Níu skotáverkar á líkama hins látna Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 18. mars 2021 08:33 Það var rétt fyrir miðnætti laugardagskvöldið 13. febrúar sem lögreglan var kölluð út að húsi í Rauðagerði. Þar hafði albanskur karlmaður verið skotinn til bana fyrir utan heimili sitt. Vísir/Vilhelm Í bráðabirgðaskýrslu réttarmeinafræðings vegna réttarkrufningar á Armando Beqirai, mannsins sem skotinn var til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði um miðjan febrúar, kemur fram að hann hafi hlotið níu skotáverka, meðal annars í höfuð, bol og lífsnauðsynleg líffæri. Þá fundust níu skothylki á vettvangi glæpsins. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist er á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að skipun Steinbergs Finnbogasonar sem skipaðs verjanda eins af sakborningum í málinu verði felld niður. Sá er íslenskur karlmaður og hefur verið kallaður „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi.“ Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 16. febrúar til 2. mars en sætir nú farbanni. Úrskurðurinn er birtur á vef Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn föstudag. Um er að ræða fyrsta úrskurðinn sem birtur er á vef dómstólanna vegna málsins. Í úrskurðinum segir að lögregla telji ljóst að „brotið hafi verið unnið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra líkt og gögn og umfang málsins bera með sér, en nú þegar hafa fjöldi aðila fengið réttarstöðu sakbornings. Rannsóknin er afar umfangsmikil og á mjög viðkvæmu stigi, en unnið er nú úr gríðarlegu magni fjarskiptagagna, sem og gögnum úr öryggismyndavélum, gögnum sem tæknideild vinnur með, taka frekari skýrslur af sakborningum, af vitnum og fleira í þeim dúr.“ Þá hefur skotvopnið ekki fundist en lögregla hefur fengið mikið af upplýsingum og ábendingum varðandi það sem verið er að vinna úr. Lögreglan fór fram á að Steinbergur yrði ekki lengur skipaður verjandi í málinu þar sem lögreglan vill kalla hann til sem vitni. Telja Steinberg hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga Að því er fram kemur í úrskurðinum hefur rannsókn lögreglu og úrvinnsla fjarskiptagagna leitt í ljós að Steinbergur hafi verið í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi Íslendingsins. Þá hafi vitni í málinu borið um að hafa hitt og rætt við Steinberg eftir að brotið var framið og eftir að hann var skipaður verjandi. Lögregla telji því nauðsynlegt að kalla Steinberg til sem vitni og fallast bæði héraðsdómur og Landsréttur á þá kröfu eins og áður segir. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, tjáði fréttastofu í gær að skýrslutaka yfir Steinbergi væri í undirbúningi. Fréttastofa ræddi við Steinberg þegar héraðsdómur hafði fallist á kröfu lögreglunnar um að skipun hans yrði felld niður. Hann fullyrti þá að hann byggi ekki yfir neinum upplýsingum sem skipt gætu máli fyrir rannsóknina sem gætu að einhverju leyti verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem hann væri bundinn sem skipaður verjandi í málinu. Þá sagðist hann gefa sér að lögreglan væri að skírskota til samskipta frá öðrum sem grunaðir væru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna morðsins. Þá rann gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum út í gær og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu um vikulangt varðhald í tilfelli annars. Kröfunni var hafnað í tilfelli hins og var hann úrskurðaður í farbann. Alls eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Tólf hafa verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Í hópnum er að finna fólk af báðum kynjum. Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47 Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Þetta er á meðal þess sem kemur fram í úrskurði Héraðsdóms Reykjavíkur þar sem fallist er á kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu að skipun Steinbergs Finnbogasonar sem skipaðs verjanda eins af sakborningum í málinu verði felld niður. Sá er íslenskur karlmaður og hefur verið kallaður „langstærsti fíkniefnabaróninn á Íslandi.“ Hann sat í gæsluvarðhaldi vegna málsins frá 16. febrúar til 2. mars en sætir nú farbanni. Úrskurðurinn er birtur á vef Landsréttar sem staðfesti úrskurð héraðsdóms síðastliðinn föstudag. Um er að ræða fyrsta úrskurðinn sem birtur er á vef dómstólanna vegna málsins. Í úrskurðinum segir að lögregla telji ljóst að „brotið hafi verið unnið í samverknaði nokkurra og jafnvel með hlutdeild annarra líkt og gögn og umfang málsins bera með sér, en nú þegar hafa fjöldi aðila fengið réttarstöðu sakbornings. Rannsóknin er afar umfangsmikil og á mjög viðkvæmu stigi, en unnið er nú úr gríðarlegu magni fjarskiptagagna, sem og gögnum úr öryggismyndavélum, gögnum sem tæknideild vinnur með, taka frekari skýrslur af sakborningum, af vitnum og fleira í þeim dúr.“ Þá hefur skotvopnið ekki fundist en lögregla hefur fengið mikið af upplýsingum og ábendingum varðandi það sem verið er að vinna úr. Lögreglan fór fram á að Steinbergur yrði ekki lengur skipaður verjandi í málinu þar sem lögreglan vill kalla hann til sem vitni. Telja Steinberg hafa verið í samskiptum við aðra sakborninga Að því er fram kemur í úrskurðinum hefur rannsókn lögreglu og úrvinnsla fjarskiptagagna leitt í ljós að Steinbergur hafi verið í samskiptum við aðra sakborninga málsins fyrir og eftir að hann var skipaður verjandi Íslendingsins. Þá hafi vitni í málinu borið um að hafa hitt og rætt við Steinberg eftir að brotið var framið og eftir að hann var skipaður verjandi. Lögregla telji því nauðsynlegt að kalla Steinberg til sem vitni og fallast bæði héraðsdómur og Landsréttur á þá kröfu eins og áður segir. Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu sem stýrir rannsókn málsins, tjáði fréttastofu í gær að skýrslutaka yfir Steinbergi væri í undirbúningi. Fréttastofa ræddi við Steinberg þegar héraðsdómur hafði fallist á kröfu lögreglunnar um að skipun hans yrði felld niður. Hann fullyrti þá að hann byggi ekki yfir neinum upplýsingum sem skipt gætu máli fyrir rannsóknina sem gætu að einhverju leyti verið undanskildar þeirri trúnaðarskyldu sem hann væri bundinn sem skipaður verjandi í málinu. Þá sagðist hann gefa sér að lögreglan væri að skírskota til samskipta frá öðrum sem grunaðir væru í málinu sem leituðu til Steinbergs sem ekki var hægt að verða við í ljósi þess að hann var þegar orðinn verjandi Íslendingsins. Greint var frá því í gær að karlmaður hefði verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna morðsins. Þá rann gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum út í gær og féllst Héraðsdómur Reykjavíkur á kröfu um vikulangt varðhald í tilfelli annars. Kröfunni var hafnað í tilfelli hins og var hann úrskurðaður í farbann. Alls eru þrír í gæsluvarðhaldi vegna málsins og fleiri í farbanni. Tólf hafa verið handteknir í málinu og hafa stöðu sakbornings. Í hópnum er að finna fólk af báðum kynjum.
Morð í Rauðagerði Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02 Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47 Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Fleiri fréttir Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Sjá meira
Úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald vegna Rauðagerðismorðsins Karlmaður hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna áframhaldandi gæsluvarðhald vegna aðildar að morðinu í Rauðagerði þann 13. febrúar síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir tveimur öðrum átti að renna út í dag. 17. mars 2021 15:02
Landsréttur segir lögreglu heimilt að kalla verjanda í skýrslutöku Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms um heimild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að taka skýrslu af verjanda Íslendings sem sætir nú farbanni vegna rannsóknar á hinu svokallaða Rauðagerðismáli. 13. mars 2021 14:47
Úrskurðaður í lengra gæsluvarðhald vegna morðsins Einn var í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur úrskurðaður í vikulangt áframhaldandi gæsluvarðhald vegna rannsóknar á morði í Rauðagerði í Reykjavík í febrúar. 10. mars 2021 16:24