lotu borgarlínuframkvæmda lýkur, sem áætlað er að verði árið 2025. Fyrsta lota borgarlínuframkvæmda liggur frá Hamraborg að Ártúnshöfða. Leiðirnar í nýja leiðanetinu skiptast í tvo flokka, stofnleiðir og almennar leiðir. Stofnleiðir munu tengja stærstu hverfi höfuðborgarsvæðisins saman á mikilli tíðni og mynda þannig burðarásinn í leiðanetinu. Stofnleiðir eru grunnurinn að borgarlínuleiðum framtíðarinnar og munu breytast í borgarlínuleið þegar sérrými hefur verið byggt upp á að lágmarki helmingi leiðarinnar. Almennar leiðir verða á minni tíðni en stofnleiðir og munu þjóna hverfum sem ekki eru í göngufæri við stöðvar stofnleiða. Nýtt leiðanet. Nýtt leiðanet er hannað á þann hátt að borgarlínuvagnar geti ekið út úr sérrýminu og ferðast hluta leiðarinnar í blandaðri umferð sem felur í sér meiri sveigjanleika og getur fækkað skiptingum fyrir farþega. Sérrýmin nýtast þó ekki eingöngu borgarlínuvögnum, þar sem aðrir strætisvagnar munu aka að hluta til í sérrýmum og njóta þannig forgangs í umferðinni. Nýtt leiðanet er enn í mótun og um þessar mundir vinnur Strætó að bestun leiðanetsins m.a. út frá þeim ábendingum sem bárust í gegnum almennt samráð haustið 2019 þegar fyrstu hugmyndir voru kynntar. Við greiningu á mismunandi valkostum er m.a. notast við nýtt samgöngulíkan höfuðborgarsvæðisins. Stefnt er að því að kynna endurbætta tillögu að Nýju leiðaneti síðar á þessu ári þar sem almenningi og öðrum gefst kostur á að koma með athugasemdir. Aukin þjónusta og styttri ferðatími Nýtt leiðanet og borgarlínuframkvæmdir fela í sér miklar samgöngubætur fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Meira en 2/3 af íbúum höfuðborgarsvæðisins mun búa í göngufæri frá stöðvum stofnleiða, en á þeim leiðum munu vagnar ganga á a.m.k. 15 mínútna fresti yfir daginn og oftar á annatíma. Samkvæmt rannsóknum er aukin tíðni einn mikilvægasti þátturinn þegar kemur að ferðamátavali fólks. Aukin tíðni styttir biðtíma, eykur áreiðanleika og auðveldar skiptingar milli leiða, sem opnar á nýjar tengingar milli mismunandi staða á höfuðborgarsvæðinu. Sú aukna tíðni sem felst í Nýju leiðaneti mun því stórauka frelsi íbúa til að komast á milli staða þegar þeim hentar á skilvirkan og umhverfisvænan hátt. Sérrými Borgarlínunnar og Nýtt leiðanet munu að auki hafa þau áhrif að ferðatími í almenningssamgöngum styttist fyrir flesta með auknum forgangi í umferðinni og beinni leiðum, auk þess sem þjónustan verður áreiðanlegri og reksturinn hagkvæmari. Því er uppbygging sérrýma Borgarlínunnar nauðsynlegur þáttur í að bæta almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu. Tryggja þarf rekstrarfjármagn Í dag er meginhlutverk Strætó að starfrækja þjónustu almenningssamgangna á höfuðborgarsvæðinu með samræmdu leiðakerfi og gjaldskrá. Því er gert ráð fyrir að rekstur og skipulag á Nýju leiðaneti, sem borgarlínuleiðir eru hluta af, verði í höndum Strætó. Það rekstrarfjármagn sem nú er greitt af sveitarfélögum og ríki til reksturs leiðakerfis Strætó mun því yfirfærast á rekstur Nýs leiðanets þegar það verður innleitt. Þörf er á viðbótar rekstrarfé, að minnsta kosti í upphafi, þar sem ljóst er að bætt þjónusta felur í sér aukinn rekstrarkostnað. Það fjármagn sem hefur verið eyrnamerkt Borgarlínunni í Samgöngusáttmálanum tekur aðeins til uppbyggingar innviða en ekki reksturs borgarlínuleiða. Viðræður standa nú yfir milli ríkis og sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu um skiptingu rekstrarkostnaðar í Nýju leiðaneti. Samhliða því er unnið að gerð rekstraráætlunar fyrir Nýtt leiðanet, sem verður innlegg inn í áframhaldandi viðræður. Nauðsynlegt er að rekstrarfjármagn verði tryggt fyrir Nýtt leiðanet. Aðeins þannig er hægt að tryggja að íbúar höfuðborgarsvæðisins fái notið stórbættra almenningssamgangna og markmið um breyttar og umhverfisvænar ferðavenjur náist. Höfundar eru samgöngusérfræðingar hjá Strætó.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun